Umfjöllun og viðtöl: FSu - Þór Þ. 75-94 | Montrétturinn til Þorlákshafnar Bjarmi Skarphéðinsson í Iðu skrifar 29. október 2015 22:00 Raggi Nat og félagar í Þór ætla sér tvo punkta í kvöld. vísir/stefán Þór Þorlákshöfn vann fyrsta Suðurlandsslag úrvalsdeildar karla í sex ár þegar liðið vann FSu í Iðu á Selfossi í kvöld. Liðin héldust að fyrstu þrjá leikhlutina en staðan í hálfleik var 42-40, Þórsurum í vil. Gestirnir úr Þorlákshöfn tóku svo öll völd í fjórða leikhluta og skoruðu þá 30 stig gegn aðeins tólf. FSu hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa í deildinni og ávallt gefið eftir undir lokin. Leikir liðsins hafa þó verið jafnari en þessi í kvöld. Vance Hall skoraði 28 stig fyrir Þór í kvöld en Ragnar Nathanaelsson var með sannkallaða tröllatvennu - 23 stig og 21 frákast. Ragnar Bragason var einnig öflugur með 22 stig. Hjá FSu var Chris Anderson langatkvæðamestur með 36 stig. Chris Caird kom næstu rmeð 12 stig en Ari Gylfason var með tíu. Allir voru þeir með átta fráköst í leiknum. Leikurinn var hin mesta skemmtun og mikið af fólki mætti til að taka þátt í fjörinu. FSu fór betur af stað á fyrstu mínútunum og komst í 10-5 forystu en gestirnir voru ekki lengi að bregðast við og jöfnuðu leikinn. Þór hafði svo náð forystunni áður en fyrsti leikhluti var á enda. Gestirnir voru með frumkvæðið lengst af í öðrum leikhluta og stemmningin þeirra megin. FSu kom hins vegar til baka og jafnaði leikinn þegar örfáar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Vance Hall náði samt að skora eina körfu fyrir leikhlé og Þór leiddi í hálfleik, 40-42. Seinni hálfleikur fór vel af stað og liðin skiptust á að hafa forystuna. Þór náði þó að vera fetinu á undan og leiddi eftir þriðja leikhluta, 64-63. Fjórði leikhlutinn hefur verið vandamál hjá FSu í haust og engin breyting varð á í kvöld. Vance Hall tók málin í sínar hendur og fór fyrir Þórsurum sem unnu að lokum öruggan 21 stigs sigur.FSu-Þór Þ. 75-94 (21-23, 19-19, 23-22, 12-30)FSu: Christopher Anderson 36/8 fráköst, Cristopher Caird 12/8 fráköst, Ari Gylfason 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 9, Gunnar Ingi Harðarson 8/4 fráköst, Birkir Víðisson 0, Geir Elías Úlfur Helgason 0, Maciej Klimaszewski 0/6 fráköst.Þór Þ.: Vance Michael Hall 28/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 23/21 fráköst/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 22, Baldur Þór Ragnarsson 9/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 3/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3.Vance Hall: Eigum margt eftir ólært Vance Hall var maðurinn sem tók málin í sínar hendur í lok leiks þegar FSu og Þór mættust í kvöld en sagði þó að sigurinn væri góður liðssigur. „Þetta var liðssigur. Við byrjuðum frekar flatir en náðum að þjappa okkur saman í lok leiksins og tryggja okkur sigur," sagði Vance sem segir að liðið sé á góðum stað en eigi samt mikið inni. „Við eigum margt eftir ólært en mér líkar vel við liðið og við erum að bæta okkur æi hverjum leik sem er jákvætt," bætti hann við en Hall þykir gæðin í deildinni mikil og leikirnir hraðir og erfiðir. Hann er einnig spenntur fyrir framhaldinu hjá Þórsurum. „Við komum í hvern leik til að bæta okkur og næstu leiki verðum við að mæta og spila okkar leik og halda áfram að spila hörkuvörn."Einar Árni: Frábær fjórði leikhluti Einar Árni var að vonum ánægður með sigurinn í sínum fyrsta Suðurlandsslag. „Ég er virkilega sáttur og upp úr stendur frábær fjórði leikhluti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn liði sem langar mikið að vinna sinn fyrsta leik, þannig að ég fer sáttur heim." Einar segir sína menn hafa náð tökum á FSu í seinni hálfleik varnarlega. „Við gáfum þeim full mikið í fyrri hálfleik og þeir voru að sækja á okkur í fráköstum og miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni var ég samt sáttur að fara inn í hálfleikinn með forystu." Hann segir sitt lið enn vera að læra en er þó sáttur við góða sigra í síðustu tveimur leikjum. „Okkur líður vel í dag eftir tvo góða sigra en við erum ungt lið eins og FSu. Við erum ekki með mikla reynslu en eftir tap í fyrstu umferð finnst mér við hafa stigið upp í varnarleik okkar og það er flottur stígandi hjá okkur."Olson: Verðum að trúa á okkur sjálfa Erik Olson, þjálfari FSu, var mjög vonsvikinn með hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik. „Við vorum ekki að vinna nógu vel saman og hlutirnir urðu mjög þvingaðir í sókinni hjá okkur í lokin sem varð til þess að við misstum þá frá okkur í lok leiksins." Erik segir erfitt að sætta sig við lokatölurnar miðað við framlag sinna manna fyrstu 30 mínuturnar en fjórði leikhluti hefur verið þeim erfiður í byrjun tímabilsins. "Chris Anderson var mjög góður í kvöld en okkur vantaði meira framlag frá fleirum í lokin. Nú er bara að þétta raðirnar og halda áfram og vinna í okkar veikleikum." Hann segir deildina góða alla leik erfiða en líst vel á framhaldið þrátt fyrir fjóra tapleiki í röð. „Við verðum að trúa á okkur sjálfa, sigrarnir koma ekki sjálfkrafa og við vinnum ekki leiki með því að spila vel í þrjá leikhluta. Við brotnum of auðveldlega undan álagi eins og er í fjórða leikhluta en ef við höldum áfram að vinna í okkar leik og vinnum saman sem heild og trúum á verkefnið þá er allt hægt."Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Þór Þorlákshöfn vann fyrsta Suðurlandsslag úrvalsdeildar karla í sex ár þegar liðið vann FSu í Iðu á Selfossi í kvöld. Liðin héldust að fyrstu þrjá leikhlutina en staðan í hálfleik var 42-40, Þórsurum í vil. Gestirnir úr Þorlákshöfn tóku svo öll völd í fjórða leikhluta og skoruðu þá 30 stig gegn aðeins tólf. FSu hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa í deildinni og ávallt gefið eftir undir lokin. Leikir liðsins hafa þó verið jafnari en þessi í kvöld. Vance Hall skoraði 28 stig fyrir Þór í kvöld en Ragnar Nathanaelsson var með sannkallaða tröllatvennu - 23 stig og 21 frákast. Ragnar Bragason var einnig öflugur með 22 stig. Hjá FSu var Chris Anderson langatkvæðamestur með 36 stig. Chris Caird kom næstu rmeð 12 stig en Ari Gylfason var með tíu. Allir voru þeir með átta fráköst í leiknum. Leikurinn var hin mesta skemmtun og mikið af fólki mætti til að taka þátt í fjörinu. FSu fór betur af stað á fyrstu mínútunum og komst í 10-5 forystu en gestirnir voru ekki lengi að bregðast við og jöfnuðu leikinn. Þór hafði svo náð forystunni áður en fyrsti leikhluti var á enda. Gestirnir voru með frumkvæðið lengst af í öðrum leikhluta og stemmningin þeirra megin. FSu kom hins vegar til baka og jafnaði leikinn þegar örfáar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Vance Hall náði samt að skora eina körfu fyrir leikhlé og Þór leiddi í hálfleik, 40-42. Seinni hálfleikur fór vel af stað og liðin skiptust á að hafa forystuna. Þór náði þó að vera fetinu á undan og leiddi eftir þriðja leikhluta, 64-63. Fjórði leikhlutinn hefur verið vandamál hjá FSu í haust og engin breyting varð á í kvöld. Vance Hall tók málin í sínar hendur og fór fyrir Þórsurum sem unnu að lokum öruggan 21 stigs sigur.FSu-Þór Þ. 75-94 (21-23, 19-19, 23-22, 12-30)FSu: Christopher Anderson 36/8 fráköst, Cristopher Caird 12/8 fráköst, Ari Gylfason 10/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 9, Gunnar Ingi Harðarson 8/4 fráköst, Birkir Víðisson 0, Geir Elías Úlfur Helgason 0, Maciej Klimaszewski 0/6 fráköst.Þór Þ.: Vance Michael Hall 28/7 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 23/21 fráköst/3 varin skot, Ragnar Örn Bragason 22, Baldur Þór Ragnarsson 9/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 6/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 3/5 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3.Vance Hall: Eigum margt eftir ólært Vance Hall var maðurinn sem tók málin í sínar hendur í lok leiks þegar FSu og Þór mættust í kvöld en sagði þó að sigurinn væri góður liðssigur. „Þetta var liðssigur. Við byrjuðum frekar flatir en náðum að þjappa okkur saman í lok leiksins og tryggja okkur sigur," sagði Vance sem segir að liðið sé á góðum stað en eigi samt mikið inni. „Við eigum margt eftir ólært en mér líkar vel við liðið og við erum að bæta okkur æi hverjum leik sem er jákvætt," bætti hann við en Hall þykir gæðin í deildinni mikil og leikirnir hraðir og erfiðir. Hann er einnig spenntur fyrir framhaldinu hjá Þórsurum. „Við komum í hvern leik til að bæta okkur og næstu leiki verðum við að mæta og spila okkar leik og halda áfram að spila hörkuvörn."Einar Árni: Frábær fjórði leikhluti Einar Árni var að vonum ánægður með sigurinn í sínum fyrsta Suðurlandsslag. „Ég er virkilega sáttur og upp úr stendur frábær fjórði leikhluti. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur gegn liði sem langar mikið að vinna sinn fyrsta leik, þannig að ég fer sáttur heim." Einar segir sína menn hafa náð tökum á FSu í seinni hálfleik varnarlega. „Við gáfum þeim full mikið í fyrri hálfleik og þeir voru að sækja á okkur í fráköstum og miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni var ég samt sáttur að fara inn í hálfleikinn með forystu." Hann segir sitt lið enn vera að læra en er þó sáttur við góða sigra í síðustu tveimur leikjum. „Okkur líður vel í dag eftir tvo góða sigra en við erum ungt lið eins og FSu. Við erum ekki með mikla reynslu en eftir tap í fyrstu umferð finnst mér við hafa stigið upp í varnarleik okkar og það er flottur stígandi hjá okkur."Olson: Verðum að trúa á okkur sjálfa Erik Olson, þjálfari FSu, var mjög vonsvikinn með hvernig leikurinn þróaðist í seinni hálfleik. „Við vorum ekki að vinna nógu vel saman og hlutirnir urðu mjög þvingaðir í sókinni hjá okkur í lokin sem varð til þess að við misstum þá frá okkur í lok leiksins." Erik segir erfitt að sætta sig við lokatölurnar miðað við framlag sinna manna fyrstu 30 mínuturnar en fjórði leikhluti hefur verið þeim erfiður í byrjun tímabilsins. "Chris Anderson var mjög góður í kvöld en okkur vantaði meira framlag frá fleirum í lokin. Nú er bara að þétta raðirnar og halda áfram og vinna í okkar veikleikum." Hann segir deildina góða alla leik erfiða en líst vel á framhaldið þrátt fyrir fjóra tapleiki í röð. „Við verðum að trúa á okkur sjálfa, sigrarnir koma ekki sjálfkrafa og við vinnum ekki leiki með því að spila vel í þrjá leikhluta. Við brotnum of auðveldlega undan álagi eins og er í fjórða leikhluta en ef við höldum áfram að vinna í okkar leik og vinnum saman sem heild og trúum á verkefnið þá er allt hægt."Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti