Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 3-2 | Meistararnir töpuðu á Flórídanavellinum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 3. október 2015 00:01 Steven Lennon er í baráttunni um skó. vísir/ernir Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. Mikið meiri ákefð var í liði Fylkis sem ætlaði ekki að gefa FH neitt í leiknum. Heimamenn voru mikið sprækari og unnu verðskuldaðan sigur. FH-ingar fögnuðu titlinum um síðustu helgi og virtist fögnuðurinn enn sitja í liðinu. Leikur liðsins var hægur og fáir leikmenn liðsins sem voru nállægt því að sýna sitt rétta andlit. Fylkir komst snemma yfir og þegar FH jafnaði skoraði Fylkir aftur strax tveimur mínútum síðar. Fylkir var 2-1 yfir í hálfleik og náði Heimir Guðjónsson þjálfari FH ekki að kveikja í sínum mönnum í hálfleik því Fylkir var mun betra liðið á vellinum bæði fyrir og eftir leikhlé. Fylkir komst í 3-1 og þó FH hafi minnkað muninn þegar 18 mínútur voru til leiksloka var Fylkir alltaf líklegra til að bæta við mörkum en FH að jafna. Fylkir fékk öll bestu færi leiksins og fyrir utan mörkin tvö náði FH lítið sem ekkert að ógna mark heimamanna sem náðu í 7 stig í þremur síðustu leikjum sínum í sumar en liðið hafnaði í 8. sæti með 29 stig, sæti á eftir ÍA á markamun. Hermann: Mikilvægt að enda velHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis horfði á lið sitt úr stúkunni í dag og var býsna ánægður með það sem hann sá. „Þetta var frábær leikurinn hjá strákunum. Menn voru afslappaðir og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Hermann. „Við settum pressu á þá hátt á vellinum. Við vorum grimmir og okkur langaði að enda þetta með stæl. Það sýndi sig.“ Fylkir endaði tímabilið vel og náði í sjö stig í þremur síðustu leikjum sínum á leiktíðinni. „Við erum að stíga í rétta átt. Þrír síðustu leikir hafa verið mjög öflugir. Við endum á tveimur sigurleikjum á heimavelli sem kom ekki of oft fyrir í sumar. „Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er gott að enda þetta vel. Það er mikilvægt að enda vel,“ sagði Hermann. Heimir: Annað liðið vildi vinna og hitt ekki„Hér voru tvö lið sem höfðu ekki að miklu að keppa og annað liðið hafði áhuga á að vinna leikinn og hitt ekki og úrslitin voru eftir því,“ sagði Heimir Guðjónsson ósáttur þjálfari FH í leikslok. „Hugarfarið var ekki nógu gott. Það þarf að vinna ákveðna grunnvinnu í fótbolta og hún var ekki til staðar hjá okkur.“ FH tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn um síðustu helgi og fagnaði honum innilega eins og vera ber. Liðið náði ekki að kveikja hungrið á ný fyrir leikinn í dag. „Ég hélt að við myndum vilja klára tímabilið á góðum nótum en svo var ekki. FH hefur áður klárað titilinn fyrir síðustu umferð og verið klárir í næsta leik.“ Heimir á ár eftir af samningi sínum við FH en engu að síður mun hana fara yfir stöðuna með forráðamönnum FH áður en lengra verður haldið. „Ég hef sagt það áður að ég verð að öllum líkindum áfram með liðið en við setjumst niður nú þegar tímabilið er búið og ræðum framhaldið,“ sagði Heimir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. Mikið meiri ákefð var í liði Fylkis sem ætlaði ekki að gefa FH neitt í leiknum. Heimamenn voru mikið sprækari og unnu verðskuldaðan sigur. FH-ingar fögnuðu titlinum um síðustu helgi og virtist fögnuðurinn enn sitja í liðinu. Leikur liðsins var hægur og fáir leikmenn liðsins sem voru nállægt því að sýna sitt rétta andlit. Fylkir komst snemma yfir og þegar FH jafnaði skoraði Fylkir aftur strax tveimur mínútum síðar. Fylkir var 2-1 yfir í hálfleik og náði Heimir Guðjónsson þjálfari FH ekki að kveikja í sínum mönnum í hálfleik því Fylkir var mun betra liðið á vellinum bæði fyrir og eftir leikhlé. Fylkir komst í 3-1 og þó FH hafi minnkað muninn þegar 18 mínútur voru til leiksloka var Fylkir alltaf líklegra til að bæta við mörkum en FH að jafna. Fylkir fékk öll bestu færi leiksins og fyrir utan mörkin tvö náði FH lítið sem ekkert að ógna mark heimamanna sem náðu í 7 stig í þremur síðustu leikjum sínum í sumar en liðið hafnaði í 8. sæti með 29 stig, sæti á eftir ÍA á markamun. Hermann: Mikilvægt að enda velHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis horfði á lið sitt úr stúkunni í dag og var býsna ánægður með það sem hann sá. „Þetta var frábær leikurinn hjá strákunum. Menn voru afslappaðir og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Hermann. „Við settum pressu á þá hátt á vellinum. Við vorum grimmir og okkur langaði að enda þetta með stæl. Það sýndi sig.“ Fylkir endaði tímabilið vel og náði í sjö stig í þremur síðustu leikjum sínum á leiktíðinni. „Við erum að stíga í rétta átt. Þrír síðustu leikir hafa verið mjög öflugir. Við endum á tveimur sigurleikjum á heimavelli sem kom ekki of oft fyrir í sumar. „Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er gott að enda þetta vel. Það er mikilvægt að enda vel,“ sagði Hermann. Heimir: Annað liðið vildi vinna og hitt ekki„Hér voru tvö lið sem höfðu ekki að miklu að keppa og annað liðið hafði áhuga á að vinna leikinn og hitt ekki og úrslitin voru eftir því,“ sagði Heimir Guðjónsson ósáttur þjálfari FH í leikslok. „Hugarfarið var ekki nógu gott. Það þarf að vinna ákveðna grunnvinnu í fótbolta og hún var ekki til staðar hjá okkur.“ FH tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn um síðustu helgi og fagnaði honum innilega eins og vera ber. Liðið náði ekki að kveikja hungrið á ný fyrir leikinn í dag. „Ég hélt að við myndum vilja klára tímabilið á góðum nótum en svo var ekki. FH hefur áður klárað titilinn fyrir síðustu umferð og verið klárir í næsta leik.“ Heimir á ár eftir af samningi sínum við FH en engu að síður mun hana fara yfir stöðuna með forráðamönnum FH áður en lengra verður haldið. „Ég hef sagt það áður að ég verð að öllum líkindum áfram með liðið en við setjumst niður nú þegar tímabilið er búið og ræðum framhaldið,“ sagði Heimir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira