Rætist spádómurinn úr Back to the Future II? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2015 10:30 Marty McFly horfir á skjá í myndinni Back to the Future II þar sem sagt er frá því að Chicago Cubs sé meistari árið 2015. Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. Liðið komst í „Wild Card" leik í ár og vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Pirates. Í kjölfarið tók við rimma gegn sterku liði St. Louis Cardinals sem Cubs var að vinna, 3-1. Sú rimma fær fólk til þess að trúa því að eitthvað sérstakt sé í loftinu og stemningin í Chicago er ótrúleg. Það er mikið talað um það þessa dagana að söguþráðurinn í myndinni Back to the Future II sé að rætast. Sú mynd er frá árinu 1989 og í henni ferðast aðalpersónan, Marty McFly, fram í tímann eða nánar tiltekið til ársins 2015. Er hann kemur þangað eru ótrúlegir hlutir að gerast. Chicago Cubs var að vinna titilinn í hafnaboltanum í fyrsta skipti í 107 ár. Cubs vann úrslitarimmuna gegn Miami sem var ekki með hafnaboltalið árið 1989.Þetta er að gerast. Stuðningsmenn Cubs fagna.vísir/gettyMiami var aftur á móti komið með hafnaboltalið fjórum árum síðar en er ekki í úrslitakeppninni þannig að ekki getur spáin í myndinni alveg gengið upp. „Ég er hafnaboltaáhugamaður og ákvað að skrifa eitthvað sem ætti einfaldlega ekki að geta gengið upp," segir Bob Gale sem skrifaði handrit myndarinnar. „Það var líka mjög gaman að horfa á myndina með áhorfendum á þessum tíma því það hlógu allir að þeim möguleika að Cubs gæti unnið titilinn." Það er enn svolítið í land hjá Cubs en margir standa á bak við liðið og vilja sjá spádóm myndarinnar rætast. Bandaríkjamenn elska Öskubusku-sögur og Cubs er því orðið lið margra í dag. Meira að segja einn harðasti aðdáandi erkióvina Cubs, Obama Bandaríkjaforseti, er farinn að halda með Cubs í ár þó svo hann styðji Chicago White Sox.Congrats @Cubs - even @whitesox fans are rooting for you!— President Obama (@POTUS) October 14, 2015 Erlendar Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. Liðið komst í „Wild Card" leik í ár og vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Pirates. Í kjölfarið tók við rimma gegn sterku liði St. Louis Cardinals sem Cubs var að vinna, 3-1. Sú rimma fær fólk til þess að trúa því að eitthvað sérstakt sé í loftinu og stemningin í Chicago er ótrúleg. Það er mikið talað um það þessa dagana að söguþráðurinn í myndinni Back to the Future II sé að rætast. Sú mynd er frá árinu 1989 og í henni ferðast aðalpersónan, Marty McFly, fram í tímann eða nánar tiltekið til ársins 2015. Er hann kemur þangað eru ótrúlegir hlutir að gerast. Chicago Cubs var að vinna titilinn í hafnaboltanum í fyrsta skipti í 107 ár. Cubs vann úrslitarimmuna gegn Miami sem var ekki með hafnaboltalið árið 1989.Þetta er að gerast. Stuðningsmenn Cubs fagna.vísir/gettyMiami var aftur á móti komið með hafnaboltalið fjórum árum síðar en er ekki í úrslitakeppninni þannig að ekki getur spáin í myndinni alveg gengið upp. „Ég er hafnaboltaáhugamaður og ákvað að skrifa eitthvað sem ætti einfaldlega ekki að geta gengið upp," segir Bob Gale sem skrifaði handrit myndarinnar. „Það var líka mjög gaman að horfa á myndina með áhorfendum á þessum tíma því það hlógu allir að þeim möguleika að Cubs gæti unnið titilinn." Það er enn svolítið í land hjá Cubs en margir standa á bak við liðið og vilja sjá spádóm myndarinnar rætast. Bandaríkjamenn elska Öskubusku-sögur og Cubs er því orðið lið margra í dag. Meira að segja einn harðasti aðdáandi erkióvina Cubs, Obama Bandaríkjaforseti, er farinn að halda með Cubs í ár þó svo hann styðji Chicago White Sox.Congrats @Cubs - even @whitesox fans are rooting for you!— President Obama (@POTUS) October 14, 2015
Erlendar Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira