Biti þeirra sem best hafa það Valgerður Bjarnadóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Fjármálaráðherrann sagði í vikunni að hann væri orðinn talsvert leiður á því að fólk teldi sanngjarnt að þær stéttir sem nú eiga í samningaviðræðum við ríkisvaldið fái kjarabætur í takt við það sem aðrar stéttir hafa fengið. Sjálf er ég orðin hundleið á því að ráðherrar, Seðlabankinn, Samtök atvinnulífisins og annað kerfisfólk varpa ábyrgðinni á stöðugleika í efnahagskerfinu á launþega í landinu, sérstaklega þá sem lægri hafa launin. Árið 2013 samdi launafólk um það sem kallað var ábyrgar launahækkanir. Í ljós kom að í fyrirtækjum landsins fengu stjórnendur og millistjórnendur miklu meiri launahækkanir. Stjórnendur einfaldlega hækkuðu launin sín. Hækkanir millistjórnenda kallast launaskrið, væntanlega til að hafa í við stjórnendur. Nú er aftur hætta á launaskriði, segir kerfisliðið, núna vegna þess að þeir sem lægri hafa launin fá sanngjarna launahækkun. Af hverju er þetta svona? Svar: vegna þess að kerfisliðið vill ekki breyta kerfinu. Ríkisstjórnin hefur lækkað eða afnumið skatta og gjöld á þá sem best hafa það í þessu landi. Fyrir þá peninga hefði verið hægt að hækka laun opinberra starfsmanna. Stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á því að reka fyrirtækin, þeir bera ábyrgð á því að greiða launþegum laun sem hægt er lifa sæmilega af. Stjórnendur bera ábyrgð á að fyrirtækjareksturinn sé þannig að framleiðni sé viðunandi. Stjórnendur bera ábyrgð á framleiðninni, ekki launþegarnir. Hingað til hafa menn komist upp með að varpa af sér allri ábyrgð, einmitt þeirri ábyrgð sem þeir segja að sé ástæða þess að þeir eigi skilin há laun. Launþegar þurfa að fá stærri bita af kökunni, um það snýst málið. Það þýðir auðvitað að biti þeirra sem best hafa það minnkar, en það er allt í lagi! Hann verður ágætlega stór eftir sem áður. – Málið snýst ekki um höfrungahlaup, heldur uppskurð á kerfinu. Þegar uppskurðinum er lokið skulum við tala um nýtt vinnumarkaðsmódel sem fjármálaráðherrann og Samtök atvinnulífsins kalla eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherrann sagði í vikunni að hann væri orðinn talsvert leiður á því að fólk teldi sanngjarnt að þær stéttir sem nú eiga í samningaviðræðum við ríkisvaldið fái kjarabætur í takt við það sem aðrar stéttir hafa fengið. Sjálf er ég orðin hundleið á því að ráðherrar, Seðlabankinn, Samtök atvinnulífisins og annað kerfisfólk varpa ábyrgðinni á stöðugleika í efnahagskerfinu á launþega í landinu, sérstaklega þá sem lægri hafa launin. Árið 2013 samdi launafólk um það sem kallað var ábyrgar launahækkanir. Í ljós kom að í fyrirtækjum landsins fengu stjórnendur og millistjórnendur miklu meiri launahækkanir. Stjórnendur einfaldlega hækkuðu launin sín. Hækkanir millistjórnenda kallast launaskrið, væntanlega til að hafa í við stjórnendur. Nú er aftur hætta á launaskriði, segir kerfisliðið, núna vegna þess að þeir sem lægri hafa launin fá sanngjarna launahækkun. Af hverju er þetta svona? Svar: vegna þess að kerfisliðið vill ekki breyta kerfinu. Ríkisstjórnin hefur lækkað eða afnumið skatta og gjöld á þá sem best hafa það í þessu landi. Fyrir þá peninga hefði verið hægt að hækka laun opinberra starfsmanna. Stjórnendur fyrirtækja bera ábyrgð á því að reka fyrirtækin, þeir bera ábyrgð á því að greiða launþegum laun sem hægt er lifa sæmilega af. Stjórnendur bera ábyrgð á að fyrirtækjareksturinn sé þannig að framleiðni sé viðunandi. Stjórnendur bera ábyrgð á framleiðninni, ekki launþegarnir. Hingað til hafa menn komist upp með að varpa af sér allri ábyrgð, einmitt þeirri ábyrgð sem þeir segja að sé ástæða þess að þeir eigi skilin há laun. Launþegar þurfa að fá stærri bita af kökunni, um það snýst málið. Það þýðir auðvitað að biti þeirra sem best hafa það minnkar, en það er allt í lagi! Hann verður ágætlega stór eftir sem áður. – Málið snýst ekki um höfrungahlaup, heldur uppskurð á kerfinu. Þegar uppskurðinum er lokið skulum við tala um nýtt vinnumarkaðsmódel sem fjármálaráðherrann og Samtök atvinnulífsins kalla eftir.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun