Rætist spádómurinn úr Back to the Future II? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2015 10:30 Marty McFly horfir á skjá í myndinni Back to the Future II þar sem sagt er frá því að Chicago Cubs sé meistari árið 2015. Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. Liðið komst í „Wild Card" leik í ár og vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Pirates. Í kjölfarið tók við rimma gegn sterku liði St. Louis Cardinals sem Cubs var að vinna, 3-1. Sú rimma fær fólk til þess að trúa því að eitthvað sérstakt sé í loftinu og stemningin í Chicago er ótrúleg. Það er mikið talað um það þessa dagana að söguþráðurinn í myndinni Back to the Future II sé að rætast. Sú mynd er frá árinu 1989 og í henni ferðast aðalpersónan, Marty McFly, fram í tímann eða nánar tiltekið til ársins 2015. Er hann kemur þangað eru ótrúlegir hlutir að gerast. Chicago Cubs var að vinna titilinn í hafnaboltanum í fyrsta skipti í 107 ár. Cubs vann úrslitarimmuna gegn Miami sem var ekki með hafnaboltalið árið 1989.Þetta er að gerast. Stuðningsmenn Cubs fagna.vísir/gettyMiami var aftur á móti komið með hafnaboltalið fjórum árum síðar en er ekki í úrslitakeppninni þannig að ekki getur spáin í myndinni alveg gengið upp. „Ég er hafnaboltaáhugamaður og ákvað að skrifa eitthvað sem ætti einfaldlega ekki að geta gengið upp," segir Bob Gale sem skrifaði handrit myndarinnar. „Það var líka mjög gaman að horfa á myndina með áhorfendum á þessum tíma því það hlógu allir að þeim möguleika að Cubs gæti unnið titilinn." Það er enn svolítið í land hjá Cubs en margir standa á bak við liðið og vilja sjá spádóm myndarinnar rætast. Bandaríkjamenn elska Öskubusku-sögur og Cubs er því orðið lið margra í dag. Meira að segja einn harðasti aðdáandi erkióvina Cubs, Obama Bandaríkjaforseti, er farinn að halda með Cubs í ár þó svo hann styðji Chicago White Sox.Congrats @Cubs - even @whitesox fans are rooting for you!— President Obama (@POTUS) October 14, 2015 Erlendar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Chicago Cubs hefur ekki unnið MLB-hafnaboltadeildina í 107 ár en það er líf í félaginu núna og fólk er farið að trúa á kraftaverk. Liðið komst í „Wild Card" leik í ár og vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Pirates. Í kjölfarið tók við rimma gegn sterku liði St. Louis Cardinals sem Cubs var að vinna, 3-1. Sú rimma fær fólk til þess að trúa því að eitthvað sérstakt sé í loftinu og stemningin í Chicago er ótrúleg. Það er mikið talað um það þessa dagana að söguþráðurinn í myndinni Back to the Future II sé að rætast. Sú mynd er frá árinu 1989 og í henni ferðast aðalpersónan, Marty McFly, fram í tímann eða nánar tiltekið til ársins 2015. Er hann kemur þangað eru ótrúlegir hlutir að gerast. Chicago Cubs var að vinna titilinn í hafnaboltanum í fyrsta skipti í 107 ár. Cubs vann úrslitarimmuna gegn Miami sem var ekki með hafnaboltalið árið 1989.Þetta er að gerast. Stuðningsmenn Cubs fagna.vísir/gettyMiami var aftur á móti komið með hafnaboltalið fjórum árum síðar en er ekki í úrslitakeppninni þannig að ekki getur spáin í myndinni alveg gengið upp. „Ég er hafnaboltaáhugamaður og ákvað að skrifa eitthvað sem ætti einfaldlega ekki að geta gengið upp," segir Bob Gale sem skrifaði handrit myndarinnar. „Það var líka mjög gaman að horfa á myndina með áhorfendum á þessum tíma því það hlógu allir að þeim möguleika að Cubs gæti unnið titilinn." Það er enn svolítið í land hjá Cubs en margir standa á bak við liðið og vilja sjá spádóm myndarinnar rætast. Bandaríkjamenn elska Öskubusku-sögur og Cubs er því orðið lið margra í dag. Meira að segja einn harðasti aðdáandi erkióvina Cubs, Obama Bandaríkjaforseti, er farinn að halda með Cubs í ár þó svo hann styðji Chicago White Sox.Congrats @Cubs - even @whitesox fans are rooting for you!— President Obama (@POTUS) October 14, 2015
Erlendar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira