Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 3-2 | Meistararnir töpuðu á Flórídanavellinum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 3. október 2015 00:01 Steven Lennon er í baráttunni um skó. vísir/ernir Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. Mikið meiri ákefð var í liði Fylkis sem ætlaði ekki að gefa FH neitt í leiknum. Heimamenn voru mikið sprækari og unnu verðskuldaðan sigur. FH-ingar fögnuðu titlinum um síðustu helgi og virtist fögnuðurinn enn sitja í liðinu. Leikur liðsins var hægur og fáir leikmenn liðsins sem voru nállægt því að sýna sitt rétta andlit. Fylkir komst snemma yfir og þegar FH jafnaði skoraði Fylkir aftur strax tveimur mínútum síðar. Fylkir var 2-1 yfir í hálfleik og náði Heimir Guðjónsson þjálfari FH ekki að kveikja í sínum mönnum í hálfleik því Fylkir var mun betra liðið á vellinum bæði fyrir og eftir leikhlé. Fylkir komst í 3-1 og þó FH hafi minnkað muninn þegar 18 mínútur voru til leiksloka var Fylkir alltaf líklegra til að bæta við mörkum en FH að jafna. Fylkir fékk öll bestu færi leiksins og fyrir utan mörkin tvö náði FH lítið sem ekkert að ógna mark heimamanna sem náðu í 7 stig í þremur síðustu leikjum sínum í sumar en liðið hafnaði í 8. sæti með 29 stig, sæti á eftir ÍA á markamun. Hermann: Mikilvægt að enda velHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis horfði á lið sitt úr stúkunni í dag og var býsna ánægður með það sem hann sá. „Þetta var frábær leikurinn hjá strákunum. Menn voru afslappaðir og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Hermann. „Við settum pressu á þá hátt á vellinum. Við vorum grimmir og okkur langaði að enda þetta með stæl. Það sýndi sig.“ Fylkir endaði tímabilið vel og náði í sjö stig í þremur síðustu leikjum sínum á leiktíðinni. „Við erum að stíga í rétta átt. Þrír síðustu leikir hafa verið mjög öflugir. Við endum á tveimur sigurleikjum á heimavelli sem kom ekki of oft fyrir í sumar. „Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er gott að enda þetta vel. Það er mikilvægt að enda vel,“ sagði Hermann. Heimir: Annað liðið vildi vinna og hitt ekki„Hér voru tvö lið sem höfðu ekki að miklu að keppa og annað liðið hafði áhuga á að vinna leikinn og hitt ekki og úrslitin voru eftir því,“ sagði Heimir Guðjónsson ósáttur þjálfari FH í leikslok. „Hugarfarið var ekki nógu gott. Það þarf að vinna ákveðna grunnvinnu í fótbolta og hún var ekki til staðar hjá okkur.“ FH tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn um síðustu helgi og fagnaði honum innilega eins og vera ber. Liðið náði ekki að kveikja hungrið á ný fyrir leikinn í dag. „Ég hélt að við myndum vilja klára tímabilið á góðum nótum en svo var ekki. FH hefur áður klárað titilinn fyrir síðustu umferð og verið klárir í næsta leik.“ Heimir á ár eftir af samningi sínum við FH en engu að síður mun hana fara yfir stöðuna með forráðamönnum FH áður en lengra verður haldið. „Ég hef sagt það áður að ég verð að öllum líkindum áfram með liðið en við setjumst niður nú þegar tímabilið er búið og ræðum framhaldið,“ sagði Heimir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. Mikið meiri ákefð var í liði Fylkis sem ætlaði ekki að gefa FH neitt í leiknum. Heimamenn voru mikið sprækari og unnu verðskuldaðan sigur. FH-ingar fögnuðu titlinum um síðustu helgi og virtist fögnuðurinn enn sitja í liðinu. Leikur liðsins var hægur og fáir leikmenn liðsins sem voru nállægt því að sýna sitt rétta andlit. Fylkir komst snemma yfir og þegar FH jafnaði skoraði Fylkir aftur strax tveimur mínútum síðar. Fylkir var 2-1 yfir í hálfleik og náði Heimir Guðjónsson þjálfari FH ekki að kveikja í sínum mönnum í hálfleik því Fylkir var mun betra liðið á vellinum bæði fyrir og eftir leikhlé. Fylkir komst í 3-1 og þó FH hafi minnkað muninn þegar 18 mínútur voru til leiksloka var Fylkir alltaf líklegra til að bæta við mörkum en FH að jafna. Fylkir fékk öll bestu færi leiksins og fyrir utan mörkin tvö náði FH lítið sem ekkert að ógna mark heimamanna sem náðu í 7 stig í þremur síðustu leikjum sínum í sumar en liðið hafnaði í 8. sæti með 29 stig, sæti á eftir ÍA á markamun. Hermann: Mikilvægt að enda velHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis horfði á lið sitt úr stúkunni í dag og var býsna ánægður með það sem hann sá. „Þetta var frábær leikurinn hjá strákunum. Menn voru afslappaðir og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Hermann. „Við settum pressu á þá hátt á vellinum. Við vorum grimmir og okkur langaði að enda þetta með stæl. Það sýndi sig.“ Fylkir endaði tímabilið vel og náði í sjö stig í þremur síðustu leikjum sínum á leiktíðinni. „Við erum að stíga í rétta átt. Þrír síðustu leikir hafa verið mjög öflugir. Við endum á tveimur sigurleikjum á heimavelli sem kom ekki of oft fyrir í sumar. „Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er gott að enda þetta vel. Það er mikilvægt að enda vel,“ sagði Hermann. Heimir: Annað liðið vildi vinna og hitt ekki„Hér voru tvö lið sem höfðu ekki að miklu að keppa og annað liðið hafði áhuga á að vinna leikinn og hitt ekki og úrslitin voru eftir því,“ sagði Heimir Guðjónsson ósáttur þjálfari FH í leikslok. „Hugarfarið var ekki nógu gott. Það þarf að vinna ákveðna grunnvinnu í fótbolta og hún var ekki til staðar hjá okkur.“ FH tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn um síðustu helgi og fagnaði honum innilega eins og vera ber. Liðið náði ekki að kveikja hungrið á ný fyrir leikinn í dag. „Ég hélt að við myndum vilja klára tímabilið á góðum nótum en svo var ekki. FH hefur áður klárað titilinn fyrir síðustu umferð og verið klárir í næsta leik.“ Heimir á ár eftir af samningi sínum við FH en engu að síður mun hana fara yfir stöðuna með forráðamönnum FH áður en lengra verður haldið. „Ég hef sagt það áður að ég verð að öllum líkindum áfram með liðið en við setjumst niður nú þegar tímabilið er búið og ræðum framhaldið,“ sagði Heimir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira