Innlent

Rán um hábjartan dag: Annar Gullsmiðjuræninginn í haldi lögreglu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mennirnir höfðu á brott umtalsverð verðmæti.
Mennirnir höfðu á brott umtalsverð verðmæti. Vísir/Getty
Íslenskur karlmaður hefur verið handtekinn fyrir að hafa framið rán í skartgripaverslun í Hafnarfirði í gær. Maðurinn var handtekinn seint í gærkvöldi í Keflavík eftir að hafa skotið að lögreglumönnum með loftbyssu. Þetta staðfestir lögregla í samtali við Vísi.

Í gær barst tilkynning um að lögregla leitaði tveggja manna fyrir rán í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði. Ræningjarnir, sem voru grímuklæddir og ógnuðu starfsmanni með bareflum, brutu upp hirslur og höfðu á brott með sér umtalsverð verðmæti, en þeir óku frá vettvangi á hvítum jepplingi, sem er talinn vera stolinn og á röngum skráningarnúmerum. Tekið skal fram að starfsmanninn sakaði ekki, en honum var vitaskuld mjög brugðið.

Sjá einnig: Lögreglan leitar tveggja vegna ráns í Hafnarfirði

Lögregla segist ekki geta staðfest hvort verið sé að leita að hinum ræningjanum nú. Hann hefur í það minnsta ekki verið handtekinn og gengur því laus.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um mennina og bílinn eru beðnir að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 112, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×