Segir sölu Arion banka á hlutum í Símanum dæmi um „spilavítiskapítalisma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2015 13:47 Össur Skarphéðinsson. vísir/vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vandar Kviku og Arion banka ekki kveðjurnar í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Össur segir að bankarnir séu saman að innleiða hér það sem hann kallar „spilavítiskapítalisma“ og segir fyrsta dæmið útboð Arion banka á hlutabréfum í Símanum. „Þar hyglaði Arion sérvöldum viðskiptavinum og útvöldum starfsmönnum með því að leyfa þeim að kaupa hluti í Símanum á lægri gengi en útboðsgengið var. Þannig fengu gæðingar á silfurfati 720 milljónir. Þetta eru fullkomlega óeðlilegir viðskiptahættir.“Sjá einnig:Guðlaugur Þór: „Geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir“ Að mati Össurar er þarna verið að innleiða svipaða viðskiptahætti „og áttu stóran þátt í hruni föllnu bankanna. Þegar hrunadansinn stóð sem hæst völdu bankarnir út fjárfestahópa sem fengu lán úr bönkunum gegn veði í hlutabréfum. Bankinn fjárfesti svo með þeim og þeir með bankanum. Lykilstarfsmenn fengu hlutdeild í öllum kaupum með afslætti. Áður en varði var komin fjórföld til áttföld gírun í pýramídana.“Vill kljúfa bankana í viðskiptabanka og fjárfestingabanka Þetta hugnast þingmanninum ekki en telur að Arion banki sé mögulega að bregðast við samkeppni frá bankanaum Kviku en hann varð til úr MP Straumi á dögunum. Össur gerir fréttatilkynningu bankans að umtalsefni. „Kvika lýsti yfir að bankinn hyggðist innleiða nýja fjárfestingastefnu sem snýr að „samvinnu bankans og viðskiptavinarins” sbr. fréttatilkynningu frá Kviku. Á mæltu máli þýðir þetta að eigendum, starfsmönnum og viðskiptavinum er þvælt saman í eina bendu. Þeir verða allir áhættufjárfestar, án aðgreiningar eða armslengdar sjónarmiða. Bankinn fjárfestir með viðskiptavinum og útvaldir viðskiptavinir með bankanum. Sérvaldir starfsmenn fá að dansa með til að ýta undir frumkvæði og framtak – og það stigmagnar áhættuna. Þegar vel gengur græða allir en þegar blæs á móti tapa allir..“ Össur telur að aðrar fjármálastofnanir munu leiðast inn á sömu braut. Hann vill því kljúfa banka í almenna viðskiptabanka og svo fjárfestingabanka: „Í því ljósi, og eitraðrar reynslu af samskonar gróðrabralli í aðdraganda hrunsins, ætti að vera skýlaus og ófrávíkjanleg krafa að kljúfa bankana í almenna viðskiptabanka og fjárfestingarbanka áður en gjaldeyrishöftum verður aflétt og bankarnir komast aftur á alþjóðlega fjárfestinga- og lánamarkaði. Almenningi verður ekki boðið á það ball. Hann mun hins vegar sitja uppi með afleiðingarnar - fyrr eða síðar.“Arion og Kvika endurreisa spilavítiskapítalismannArion banki og nýi bankinn, Kvika, sem til varð úr MP banka og...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, 13 October 2015 Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vandar Kviku og Arion banka ekki kveðjurnar í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Össur segir að bankarnir séu saman að innleiða hér það sem hann kallar „spilavítiskapítalisma“ og segir fyrsta dæmið útboð Arion banka á hlutabréfum í Símanum. „Þar hyglaði Arion sérvöldum viðskiptavinum og útvöldum starfsmönnum með því að leyfa þeim að kaupa hluti í Símanum á lægri gengi en útboðsgengið var. Þannig fengu gæðingar á silfurfati 720 milljónir. Þetta eru fullkomlega óeðlilegir viðskiptahættir.“Sjá einnig:Guðlaugur Þór: „Geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir“ Að mati Össurar er þarna verið að innleiða svipaða viðskiptahætti „og áttu stóran þátt í hruni föllnu bankanna. Þegar hrunadansinn stóð sem hæst völdu bankarnir út fjárfestahópa sem fengu lán úr bönkunum gegn veði í hlutabréfum. Bankinn fjárfesti svo með þeim og þeir með bankanum. Lykilstarfsmenn fengu hlutdeild í öllum kaupum með afslætti. Áður en varði var komin fjórföld til áttföld gírun í pýramídana.“Vill kljúfa bankana í viðskiptabanka og fjárfestingabanka Þetta hugnast þingmanninum ekki en telur að Arion banki sé mögulega að bregðast við samkeppni frá bankanaum Kviku en hann varð til úr MP Straumi á dögunum. Össur gerir fréttatilkynningu bankans að umtalsefni. „Kvika lýsti yfir að bankinn hyggðist innleiða nýja fjárfestingastefnu sem snýr að „samvinnu bankans og viðskiptavinarins” sbr. fréttatilkynningu frá Kviku. Á mæltu máli þýðir þetta að eigendum, starfsmönnum og viðskiptavinum er þvælt saman í eina bendu. Þeir verða allir áhættufjárfestar, án aðgreiningar eða armslengdar sjónarmiða. Bankinn fjárfestir með viðskiptavinum og útvaldir viðskiptavinir með bankanum. Sérvaldir starfsmenn fá að dansa með til að ýta undir frumkvæði og framtak – og það stigmagnar áhættuna. Þegar vel gengur græða allir en þegar blæs á móti tapa allir..“ Össur telur að aðrar fjármálastofnanir munu leiðast inn á sömu braut. Hann vill því kljúfa banka í almenna viðskiptabanka og svo fjárfestingabanka: „Í því ljósi, og eitraðrar reynslu af samskonar gróðrabralli í aðdraganda hrunsins, ætti að vera skýlaus og ófrávíkjanleg krafa að kljúfa bankana í almenna viðskiptabanka og fjárfestingarbanka áður en gjaldeyrishöftum verður aflétt og bankarnir komast aftur á alþjóðlega fjárfestinga- og lánamarkaði. Almenningi verður ekki boðið á það ball. Hann mun hins vegar sitja uppi með afleiðingarnar - fyrr eða síðar.“Arion og Kvika endurreisa spilavítiskapítalismannArion banki og nýi bankinn, Kvika, sem til varð úr MP banka og...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, 13 October 2015
Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00