Stór jarðskjálfti í Afganistan Samúel karl Ólason skrifar 26. október 2015 09:52 Fólk í Indlandi yfirgaf heimili sín og vinnustaði til að vera undir berum himni. Vísir/AFP Stór jarðskjálfti fannst í Asíu í morgun. Hann er sagður hafa verið 7,5 stig og miðja skjálftans er talin hafa verið í Hindu Kush fjöllunum í Afganistan. Hús í Islamabad í Pakistan eru sögð hafa nötrað í um tvær mínútur. Íbúar á stóru svæði Asíu yfirgáfu hús sín og vinnustaði til þess að komast undir beran himinn. Skjálftinn fannst á stóru svæði í Afganistan, Indlandi og Pakistan. Vitað er að fjórir hafi látið lífið í norðurhluta Pakistan. Þar að auki þykir líklegt að jarðskjálftinn hafi valdið skriðum. Svæðið þar sem skjálftinn varð er mjög dreifbýlt. Í fyrstu var skjálftinn talinn hafa verið 7,7 stig en það hefur nú verið fært niður í 7,5. Hann varð á rúmlega 200 kílómetra dýpi samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.AP fréttaveitan segir að símar virki ekki og að víða sé rafmagnslaust í Afganistan. Þó hafi borist fregnir af mannfalli frá því svæði þar sem miðja skjálftans var. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, segist hafa fyrirskipað að tjón verði kannað eins fljótt og auðið er.I have asked for an urgent assessment and we stand ready for assistance where required, including Afghanistan & Pakistan.— Narendra Modi (@narendramodi) October 26, 2015 Þar að auki hefur hann sagt að Indverjar séu tilbúnir til að aðstoða bæði Afganistan og Pakistan. Stórir skjálftar eru algengir á svæðinu þar sem Indlandsflekinn er á leið inn í Asíuflekann. Árið 2005 létu rúmlega 75 þúsund manns lífið í jarðskjálfta í Kasmir og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund mann sí jarðskjálfta í Nepal. Tæplega milljón heimili skemmdust eða eyðilögðust í þeim jarðskjálfta. Sérfræðingar segja heppilegt að miðja skjálftans sé á eins miklu dýpi og raunin sé. Upplýsingar um tjón og mannfall munu taka langan tíma að berast til yfirvalda og fjölmiðla, þar sem svæðið er erfitt yfirferðar og mörg einöngruð þorp eru þar. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Stór jarðskjálfti fannst í Asíu í morgun. Hann er sagður hafa verið 7,5 stig og miðja skjálftans er talin hafa verið í Hindu Kush fjöllunum í Afganistan. Hús í Islamabad í Pakistan eru sögð hafa nötrað í um tvær mínútur. Íbúar á stóru svæði Asíu yfirgáfu hús sín og vinnustaði til þess að komast undir beran himinn. Skjálftinn fannst á stóru svæði í Afganistan, Indlandi og Pakistan. Vitað er að fjórir hafi látið lífið í norðurhluta Pakistan. Þar að auki þykir líklegt að jarðskjálftinn hafi valdið skriðum. Svæðið þar sem skjálftinn varð er mjög dreifbýlt. Í fyrstu var skjálftinn talinn hafa verið 7,7 stig en það hefur nú verið fært niður í 7,5. Hann varð á rúmlega 200 kílómetra dýpi samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna.AP fréttaveitan segir að símar virki ekki og að víða sé rafmagnslaust í Afganistan. Þó hafi borist fregnir af mannfalli frá því svæði þar sem miðja skjálftans var. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, segist hafa fyrirskipað að tjón verði kannað eins fljótt og auðið er.I have asked for an urgent assessment and we stand ready for assistance where required, including Afghanistan & Pakistan.— Narendra Modi (@narendramodi) October 26, 2015 Þar að auki hefur hann sagt að Indverjar séu tilbúnir til að aðstoða bæði Afganistan og Pakistan. Stórir skjálftar eru algengir á svæðinu þar sem Indlandsflekinn er á leið inn í Asíuflekann. Árið 2005 létu rúmlega 75 þúsund manns lífið í jarðskjálfta í Kasmir og fyrr á þessu ári létust um níu þúsund mann sí jarðskjálfta í Nepal. Tæplega milljón heimili skemmdust eða eyðilögðust í þeim jarðskjálfta. Sérfræðingar segja heppilegt að miðja skjálftans sé á eins miklu dýpi og raunin sé. Upplýsingar um tjón og mannfall munu taka langan tíma að berast til yfirvalda og fjölmiðla, þar sem svæðið er erfitt yfirferðar og mörg einöngruð þorp eru þar.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira