Lambið og hænan Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 14. október 2015 07:00 Við lestur á grein Tryggva Gíslasonar í Fréttablaðinu í gær varð mér ljóst hvað fyrir manninum vakir með orðræðu sinni við mig. Hann er að reyna að koma því inn hjá lesendum að ég hafi fordóma gagnvart konum og vilji ekki að þær veljist til dómarastarfa. Ekkert er fjær sanni. Satt að segja sýnist mér að ég hljóti að teljast meiri jafnréttissinni en Tryggvi. Ég vil nefnilega að allir njóti sama réttar til að hljóta dómaraembætti, kynferði skipti þar engu máli, aðeins hæfni til að leysa hin erfiðu störf af hendi. Í grein sem ég skrifaði nýlega sagðist ég vera fullkomlega sáttur við að níu konur skipuðu dómarasætin í Hæstarétti ef þær væru hæfustu lögfræðingarnir sem völ væri á. Stjórnarskráin kveður á um að svona skuli þetta vera, því þar segir meðal annars að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Mannréttindin sem þarna er kveðið á um eru fyrir einstaklinga en ekki hópa. Þannig bannar þessi regla það úrræði að velja umsækjanda af öðru kyninu á þeirri forsendu að færri kynbræður eða -systur séu fyrir í starfstéttinni sem um ræðir. Sé það gert er einmitt verið að láta einstaklinga njóta misjafns réttar vegna kynferðis.Gera lítið úr sjálfum sér Í raun og veru eru þeir sem krefjast starfs á grundvelli kynferðis síns en ekki hæfni að gera lítið úr sjálfum sér. Þeir sem slíkar kröfur gera virðast telja sig eftirbáta annarra umsækjenda að hæfni. Að öðrum kosti þyrftu þeir ekki að hafa svona kröfu uppi. Ég get með sanni sagt að konur sem sækjast eftir dómaraembættum þurfa ekki að fara fram undir slíkum formerkjum. Ég tel mig hafa komið auga á margar konur sem ég tel standa framar að lögfræðilegri hæfni en lögfræðingar af karlkyni sem nú sitja í dómarastöðum í Hæstarétti. Tryggvi Gíslason talar til mín af yfirlæti í skjóli þess að hafa einu sinni kennt mér eitthvað sem ég man ekki einu sinni lengur hvað var. Núna finnst mér hann þurfa á fræðslu að halda, einkum um hvað felist í raunverulegu jafnrétti milli einstaklinga. Þetta vil ég án alls yfirlætis reyna að kenna honum, þó að kannski megi þá segja að lambið sé farið að kenna hænunni – eða þannig. Og satt að segja er ég frekar vonlítill um árangur af kennslunni. Hænan mun áreiðanlega bara stinga hausnum undir væng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við lestur á grein Tryggva Gíslasonar í Fréttablaðinu í gær varð mér ljóst hvað fyrir manninum vakir með orðræðu sinni við mig. Hann er að reyna að koma því inn hjá lesendum að ég hafi fordóma gagnvart konum og vilji ekki að þær veljist til dómarastarfa. Ekkert er fjær sanni. Satt að segja sýnist mér að ég hljóti að teljast meiri jafnréttissinni en Tryggvi. Ég vil nefnilega að allir njóti sama réttar til að hljóta dómaraembætti, kynferði skipti þar engu máli, aðeins hæfni til að leysa hin erfiðu störf af hendi. Í grein sem ég skrifaði nýlega sagðist ég vera fullkomlega sáttur við að níu konur skipuðu dómarasætin í Hæstarétti ef þær væru hæfustu lögfræðingarnir sem völ væri á. Stjórnarskráin kveður á um að svona skuli þetta vera, því þar segir meðal annars að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Mannréttindin sem þarna er kveðið á um eru fyrir einstaklinga en ekki hópa. Þannig bannar þessi regla það úrræði að velja umsækjanda af öðru kyninu á þeirri forsendu að færri kynbræður eða -systur séu fyrir í starfstéttinni sem um ræðir. Sé það gert er einmitt verið að láta einstaklinga njóta misjafns réttar vegna kynferðis.Gera lítið úr sjálfum sér Í raun og veru eru þeir sem krefjast starfs á grundvelli kynferðis síns en ekki hæfni að gera lítið úr sjálfum sér. Þeir sem slíkar kröfur gera virðast telja sig eftirbáta annarra umsækjenda að hæfni. Að öðrum kosti þyrftu þeir ekki að hafa svona kröfu uppi. Ég get með sanni sagt að konur sem sækjast eftir dómaraembættum þurfa ekki að fara fram undir slíkum formerkjum. Ég tel mig hafa komið auga á margar konur sem ég tel standa framar að lögfræðilegri hæfni en lögfræðingar af karlkyni sem nú sitja í dómarastöðum í Hæstarétti. Tryggvi Gíslason talar til mín af yfirlæti í skjóli þess að hafa einu sinni kennt mér eitthvað sem ég man ekki einu sinni lengur hvað var. Núna finnst mér hann þurfa á fræðslu að halda, einkum um hvað felist í raunverulegu jafnrétti milli einstaklinga. Þetta vil ég án alls yfirlætis reyna að kenna honum, þó að kannski megi þá segja að lambið sé farið að kenna hænunni – eða þannig. Og satt að segja er ég frekar vonlítill um árangur af kennslunni. Hænan mun áreiðanlega bara stinga hausnum undir væng.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun