Tíu tímamótaleikir í tölum hjá strákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2015 07:00 Strákarnir okkar eru komnir á EM. vísir/getty Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta eru komnir á EM eins og allir vita, en þeir luku undankeppninni á þriðjudagskvöldið með 1-0 tapi gegn Tyrklandi í Konya. Þetta var söguleg undankeppni þar sem íslenska liðið komst á stórmót í fyrsta sinn og var margt merkilegt í gangi þegar horft er í tölurnar. Hér að neðan er farið yfir undankeppninna þar sem strákarnir okkar spiluðu tíu tímamótaleiki.vísir/getty20 Íslenska landsliðið náði nú í fyrsta sinn í 20 stig í undanriðli fyrir stórmót og bætti metið frá því í síðustu undankeppni um þrjú stig.+11 Íslenska liðið var með markatöluna 17-6 í 10 leikjum sínum í A-riðli og hefur aldrei áður verið með betri markatölu í einni undankeppni. Gamla metið var frá því í undankeppni EM 2000 þegar liðið var með 5 mörk í plús (12-7).6 & 6 Talan 6 er táknræn fyrir varnarleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 því íslenska liðið fékk sex mörk á sig og hélt sex sinnum hreinu í tíu leikjum. Ísland hafði mest áður haldið fimm sinnum hreinu í einni undankeppni.vísir/getty2 af 9 Íslenska liðið náði aðeins í tvö af níu stigum í boði í síðustu þremur leikjum sínum í A-riðlinum. Það voru bara Lettar (1 stig) sem fengu færri stig í síðustu þremur umferðum riðilsins.6 Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum en hann skoraði sex mörk í leikjunum tíu. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði líka 6 mörk í undankeppni HM 2006.1 Ragnar Sigurðsson var eini leikmaður íslenska liðsins sem spilaði allar 900 mínúturnar í leikjum Íslands í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson kom næstur með 889 mínútur og Birkir Bjarnason var inni á vellinum í 867 mínútur.8 leikmenn skoruðu fyrir íslenska liðið í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 6 mörk og Kolbeinn Sigþórsson var með 3 mörk en þeir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir tvö mörk. Eiður Smári Guðjohnsen, Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason komust líka allir á blað.vísir/getty0 Íslenska liðið tapaði ekki leik á Laugardalsvellinum í þessari undankeppni og er það í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið er taplaust á heimavelli í einni undankeppni.22+2 Birkir Bjarnason fiskaði bæði flestar aukaspyrnur (22) og flestar vítaspyrnur (2) í keppninni. Birkir fékk vítaspyrnu í báðum leikjum Íslands á móti Hollandi. Gylfi Þór Sigurðsson fékk næstflestar aukaspyrnur, einni fleiri en fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.94% Theódór Elmar Bjarnason var með besta sendingarhlutfallið innan íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði UEFA en 144 af 154 sendingum hans heppnuðust. Sendingar Ragnars Sigurðssonar (396 af 442) og Emils Hallfreðssonar (197 af 218) heppnuðust einnig í 90 prósentum tilvika.10 Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 10 af 17 mörkum íslenska landsliðsins í A-riðlinum. Hann skoraði sex mörk sjálfur, gaf þrjár stoðsendingar og þá var fylgt á eftir einu skota hans. Birkir Bjarnason átti þátt í fimm mörkum og Kolbeinn Sigþórsson átti þátt í fjórum mörkum.vísir/getty1-45 Íslenska landsliðið fékk ekki á sig eitt einasta mark á fyrstu 45 mínútum leikja sinna í keppninni. Eina markið sem íslensku strákarnir fengu á sig í fyrri hálfleik kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks úti í Tékklandi.36 Íslenska karlalandsliðið náði í 36 stig út úr 20 leikjum sínum í fyrstu tveimur undankeppnum sínum undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck (HM 2014 og EM 2016) en var bara með samtals 34 stig í húsi í fimm undankeppnum sínum frá EM 2004 til EM 2012.15 Eitt af fáum metum sem féllu ekki var markamet íslenska liðsins frá því í undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir skoruðu bara tvö mörk í þremur síðustu leikjum sínum í A-riðlinum og enduðu með 15 mörk í 10 leikjum eða tveimur mörkum færra en í undankeppni HM 2014.4% Íslenska landsliðið var yfir í 398 mínútur í tíu leikjum sínum í A-riðlinum (44 prósent leiktímans) en mótherjar liðsins voru aftur á móti aðeins yfir í samtals 35 mínútur eða 4 prósent leiktímans.36-6-13 Eiður Smári Guðjohnsen bætti met Guðna Bergssonar yfir lengsta landsliðsferilinn þegar hann spilaði (18 ár – 11 mánuðir – 5 dagar) og skoraði á móti Kasakstan í mars en Eiður varð um leið sá fjórði elsti til að skora í undankeppni EM frá upphafi á eftir þeim Jari Litmanen, John Aldridge og Krasimir Balakov (36 ára, 6 mánaða og 13 daga). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta eru komnir á EM eins og allir vita, en þeir luku undankeppninni á þriðjudagskvöldið með 1-0 tapi gegn Tyrklandi í Konya. Þetta var söguleg undankeppni þar sem íslenska liðið komst á stórmót í fyrsta sinn og var margt merkilegt í gangi þegar horft er í tölurnar. Hér að neðan er farið yfir undankeppninna þar sem strákarnir okkar spiluðu tíu tímamótaleiki.vísir/getty20 Íslenska landsliðið náði nú í fyrsta sinn í 20 stig í undanriðli fyrir stórmót og bætti metið frá því í síðustu undankeppni um þrjú stig.+11 Íslenska liðið var með markatöluna 17-6 í 10 leikjum sínum í A-riðli og hefur aldrei áður verið með betri markatölu í einni undankeppni. Gamla metið var frá því í undankeppni EM 2000 þegar liðið var með 5 mörk í plús (12-7).6 & 6 Talan 6 er táknræn fyrir varnarleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 því íslenska liðið fékk sex mörk á sig og hélt sex sinnum hreinu í tíu leikjum. Ísland hafði mest áður haldið fimm sinnum hreinu í einni undankeppni.vísir/getty2 af 9 Íslenska liðið náði aðeins í tvö af níu stigum í boði í síðustu þremur leikjum sínum í A-riðlinum. Það voru bara Lettar (1 stig) sem fengu færri stig í síðustu þremur umferðum riðilsins.6 Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum en hann skoraði sex mörk í leikjunum tíu. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði líka 6 mörk í undankeppni HM 2006.1 Ragnar Sigurðsson var eini leikmaður íslenska liðsins sem spilaði allar 900 mínúturnar í leikjum Íslands í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson kom næstur með 889 mínútur og Birkir Bjarnason var inni á vellinum í 867 mínútur.8 leikmenn skoruðu fyrir íslenska liðið í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 6 mörk og Kolbeinn Sigþórsson var með 3 mörk en þeir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir tvö mörk. Eiður Smári Guðjohnsen, Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason komust líka allir á blað.vísir/getty0 Íslenska liðið tapaði ekki leik á Laugardalsvellinum í þessari undankeppni og er það í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið er taplaust á heimavelli í einni undankeppni.22+2 Birkir Bjarnason fiskaði bæði flestar aukaspyrnur (22) og flestar vítaspyrnur (2) í keppninni. Birkir fékk vítaspyrnu í báðum leikjum Íslands á móti Hollandi. Gylfi Þór Sigurðsson fékk næstflestar aukaspyrnur, einni fleiri en fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.94% Theódór Elmar Bjarnason var með besta sendingarhlutfallið innan íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði UEFA en 144 af 154 sendingum hans heppnuðust. Sendingar Ragnars Sigurðssonar (396 af 442) og Emils Hallfreðssonar (197 af 218) heppnuðust einnig í 90 prósentum tilvika.10 Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 10 af 17 mörkum íslenska landsliðsins í A-riðlinum. Hann skoraði sex mörk sjálfur, gaf þrjár stoðsendingar og þá var fylgt á eftir einu skota hans. Birkir Bjarnason átti þátt í fimm mörkum og Kolbeinn Sigþórsson átti þátt í fjórum mörkum.vísir/getty1-45 Íslenska landsliðið fékk ekki á sig eitt einasta mark á fyrstu 45 mínútum leikja sinna í keppninni. Eina markið sem íslensku strákarnir fengu á sig í fyrri hálfleik kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks úti í Tékklandi.36 Íslenska karlalandsliðið náði í 36 stig út úr 20 leikjum sínum í fyrstu tveimur undankeppnum sínum undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck (HM 2014 og EM 2016) en var bara með samtals 34 stig í húsi í fimm undankeppnum sínum frá EM 2004 til EM 2012.15 Eitt af fáum metum sem féllu ekki var markamet íslenska liðsins frá því í undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir skoruðu bara tvö mörk í þremur síðustu leikjum sínum í A-riðlinum og enduðu með 15 mörk í 10 leikjum eða tveimur mörkum færra en í undankeppni HM 2014.4% Íslenska landsliðið var yfir í 398 mínútur í tíu leikjum sínum í A-riðlinum (44 prósent leiktímans) en mótherjar liðsins voru aftur á móti aðeins yfir í samtals 35 mínútur eða 4 prósent leiktímans.36-6-13 Eiður Smári Guðjohnsen bætti met Guðna Bergssonar yfir lengsta landsliðsferilinn þegar hann spilaði (18 ár – 11 mánuðir – 5 dagar) og skoraði á móti Kasakstan í mars en Eiður varð um leið sá fjórði elsti til að skora í undankeppni EM frá upphafi á eftir þeim Jari Litmanen, John Aldridge og Krasimir Balakov (36 ára, 6 mánaða og 13 daga).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira