Bonneau ætlar að snúa aftur fyrir úrslitakeppnina Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 08:30 Bonneau í leik með Njarðvík. Vísir Stefan Bonneau, besti leikmaður Domino's-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og verður mögulega ekkert með vegna slitinnar hásinar. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að hann reiknaði ekki með bakverðinum magnaða á þessari leiktíð. „Endurhæfingin gengur ágætlega,“ sagði Bonneau brosmildur að vanda þegar Fréttablaðið ræddi við hann í Ljónagryfjunni í gær. Hann skokkaði þar rólega um og tók skot með samlanda sínum Marquise Simmons fyrir framan spennta krakka sem fylgdust með hetjunum sínum skjóta á körfurnar í Ljónagryfjunni þegar Haukur Helgi Pálsson var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins.Getur orðið fljótari Helsti styrkleiki Bonneau er hraði hans og sprengikraftur. Hann hefur samt engar áhyggjur af því að þessi meiðsli hafi slæm áhrif á hann til framtíðar. „Þeir sem þekkja til í þessu segja að ég gæti verið hægur til að byrja með en maður vinnur svo mikið í þessum eina stað að maður getur jafnvel orðið fljótari en áður. Mér líst vel á það þar sem ég legg alltaf mikið á mig hvort sem er,“ sagði Bonneau, en hvenær býst hann sjálfur við að snúa aftur á parketið? „Ég er að reyna að koma mér í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er klárt að ég get komist í stand fyrir hana,“ sagði hann ákveðinn. „Ef við lítum á tímaramma meiðslanna þá ætti ég að vera orðinn klár aðeins fyrir úrslitakeppnina en ég ætla ekki að taka neina áhættu samt.“Meiddist á Íslandi Mikið hefur verið rætt og ritað um hvar Bonneau varð fyrir meiðslunum. Grein á bandarískri vefsíðu sagði hann hafa meitt sig í áhugamannamóti ytra og fannst mörgum skrítið að hann skyldi svo slíta hásin í beinu framhaldi af því á fyrstu æfingu með Njarðvík. „Ég meiddi mig hér. Ég veit að fólk talar mikið um að ég hafi meiðst heima en það gerðist ekki. Þá hefði ég aldrei komið hingað aftur heldur bara verið í endurhæfingu úti og reynt að vera hundrað prósent klár fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn sem var eðlilega svolítið langt niðri þegar hann sleit hásinina rétt fyrir tímabilið. „Ég var mjög hræddur þegar ég meiddist hérna því þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Ég vissi að ég þyrfti að passa upp á andlega þáttinn sem ég hef gert, en annars pæli ég ekkert í því sem fólk segir um mig og meiðslin,“ sagði Bonneau. Ein helsta ástæða þess að haldið var að Bonneau hefði meiðst erlendis var umrædd frétt sem bakverðinum smáa en knáa finnst stórfurðuleg. „Ég spilaði í þessu móti en ég meiddist ekkert á hásin þar. Ég meiddist á hné og það var ekki einu sinni á sama fæti og ég sleit hásina. Þess vegna skildi ég ekkert í þessum fréttum,“ sagði hann. Bonneu er virkilega spenntur fyrir komu Hauks Helga Pálssonar sem gekk í raðir Njarðvíkur í gær. Takist Bonneau ætlunarverkið að mæta til leiks fyrir úrslitakeppnina verða Njarðvíkingar með óárennilegt lið. „Ég hef séð hann spila og hann er rosalega góður. Ég var í sjokki þegar ég heyrði að hann væri á leiðinni og vonaði að það væri satt. Hann á svo sannarlega eftir að hjálpa okkur,“ sagði Stefan Bonneau sem getur sjálfur ekki beðið eftir því að komast aftur í gang og reyna að hjálpa Njarðvík að vinna þann stóra í vor. „Mig langar svo mikið að byrja að spila. Ég vil helst bara að meiðslin lagist strax í dag svo ég geti spilað með þessu liði og reynt að hjálpa Njarðvík,“ sagði Stefan Bonneau. – tom Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Stefan Bonneau, besti leikmaður Domino's-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur ekkert spilað á þessari leiktíð og verður mögulega ekkert með vegna slitinnar hásinar. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði við Fréttablaðið í gær að hann reiknaði ekki með bakverðinum magnaða á þessari leiktíð. „Endurhæfingin gengur ágætlega,“ sagði Bonneau brosmildur að vanda þegar Fréttablaðið ræddi við hann í Ljónagryfjunni í gær. Hann skokkaði þar rólega um og tók skot með samlanda sínum Marquise Simmons fyrir framan spennta krakka sem fylgdust með hetjunum sínum skjóta á körfurnar í Ljónagryfjunni þegar Haukur Helgi Pálsson var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins.Getur orðið fljótari Helsti styrkleiki Bonneau er hraði hans og sprengikraftur. Hann hefur samt engar áhyggjur af því að þessi meiðsli hafi slæm áhrif á hann til framtíðar. „Þeir sem þekkja til í þessu segja að ég gæti verið hægur til að byrja með en maður vinnur svo mikið í þessum eina stað að maður getur jafnvel orðið fljótari en áður. Mér líst vel á það þar sem ég legg alltaf mikið á mig hvort sem er,“ sagði Bonneau, en hvenær býst hann sjálfur við að snúa aftur á parketið? „Ég er að reyna að koma mér í gang fyrir úrslitakeppnina. Það er klárt að ég get komist í stand fyrir hana,“ sagði hann ákveðinn. „Ef við lítum á tímaramma meiðslanna þá ætti ég að vera orðinn klár aðeins fyrir úrslitakeppnina en ég ætla ekki að taka neina áhættu samt.“Meiddist á Íslandi Mikið hefur verið rætt og ritað um hvar Bonneau varð fyrir meiðslunum. Grein á bandarískri vefsíðu sagði hann hafa meitt sig í áhugamannamóti ytra og fannst mörgum skrítið að hann skyldi svo slíta hásin í beinu framhaldi af því á fyrstu æfingu með Njarðvík. „Ég meiddi mig hér. Ég veit að fólk talar mikið um að ég hafi meiðst heima en það gerðist ekki. Þá hefði ég aldrei komið hingað aftur heldur bara verið í endurhæfingu úti og reynt að vera hundrað prósent klár fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Bandaríkjamaðurinn sem var eðlilega svolítið langt niðri þegar hann sleit hásinina rétt fyrir tímabilið. „Ég var mjög hræddur þegar ég meiddist hérna því þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Ég vissi að ég þyrfti að passa upp á andlega þáttinn sem ég hef gert, en annars pæli ég ekkert í því sem fólk segir um mig og meiðslin,“ sagði Bonneau. Ein helsta ástæða þess að haldið var að Bonneau hefði meiðst erlendis var umrædd frétt sem bakverðinum smáa en knáa finnst stórfurðuleg. „Ég spilaði í þessu móti en ég meiddist ekkert á hásin þar. Ég meiddist á hné og það var ekki einu sinni á sama fæti og ég sleit hásina. Þess vegna skildi ég ekkert í þessum fréttum,“ sagði hann. Bonneu er virkilega spenntur fyrir komu Hauks Helga Pálssonar sem gekk í raðir Njarðvíkur í gær. Takist Bonneau ætlunarverkið að mæta til leiks fyrir úrslitakeppnina verða Njarðvíkingar með óárennilegt lið. „Ég hef séð hann spila og hann er rosalega góður. Ég var í sjokki þegar ég heyrði að hann væri á leiðinni og vonaði að það væri satt. Hann á svo sannarlega eftir að hjálpa okkur,“ sagði Stefan Bonneau sem getur sjálfur ekki beðið eftir því að komast aftur í gang og reyna að hjálpa Njarðvík að vinna þann stóra í vor. „Mig langar svo mikið að byrja að spila. Ég vil helst bara að meiðslin lagist strax í dag svo ég geti spilað með þessu liði og reynt að hjálpa Njarðvík,“ sagði Stefan Bonneau. – tom
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira