Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 98-99 | Óvæntur sigur Snæfellinga á toppliðinu Daníel Rúnarsson í Röstinni skrifar 29. október 2015 21:30 Jón Axel Guðmundsson hefur farið á kostum í fyrstu leikjum vetrarins. vísir/stefán Snæfellingar sóttu óvæntan sigur gegn ósigruðu liði Grindavíkur í kvöld í Mustad höllinni. Fyrirfram var talið að Grindvíkingar færu létt með aðkomumennina af Snæfellsnesinu en rauðklæddir Hólmarar eru ekki vanir að láta valta yfir sig og á því varð engin breyting í kvöld. Grindvíkingar halda þó efsta sætinu að minnsta kosti þangað til að leikir morgundagsins fara fram. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og virtust stýra leiknum. Þrátt fyrir augljósa yfirburði þegar leikmenn liðsins spiluðu af fullri hörku virtist værukærð grípa um sig þess á milli sem varð til þess að Snæfellingar voru aldrei langt undan. Snæfellingar náðu ekki að nýta sér dapran varnarleik Grindvíkinga í fyrri hálfleik og áhlaup undir lok annars leikhluta tryggði Grindvíkingum átta stiga forystu í hálfleiknum. Ingi Þór þjálfari Snæfellinga hefur farið vel yfir leik sinna manna í hálfleiknum og var allt annað að sjá sóknarleik liðsins. Vörn Grindvíkinga var áfram götótt en nú náðu Snæfellingar að nýta færin og settu 30 stig á heimamenn í þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum með tveimur stigum, 69-71. Í fjórða leikhluta var eins og skrúfað væri upp í ofnunum í Mustad-höllinni og varð leikmönnum ansi heitt í hamsi. Kannski kominn tími til. Snæfellingar héldu áfram að setja skotin sín niður og Grindvikingar gerðu slíkt hið sama. Liðin skiptust á að skora nokkrar körfur í röð og þegar komið var að loka mínútu leiksins voru það Snæfellingar sem höfðu frumkvæðið. Grindvíkingar gerðu allt hvað þeir gátu til að snúa leiknum sér í vil en lokaskot hins unga Jóns Axels Guðmundssonar geigaði og óvæntur en mikilvægur sigur Snæfellinga staðreynd, 98-99. Eftir leikinn varð uppi fótur og fit er dómarar leiksins vísuðu Eric "Easy" Wise leikmanni Grindavíkur út úr húsinu og mun hann því væntanlega missa af næsta leik. Sherrod Wright fór hamförum fyrir Snæfellinga og skoraði 37 stig og tók auk þess 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson átti ekki að vera leikfær en setti engu að síður 17 stig tók 6 fráköst. Sigurður hvíldi aðeins í rúmar tvær mínútur þrátt fyrir að vera ráðlagt af sjúkraþjálfara að spila ekki í kvöld. Nýr erlendur leikmaður Grindvíkinga, Eric "Easy" Wise, skilaði 31 stigi og 16 fráköstum en þrátt fyrir þær fínu tölur virtist sóknarleikur Grindvíkinga riðlast umtalsvert með tilkomu Eric Easy. Jóhann Árni skilaði 17 stigum og 7 fráköstum og Jón Axel 16 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.Grindavík-Snæfell 98-99 (26-16, 23-25, 20-30, 29-28)Grindavík: Eric Julian Wise 31/16 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 16/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 11/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 5, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Hilmir Kristjánsson 3, Páll Axel Vilbergsson 2/5 fráköst/3 varin skot.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 37/4 fráköst/6 stolnir, Stefán Karel Torfason 20/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9, Óli Ragnar Alexandersson 4.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.Vísir/StefánIngi Þór: Austin með pung undir stellinu Þjálfari Snæfellingar var sigurreifur að leik loknum en gaf lítið fyrir að sigur hans manna hefði verið óvæntur. "Við höfðum fulla trú á þessu þó að Boss-klæddu mennirnir hefðu hana ekki. Við lendum að vísu 16 stigum undir og leikurinn virtist vera að fjara út en flottur lokakafli í fyrri hálfleik og þriðji leikhlutinn héldu okkur inni í þessu. Smátt og smátt tókst okkur að minnka þetta niður og liðsbragurinn sem við þurfum nauðsynlega á að halda kom inn." sagði Ingi skömmu eftir leik. Það fór ekki mikið fyrir Austin Bracey í fyrri hálfleik en hann var lykilmaður í endurkomu Snæfellinga í seinni hálfleik. "Austin fór inn í klefa og kom út í seinni hálfleikinn með pung undir stellinu. Það er bara þannig. Sherrod var líka flottur en hann fer samt beint á vítaæfingu í nótt. Við fórum illa með vítaskotin í kvöld." Sigurði Þorvaldssyni var ráðlagt að spila ekki leikinn í kvöld vegna meiðsla í kálfa en fyrirliðinn spilaði engu að síður rúmar 37 mínútur af 40. "Siggi er meiddur en hann tók bara Voltaren Rapid og var klár. Ég er afar stoltur af fyrirliðanum mínum að spila þrátt fyrir að vera ráðlagt annað. Við verðum að tjalda öllu sem við erum með enda ekki með full mannað lið og við tökum þessi tvö stig með feginsglotti" sagði refurinn Ingi Þór að lokum.Jóhann Ólafsson: Vorum áhugalausir Jóhann Ólafsson þjálfari Grindvíkinga var niðurlútur er hann kom í viðtal við undirritaðann að leik loknum. "Ég kvitta alveg undir að við vorum áhugalausir. Vorum eiginlega bara slakir. Allt sem hefur einkennt okkar leik var ekki til staðar. Liðsheildina og flæðið í sóknarleiknum bara vantaði. Menn voru hver í sínu horni í einhverju móki og töldu sig geta hlaupið einir á móti fimm og skorað 2-3 körfur í einu. Vorum rosalega stífir sóknarlega. Varnarlega vorum við líka slakir. Við skorum 98 stig sem á að duga og því er það í raun vörnin sem klikkar." sagði Jóhann. Nýr erlendur leikmaður Grindavíkur skilaði ágætis tölfræði en lét reka sig út úr húsi eftir að leiknum var lokið. "Þeir (innsk. dómararnir) segja að hann hafi dissað þá eitthvað eftir leikinn. Einhver viðkvæmni hjá þeim. En hann stóð sig ágætlega og er fínn spilari sem við þurfum bara að koma inn í okkar leik."Jóhann Árni: Er eiginlega bara orðlaus "Ég er eiginlega bara orðlaus eftir þetta. Mér fannst við vera mikið betri en þeir þegar við vorum að gera hlutina rétt en svo fórum við útúr okkar leik og þá erum við töluvert minna góðir. Nýi kaninn er að trufla flæðið í sókninni enda bara verið með okkur í 5 daga. Við spilum flókinn sóknarleik sem tekur tíma að koma inn. En hann verður flottur þegar hann er kominn inn í þetta. En þetta var bara döpur frammistaða. Við vorum líka daprir í fyrri hálfleik en þá hittu þeir bara ekki úr færunum sínum." sagði Jóhann álíka niðurlútur og þjálfarinn nafni hans.Sherrod Nigel: Fer beint að æfa vítinSherrod fór hamförum á parketinu í Mustad höllinni í kvöld og skildi eftir sig 37 stig á töflunni. En átti hann von á að fara heim í Hólminn með tvö stig í farteskinu? "Bæði lið spiluðu af hörku en við vorum sterkari í lokin. Við vorum litla liðið í þessum leik og vorum harðákveðnir í að mæta vel gíraðir til leiks. Ég átti fínan leik en nýtti vítin mín illa og fer beint á vítaæfingu þegar við komum heim í nótt." sagði þessi brosmildi leikmaður í leikslok.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Snæfellingar sóttu óvæntan sigur gegn ósigruðu liði Grindavíkur í kvöld í Mustad höllinni. Fyrirfram var talið að Grindvíkingar færu létt með aðkomumennina af Snæfellsnesinu en rauðklæddir Hólmarar eru ekki vanir að láta valta yfir sig og á því varð engin breyting í kvöld. Grindvíkingar halda þó efsta sætinu að minnsta kosti þangað til að leikir morgundagsins fara fram. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og virtust stýra leiknum. Þrátt fyrir augljósa yfirburði þegar leikmenn liðsins spiluðu af fullri hörku virtist værukærð grípa um sig þess á milli sem varð til þess að Snæfellingar voru aldrei langt undan. Snæfellingar náðu ekki að nýta sér dapran varnarleik Grindvíkinga í fyrri hálfleik og áhlaup undir lok annars leikhluta tryggði Grindvíkingum átta stiga forystu í hálfleiknum. Ingi Þór þjálfari Snæfellinga hefur farið vel yfir leik sinna manna í hálfleiknum og var allt annað að sjá sóknarleik liðsins. Vörn Grindvíkinga var áfram götótt en nú náðu Snæfellingar að nýta færin og settu 30 stig á heimamenn í þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum með tveimur stigum, 69-71. Í fjórða leikhluta var eins og skrúfað væri upp í ofnunum í Mustad-höllinni og varð leikmönnum ansi heitt í hamsi. Kannski kominn tími til. Snæfellingar héldu áfram að setja skotin sín niður og Grindvikingar gerðu slíkt hið sama. Liðin skiptust á að skora nokkrar körfur í röð og þegar komið var að loka mínútu leiksins voru það Snæfellingar sem höfðu frumkvæðið. Grindvíkingar gerðu allt hvað þeir gátu til að snúa leiknum sér í vil en lokaskot hins unga Jóns Axels Guðmundssonar geigaði og óvæntur en mikilvægur sigur Snæfellinga staðreynd, 98-99. Eftir leikinn varð uppi fótur og fit er dómarar leiksins vísuðu Eric "Easy" Wise leikmanni Grindavíkur út úr húsinu og mun hann því væntanlega missa af næsta leik. Sherrod Wright fór hamförum fyrir Snæfellinga og skoraði 37 stig og tók auk þess 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson átti ekki að vera leikfær en setti engu að síður 17 stig tók 6 fráköst. Sigurður hvíldi aðeins í rúmar tvær mínútur þrátt fyrir að vera ráðlagt af sjúkraþjálfara að spila ekki í kvöld. Nýr erlendur leikmaður Grindvíkinga, Eric "Easy" Wise, skilaði 31 stigi og 16 fráköstum en þrátt fyrir þær fínu tölur virtist sóknarleikur Grindvíkinga riðlast umtalsvert með tilkomu Eric Easy. Jóhann Árni skilaði 17 stigum og 7 fráköstum og Jón Axel 16 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.Grindavík-Snæfell 98-99 (26-16, 23-25, 20-30, 29-28)Grindavík: Eric Julian Wise 31/16 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 16/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 11/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 5, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Hilmir Kristjánsson 3, Páll Axel Vilbergsson 2/5 fráköst/3 varin skot.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 37/4 fráköst/6 stolnir, Stefán Karel Torfason 20/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9, Óli Ragnar Alexandersson 4.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.Vísir/StefánIngi Þór: Austin með pung undir stellinu Þjálfari Snæfellingar var sigurreifur að leik loknum en gaf lítið fyrir að sigur hans manna hefði verið óvæntur. "Við höfðum fulla trú á þessu þó að Boss-klæddu mennirnir hefðu hana ekki. Við lendum að vísu 16 stigum undir og leikurinn virtist vera að fjara út en flottur lokakafli í fyrri hálfleik og þriðji leikhlutinn héldu okkur inni í þessu. Smátt og smátt tókst okkur að minnka þetta niður og liðsbragurinn sem við þurfum nauðsynlega á að halda kom inn." sagði Ingi skömmu eftir leik. Það fór ekki mikið fyrir Austin Bracey í fyrri hálfleik en hann var lykilmaður í endurkomu Snæfellinga í seinni hálfleik. "Austin fór inn í klefa og kom út í seinni hálfleikinn með pung undir stellinu. Það er bara þannig. Sherrod var líka flottur en hann fer samt beint á vítaæfingu í nótt. Við fórum illa með vítaskotin í kvöld." Sigurði Þorvaldssyni var ráðlagt að spila ekki leikinn í kvöld vegna meiðsla í kálfa en fyrirliðinn spilaði engu að síður rúmar 37 mínútur af 40. "Siggi er meiddur en hann tók bara Voltaren Rapid og var klár. Ég er afar stoltur af fyrirliðanum mínum að spila þrátt fyrir að vera ráðlagt annað. Við verðum að tjalda öllu sem við erum með enda ekki með full mannað lið og við tökum þessi tvö stig með feginsglotti" sagði refurinn Ingi Þór að lokum.Jóhann Ólafsson: Vorum áhugalausir Jóhann Ólafsson þjálfari Grindvíkinga var niðurlútur er hann kom í viðtal við undirritaðann að leik loknum. "Ég kvitta alveg undir að við vorum áhugalausir. Vorum eiginlega bara slakir. Allt sem hefur einkennt okkar leik var ekki til staðar. Liðsheildina og flæðið í sóknarleiknum bara vantaði. Menn voru hver í sínu horni í einhverju móki og töldu sig geta hlaupið einir á móti fimm og skorað 2-3 körfur í einu. Vorum rosalega stífir sóknarlega. Varnarlega vorum við líka slakir. Við skorum 98 stig sem á að duga og því er það í raun vörnin sem klikkar." sagði Jóhann. Nýr erlendur leikmaður Grindavíkur skilaði ágætis tölfræði en lét reka sig út úr húsi eftir að leiknum var lokið. "Þeir (innsk. dómararnir) segja að hann hafi dissað þá eitthvað eftir leikinn. Einhver viðkvæmni hjá þeim. En hann stóð sig ágætlega og er fínn spilari sem við þurfum bara að koma inn í okkar leik."Jóhann Árni: Er eiginlega bara orðlaus "Ég er eiginlega bara orðlaus eftir þetta. Mér fannst við vera mikið betri en þeir þegar við vorum að gera hlutina rétt en svo fórum við útúr okkar leik og þá erum við töluvert minna góðir. Nýi kaninn er að trufla flæðið í sókninni enda bara verið með okkur í 5 daga. Við spilum flókinn sóknarleik sem tekur tíma að koma inn. En hann verður flottur þegar hann er kominn inn í þetta. En þetta var bara döpur frammistaða. Við vorum líka daprir í fyrri hálfleik en þá hittu þeir bara ekki úr færunum sínum." sagði Jóhann álíka niðurlútur og þjálfarinn nafni hans.Sherrod Nigel: Fer beint að æfa vítinSherrod fór hamförum á parketinu í Mustad höllinni í kvöld og skildi eftir sig 37 stig á töflunni. En átti hann von á að fara heim í Hólminn með tvö stig í farteskinu? "Bæði lið spiluðu af hörku en við vorum sterkari í lokin. Við vorum litla liðið í þessum leik og vorum harðákveðnir í að mæta vel gíraðir til leiks. Ég átti fínan leik en nýtti vítin mín illa og fer beint á vítaæfingu þegar við komum heim í nótt." sagði þessi brosmildi leikmaður í leikslok.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti