Tíu tímamótaleikir í tölum hjá strákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2015 07:00 Strákarnir okkar eru komnir á EM. vísir/getty Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta eru komnir á EM eins og allir vita, en þeir luku undankeppninni á þriðjudagskvöldið með 1-0 tapi gegn Tyrklandi í Konya. Þetta var söguleg undankeppni þar sem íslenska liðið komst á stórmót í fyrsta sinn og var margt merkilegt í gangi þegar horft er í tölurnar. Hér að neðan er farið yfir undankeppninna þar sem strákarnir okkar spiluðu tíu tímamótaleiki.vísir/getty20 Íslenska landsliðið náði nú í fyrsta sinn í 20 stig í undanriðli fyrir stórmót og bætti metið frá því í síðustu undankeppni um þrjú stig.+11 Íslenska liðið var með markatöluna 17-6 í 10 leikjum sínum í A-riðli og hefur aldrei áður verið með betri markatölu í einni undankeppni. Gamla metið var frá því í undankeppni EM 2000 þegar liðið var með 5 mörk í plús (12-7).6 & 6 Talan 6 er táknræn fyrir varnarleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 því íslenska liðið fékk sex mörk á sig og hélt sex sinnum hreinu í tíu leikjum. Ísland hafði mest áður haldið fimm sinnum hreinu í einni undankeppni.vísir/getty2 af 9 Íslenska liðið náði aðeins í tvö af níu stigum í boði í síðustu þremur leikjum sínum í A-riðlinum. Það voru bara Lettar (1 stig) sem fengu færri stig í síðustu þremur umferðum riðilsins.6 Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum en hann skoraði sex mörk í leikjunum tíu. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði líka 6 mörk í undankeppni HM 2006.1 Ragnar Sigurðsson var eini leikmaður íslenska liðsins sem spilaði allar 900 mínúturnar í leikjum Íslands í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson kom næstur með 889 mínútur og Birkir Bjarnason var inni á vellinum í 867 mínútur.8 leikmenn skoruðu fyrir íslenska liðið í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 6 mörk og Kolbeinn Sigþórsson var með 3 mörk en þeir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir tvö mörk. Eiður Smári Guðjohnsen, Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason komust líka allir á blað.vísir/getty0 Íslenska liðið tapaði ekki leik á Laugardalsvellinum í þessari undankeppni og er það í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið er taplaust á heimavelli í einni undankeppni.22+2 Birkir Bjarnason fiskaði bæði flestar aukaspyrnur (22) og flestar vítaspyrnur (2) í keppninni. Birkir fékk vítaspyrnu í báðum leikjum Íslands á móti Hollandi. Gylfi Þór Sigurðsson fékk næstflestar aukaspyrnur, einni fleiri en fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.94% Theódór Elmar Bjarnason var með besta sendingarhlutfallið innan íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði UEFA en 144 af 154 sendingum hans heppnuðust. Sendingar Ragnars Sigurðssonar (396 af 442) og Emils Hallfreðssonar (197 af 218) heppnuðust einnig í 90 prósentum tilvika.10 Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 10 af 17 mörkum íslenska landsliðsins í A-riðlinum. Hann skoraði sex mörk sjálfur, gaf þrjár stoðsendingar og þá var fylgt á eftir einu skota hans. Birkir Bjarnason átti þátt í fimm mörkum og Kolbeinn Sigþórsson átti þátt í fjórum mörkum.vísir/getty1-45 Íslenska landsliðið fékk ekki á sig eitt einasta mark á fyrstu 45 mínútum leikja sinna í keppninni. Eina markið sem íslensku strákarnir fengu á sig í fyrri hálfleik kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks úti í Tékklandi.36 Íslenska karlalandsliðið náði í 36 stig út úr 20 leikjum sínum í fyrstu tveimur undankeppnum sínum undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck (HM 2014 og EM 2016) en var bara með samtals 34 stig í húsi í fimm undankeppnum sínum frá EM 2004 til EM 2012.15 Eitt af fáum metum sem féllu ekki var markamet íslenska liðsins frá því í undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir skoruðu bara tvö mörk í þremur síðustu leikjum sínum í A-riðlinum og enduðu með 15 mörk í 10 leikjum eða tveimur mörkum færra en í undankeppni HM 2014.4% Íslenska landsliðið var yfir í 398 mínútur í tíu leikjum sínum í A-riðlinum (44 prósent leiktímans) en mótherjar liðsins voru aftur á móti aðeins yfir í samtals 35 mínútur eða 4 prósent leiktímans.36-6-13 Eiður Smári Guðjohnsen bætti met Guðna Bergssonar yfir lengsta landsliðsferilinn þegar hann spilaði (18 ár – 11 mánuðir – 5 dagar) og skoraði á móti Kasakstan í mars en Eiður varð um leið sá fjórði elsti til að skora í undankeppni EM frá upphafi á eftir þeim Jari Litmanen, John Aldridge og Krasimir Balakov (36 ára, 6 mánaða og 13 daga). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta eru komnir á EM eins og allir vita, en þeir luku undankeppninni á þriðjudagskvöldið með 1-0 tapi gegn Tyrklandi í Konya. Þetta var söguleg undankeppni þar sem íslenska liðið komst á stórmót í fyrsta sinn og var margt merkilegt í gangi þegar horft er í tölurnar. Hér að neðan er farið yfir undankeppninna þar sem strákarnir okkar spiluðu tíu tímamótaleiki.vísir/getty20 Íslenska landsliðið náði nú í fyrsta sinn í 20 stig í undanriðli fyrir stórmót og bætti metið frá því í síðustu undankeppni um þrjú stig.+11 Íslenska liðið var með markatöluna 17-6 í 10 leikjum sínum í A-riðli og hefur aldrei áður verið með betri markatölu í einni undankeppni. Gamla metið var frá því í undankeppni EM 2000 þegar liðið var með 5 mörk í plús (12-7).6 & 6 Talan 6 er táknræn fyrir varnarleik íslenska liðsins í undankeppni EM 2016 því íslenska liðið fékk sex mörk á sig og hélt sex sinnum hreinu í tíu leikjum. Ísland hafði mest áður haldið fimm sinnum hreinu í einni undankeppni.vísir/getty2 af 9 Íslenska liðið náði aðeins í tvö af níu stigum í boði í síðustu þremur leikjum sínum í A-riðlinum. Það voru bara Lettar (1 stig) sem fengu færri stig í síðustu þremur umferðum riðilsins.6 Gylfi Þór Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins í riðlinum en hann skoraði sex mörk í leikjunum tíu. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði líka 6 mörk í undankeppni HM 2006.1 Ragnar Sigurðsson var eini leikmaður íslenska liðsins sem spilaði allar 900 mínúturnar í leikjum Íslands í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson kom næstur með 889 mínútur og Birkir Bjarnason var inni á vellinum í 867 mínútur.8 leikmenn skoruðu fyrir íslenska liðið í undankeppninni. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði 6 mörk og Kolbeinn Sigþórsson var með 3 mörk en þeir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir tvö mörk. Eiður Smári Guðjohnsen, Jón Daði Böðvarsson, Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason komust líka allir á blað.vísir/getty0 Íslenska liðið tapaði ekki leik á Laugardalsvellinum í þessari undankeppni og er það í fyrsta sinn sem íslenska karlalandsliðið er taplaust á heimavelli í einni undankeppni.22+2 Birkir Bjarnason fiskaði bæði flestar aukaspyrnur (22) og flestar vítaspyrnur (2) í keppninni. Birkir fékk vítaspyrnu í báðum leikjum Íslands á móti Hollandi. Gylfi Þór Sigurðsson fékk næstflestar aukaspyrnur, einni fleiri en fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.94% Theódór Elmar Bjarnason var með besta sendingarhlutfallið innan íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði UEFA en 144 af 154 sendingum hans heppnuðust. Sendingar Ragnars Sigurðssonar (396 af 442) og Emils Hallfreðssonar (197 af 218) heppnuðust einnig í 90 prósentum tilvika.10 Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 10 af 17 mörkum íslenska landsliðsins í A-riðlinum. Hann skoraði sex mörk sjálfur, gaf þrjár stoðsendingar og þá var fylgt á eftir einu skota hans. Birkir Bjarnason átti þátt í fimm mörkum og Kolbeinn Sigþórsson átti þátt í fjórum mörkum.vísir/getty1-45 Íslenska landsliðið fékk ekki á sig eitt einasta mark á fyrstu 45 mínútum leikja sinna í keppninni. Eina markið sem íslensku strákarnir fengu á sig í fyrri hálfleik kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks úti í Tékklandi.36 Íslenska karlalandsliðið náði í 36 stig út úr 20 leikjum sínum í fyrstu tveimur undankeppnum sínum undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck (HM 2014 og EM 2016) en var bara með samtals 34 stig í húsi í fimm undankeppnum sínum frá EM 2004 til EM 2012.15 Eitt af fáum metum sem féllu ekki var markamet íslenska liðsins frá því í undankeppni HM 2014. Íslensku strákarnir skoruðu bara tvö mörk í þremur síðustu leikjum sínum í A-riðlinum og enduðu með 15 mörk í 10 leikjum eða tveimur mörkum færra en í undankeppni HM 2014.4% Íslenska landsliðið var yfir í 398 mínútur í tíu leikjum sínum í A-riðlinum (44 prósent leiktímans) en mótherjar liðsins voru aftur á móti aðeins yfir í samtals 35 mínútur eða 4 prósent leiktímans.36-6-13 Eiður Smári Guðjohnsen bætti met Guðna Bergssonar yfir lengsta landsliðsferilinn þegar hann spilaði (18 ár – 11 mánuðir – 5 dagar) og skoraði á móti Kasakstan í mars en Eiður varð um leið sá fjórði elsti til að skora í undankeppni EM frá upphafi á eftir þeim Jari Litmanen, John Aldridge og Krasimir Balakov (36 ára, 6 mánaða og 13 daga).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira