Felldu tillögu um sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um afnám verðtryggingar Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2015 11:58 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór í störukeppni við Sigmund Davíð á meðan hann beið þess að ráðherra yrði við beiðni um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Tillaga stjórnarandstöðunnar um sérstaka umræðu við forsætisráðherra um afnám verðtryggingarinnar var felld á þingi rétt í þessu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ítrekað reynt að fá umræðu eða svör frá forsætisráðherra um stöðu á vinnu við afnám verðtryggingarinnar. Fyrst bað hún um sérstaka umræðu í febrúar síðastliðnum, lagði hana aftur fram í haust og ítrekaði hana í gær. Stjórnarandstaðan fór fram að greidd yrði tillaga um dagskrárbreytingu í morgun og þessi umræða tekin. Farið var fram á nafnakall við atkvæðagreiðslu og fór svo að tillagan var felld.Ráðherra með undanbrögð Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðu um atkvæðagreiðsluna að forsætisráðherra hefði sýnt undanbrögð í þessu máli með því að segja það á borði Bjarna Benediktssonar, efnahags- og fjármálaráðherra. Sagði Helgi Hjörvar það einkennilegt í ljósi þess að Sigmundur Davíð hefði rætt Evrópusambandið og málefni innflytjenda á þingi þó svo að málin tilheyri öðrum ráðuneytum. Helgi Hjörvar sagði þessi rök Sigmundar Davíðs vera útúrsnúning og flótta undan stærsta kosningaloforðs og stefnumáls eigins flokks.Vandræðalegt fyrir þingið Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þetta vera vandræðalega stöðu fyrir Alþingi að beita þurfi dagskrártillögu til að fá eðlileg samskipti við forsætisráðherra. Hún sagði forsætisráðherra hafa sagt af sér í fyrsta málaflokknum sem snýr að verðtryggingunni og spurði hvaða mál væri næst á dagskrá hjá Sigmundi.Eftirvænting eftir atkvæðum framsóknarmanna Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist hlakka til að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn greiddi atkvæði um þetta mál þar sem þetta væri eitt af hans kosningaloforðum. Allur þingflokkur Framsóknarflokksins sagði nei við dagskrárbreytingunni og sagði Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að hann segði nei við þessari tillögu því hún fjallaði um kosningaloforð Framsóknarflokksins en væri ekki efnisleg umræða um verðtrygginguna.Sagður bara vilja ræða þjóðfánann og þjóðsönginn Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Sigmund Davíð ítrekað neita umræðu en væri fús til að ræða þjóðfánann, skjaldarmerkið og þjóðsönginn. Sagði Árni Páll það sýna stöðuna sem Sigmundur Davíð væri í að Sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að móta Bjarna Benediktsson stól forsætisráðherra.Einkennilegt að ræða í útvarpi en ekki við þingið Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði Sigmund hafa greint þáttastjórnendum þáttarins Í bítið á Bylgjunni frá því að hann væri til í að ræða þetta mál við hvern sem er, meira segja Samfylkinguna. Þess vegna væri það einkennilegt að hann vildi ekki eiga þessa umræðu við þingið. Hann hafi rætt við Katrínu um málefni flóttamanna, þó svo að málið heyri ekki undir hans ráðuneyti.Sakaði stjórnarandstöðuna um málþóf Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þessa dagskrártillögu fordæmalausan leikaraskap. Hann sagði fjölda leiða til að kalla eftir umræðu eða svörum frá forsætisráðherra, fyrirspurningar, skriflegar, óundirbúnar og flutningar þingmála. Hann sagðist velta því fyrir sér hvort að þessi tillöguflutningur væri tilraun til að tefja annað mál sem væri á dagskrá á þinginu í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að umrætt mál væri lagafrumvarp utanríkisráðherra um Alþjóða þróunarsamvinnu Íslands.Sagði formenn ganga á bak orða sinna Vigdís Hauksdóttir spurði forseta Alþingis hvort fundur hefði átt sér stað í forsætisnefnd með formönnum þingflokka og að þar hefði dagskrá vikunnar verið samþykkt. Hún fékk staðfestingu á því og spurði hvernig væri hægt að eiga samstarf við formenn stjórnarandstöðuflokkanna ef þeir færu á bak orða sinna varðandi þingdagskránna með því að leggja þessa tillögu að dagskrárbreytingu fram. Árni Páll sagði þingið almennt eiga greiðan aðgang að ráðherrum ríkisstjórnarinnar og því beri að þakka. Þeir svari fyrirspurnum undanbragðalaust en þannig væri ekki farið með forsætisráðherra.Sigmundur segir málið heyra undir Bjarna Sigmundur Davíð var í viðtali í útvarpsþættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist tilbúinn að ræða afnám verðtryggingarinnar við hvern sem er. „Ég vil ræða verðtrygginguna við alla,“ sagði Sigmundur sem nefndi Samfylkinguna og þáttastjórnendur en sagði að þar sem Sigríður Ingibjörg væri að biðja um sérstaka umræðu um málið væri það ráðherrann sem er yfir málaflokknum sem sitja ætti fyrir svörum. Það er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Óttast að verðbólgubál verði til að verðtryggingin verði ekki afnumin Forsætisráðherra fór um víðan völl í viðtali við Reykjavík síðdegis. Hann ræddi tertur, mikilvægi kaupmátts, óánægju stjórnarandstöðunnar og lagði áherslu á að aðkoma ríkisins í vinnulaunadeilu styrki ekki stöðu eins hóps á kostnað annarra. 13. maí 2015 19:51 Verðtrygging áfram en tímalengd breytt Ekki er unnið að afnámi verðtryggingar í fjármálaráðuneytinu, þrátt fyrir orð forsætisráðherra um annað. Lenging lágmarkstíma verðtryggðra lána í tíu ár og stytting úr 40 í 25 ár er til skoðunar. Mögulegt er að frumvarp komi fram í haust. 22. apríl 2015 07:00 Sigmundur Davíð finnur fyrir sterkum öflum sem vinna gegn afnámi verðtryggingar Hluti flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum í þessum hópi en aðallega forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. 22. október 2015 08:23 „Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Forsætisráðherra sagður á hröðum flótta undan öllu tali um afnám verðtryggingar. 13. október 2015 14:18 Fast skotið á Sigmund vegna afnáms verðtryggingarinnar Sagður sitja í stóli forsætisráðherra út á svikið kosningaloforð. 21. október 2015 16:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Tillaga stjórnarandstöðunnar um sérstaka umræðu við forsætisráðherra um afnám verðtryggingarinnar var felld á þingi rétt í þessu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ítrekað reynt að fá umræðu eða svör frá forsætisráðherra um stöðu á vinnu við afnám verðtryggingarinnar. Fyrst bað hún um sérstaka umræðu í febrúar síðastliðnum, lagði hana aftur fram í haust og ítrekaði hana í gær. Stjórnarandstaðan fór fram að greidd yrði tillaga um dagskrárbreytingu í morgun og þessi umræða tekin. Farið var fram á nafnakall við atkvæðagreiðslu og fór svo að tillagan var felld.Ráðherra með undanbrögð Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðu um atkvæðagreiðsluna að forsætisráðherra hefði sýnt undanbrögð í þessu máli með því að segja það á borði Bjarna Benediktssonar, efnahags- og fjármálaráðherra. Sagði Helgi Hjörvar það einkennilegt í ljósi þess að Sigmundur Davíð hefði rætt Evrópusambandið og málefni innflytjenda á þingi þó svo að málin tilheyri öðrum ráðuneytum. Helgi Hjörvar sagði þessi rök Sigmundar Davíðs vera útúrsnúning og flótta undan stærsta kosningaloforðs og stefnumáls eigins flokks.Vandræðalegt fyrir þingið Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þetta vera vandræðalega stöðu fyrir Alþingi að beita þurfi dagskrártillögu til að fá eðlileg samskipti við forsætisráðherra. Hún sagði forsætisráðherra hafa sagt af sér í fyrsta málaflokknum sem snýr að verðtryggingunni og spurði hvaða mál væri næst á dagskrá hjá Sigmundi.Eftirvænting eftir atkvæðum framsóknarmanna Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist hlakka til að sjá hvernig Framsóknarflokkurinn greiddi atkvæði um þetta mál þar sem þetta væri eitt af hans kosningaloforðum. Allur þingflokkur Framsóknarflokksins sagði nei við dagskrárbreytingunni og sagði Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að hann segði nei við þessari tillögu því hún fjallaði um kosningaloforð Framsóknarflokksins en væri ekki efnisleg umræða um verðtrygginguna.Sagður bara vilja ræða þjóðfánann og þjóðsönginn Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Sigmund Davíð ítrekað neita umræðu en væri fús til að ræða þjóðfánann, skjaldarmerkið og þjóðsönginn. Sagði Árni Páll það sýna stöðuna sem Sigmundur Davíð væri í að Sjálfstæðisflokkurinn sé farinn að móta Bjarna Benediktsson stól forsætisráðherra.Einkennilegt að ræða í útvarpi en ekki við þingið Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði Sigmund hafa greint þáttastjórnendum þáttarins Í bítið á Bylgjunni frá því að hann væri til í að ræða þetta mál við hvern sem er, meira segja Samfylkinguna. Þess vegna væri það einkennilegt að hann vildi ekki eiga þessa umræðu við þingið. Hann hafi rætt við Katrínu um málefni flóttamanna, þó svo að málið heyri ekki undir hans ráðuneyti.Sakaði stjórnarandstöðuna um málþóf Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þessa dagskrártillögu fordæmalausan leikaraskap. Hann sagði fjölda leiða til að kalla eftir umræðu eða svörum frá forsætisráðherra, fyrirspurningar, skriflegar, óundirbúnar og flutningar þingmála. Hann sagðist velta því fyrir sér hvort að þessi tillöguflutningur væri tilraun til að tefja annað mál sem væri á dagskrá á þinginu í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að umrætt mál væri lagafrumvarp utanríkisráðherra um Alþjóða þróunarsamvinnu Íslands.Sagði formenn ganga á bak orða sinna Vigdís Hauksdóttir spurði forseta Alþingis hvort fundur hefði átt sér stað í forsætisnefnd með formönnum þingflokka og að þar hefði dagskrá vikunnar verið samþykkt. Hún fékk staðfestingu á því og spurði hvernig væri hægt að eiga samstarf við formenn stjórnarandstöðuflokkanna ef þeir færu á bak orða sinna varðandi þingdagskránna með því að leggja þessa tillögu að dagskrárbreytingu fram. Árni Páll sagði þingið almennt eiga greiðan aðgang að ráðherrum ríkisstjórnarinnar og því beri að þakka. Þeir svari fyrirspurnum undanbragðalaust en þannig væri ekki farið með forsætisráðherra.Sigmundur segir málið heyra undir Bjarna Sigmundur Davíð var í viðtali í útvarpsþættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist tilbúinn að ræða afnám verðtryggingarinnar við hvern sem er. „Ég vil ræða verðtrygginguna við alla,“ sagði Sigmundur sem nefndi Samfylkinguna og þáttastjórnendur en sagði að þar sem Sigríður Ingibjörg væri að biðja um sérstaka umræðu um málið væri það ráðherrann sem er yfir málaflokknum sem sitja ætti fyrir svörum. Það er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Óttast að verðbólgubál verði til að verðtryggingin verði ekki afnumin Forsætisráðherra fór um víðan völl í viðtali við Reykjavík síðdegis. Hann ræddi tertur, mikilvægi kaupmátts, óánægju stjórnarandstöðunnar og lagði áherslu á að aðkoma ríkisins í vinnulaunadeilu styrki ekki stöðu eins hóps á kostnað annarra. 13. maí 2015 19:51 Verðtrygging áfram en tímalengd breytt Ekki er unnið að afnámi verðtryggingar í fjármálaráðuneytinu, þrátt fyrir orð forsætisráðherra um annað. Lenging lágmarkstíma verðtryggðra lána í tíu ár og stytting úr 40 í 25 ár er til skoðunar. Mögulegt er að frumvarp komi fram í haust. 22. apríl 2015 07:00 Sigmundur Davíð finnur fyrir sterkum öflum sem vinna gegn afnámi verðtryggingar Hluti flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum í þessum hópi en aðallega forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. 22. október 2015 08:23 „Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Forsætisráðherra sagður á hröðum flótta undan öllu tali um afnám verðtryggingar. 13. október 2015 14:18 Fast skotið á Sigmund vegna afnáms verðtryggingarinnar Sagður sitja í stóli forsætisráðherra út á svikið kosningaloforð. 21. október 2015 16:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Óttast að verðbólgubál verði til að verðtryggingin verði ekki afnumin Forsætisráðherra fór um víðan völl í viðtali við Reykjavík síðdegis. Hann ræddi tertur, mikilvægi kaupmátts, óánægju stjórnarandstöðunnar og lagði áherslu á að aðkoma ríkisins í vinnulaunadeilu styrki ekki stöðu eins hóps á kostnað annarra. 13. maí 2015 19:51
Verðtrygging áfram en tímalengd breytt Ekki er unnið að afnámi verðtryggingar í fjármálaráðuneytinu, þrátt fyrir orð forsætisráðherra um annað. Lenging lágmarkstíma verðtryggðra lána í tíu ár og stytting úr 40 í 25 ár er til skoðunar. Mögulegt er að frumvarp komi fram í haust. 22. apríl 2015 07:00
Sigmundur Davíð finnur fyrir sterkum öflum sem vinna gegn afnámi verðtryggingar Hluti flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum í þessum hópi en aðallega forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. 22. október 2015 08:23
„Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Forsætisráðherra sagður á hröðum flótta undan öllu tali um afnám verðtryggingar. 13. október 2015 14:18
Fast skotið á Sigmund vegna afnáms verðtryggingarinnar Sagður sitja í stóli forsætisráðherra út á svikið kosningaloforð. 21. október 2015 16:56