Segir ótækt að fjölga borgarfulltrúum á meðan hagræðing á sér stað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. október 2015 07:00 Tillögu Sjálfstæðismanna var vísað til forsætisnefndar. Fréttablaðið/Vilhelm Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg fái sjálfdæmi varðandi fjölda borgarfulltrúa var vísað til forsætisnefndar borgarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt sveitastjórnarlögunum á Reykjavíkurborg að vera með 23 til 31 borgarfulltrúa eftir sveitastjórnarkosningar 2018. „Borgarstjórn fyrst og fremst á að taka afstöðu til þess ef að það er þörf á fjölgun borgarfulltrúa eða ekki,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði það ótækt væri að ráðstafa fjármagni í fjölgun kjörinna fulltrúa á meðan borgarstjórn glímir við að rétta af erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar. „Mér þætti það slæm skilaboð við þessar aðstæður ef að kjörnum fulltrúum væri fjölgað um 53 prósent.“ „Að sjálfsögðu eigum við að fara eftir lögum hverju sinni en auðvitað leyfum við okkur að hafa skoðun á því hvort þau séu rétt eða ekki. Sér í lagi ef þau ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti borgarinnar,“ sagði hann.Kjartan Magnússonvísir/vilhelmSamkvæmt lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2012 ber sveitafélögum að stilla af fjölda bæjarfulltrúa miðað við fólksfjölda fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2018. Mörg sveitafélög hafa þegar gert þetta nú þegar en til að mynda eru Hafnarfjörður og Kópavogur með lágmarksfjölda fulltrúa eða ellefu talsins. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar sagði að útfærsla á lögunum frá Alþingi væru til skoðunar hjá forsætisnefnd borgarinnar. „Ennþá erum við í miðju ferli við að velta upp svörum sem munu liggja fyrir áður ne langt um líður,“ sagði hún. Hún nefndi þá staðreynd að á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík væru um 8000 kjósendur en um 5000 á bak við hvern bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvern alþingismann. „Hvergi eru fleiri kjósendur á bak við hvern fulltrúa eins og í Reykjavík,“ sagði Sóley. Þá nefndi hún það að engin afstaða hefði verið tekin til fjölgunar heldur væri gert ráð fyrir því að lögum yrði fylgt og enn væri eftir að útfæra breytingarnar til dæmis með tilliti til launa, nefndarsetu starfshlutfalls og fleira. Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg fái sjálfdæmi varðandi fjölda borgarfulltrúa var vísað til forsætisnefndar borgarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt sveitastjórnarlögunum á Reykjavíkurborg að vera með 23 til 31 borgarfulltrúa eftir sveitastjórnarkosningar 2018. „Borgarstjórn fyrst og fremst á að taka afstöðu til þess ef að það er þörf á fjölgun borgarfulltrúa eða ekki,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði það ótækt væri að ráðstafa fjármagni í fjölgun kjörinna fulltrúa á meðan borgarstjórn glímir við að rétta af erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar. „Mér þætti það slæm skilaboð við þessar aðstæður ef að kjörnum fulltrúum væri fjölgað um 53 prósent.“ „Að sjálfsögðu eigum við að fara eftir lögum hverju sinni en auðvitað leyfum við okkur að hafa skoðun á því hvort þau séu rétt eða ekki. Sér í lagi ef þau ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti borgarinnar,“ sagði hann.Kjartan Magnússonvísir/vilhelmSamkvæmt lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2012 ber sveitafélögum að stilla af fjölda bæjarfulltrúa miðað við fólksfjölda fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2018. Mörg sveitafélög hafa þegar gert þetta nú þegar en til að mynda eru Hafnarfjörður og Kópavogur með lágmarksfjölda fulltrúa eða ellefu talsins. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar sagði að útfærsla á lögunum frá Alþingi væru til skoðunar hjá forsætisnefnd borgarinnar. „Ennþá erum við í miðju ferli við að velta upp svörum sem munu liggja fyrir áður ne langt um líður,“ sagði hún. Hún nefndi þá staðreynd að á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík væru um 8000 kjósendur en um 5000 á bak við hvern bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvern alþingismann. „Hvergi eru fleiri kjósendur á bak við hvern fulltrúa eins og í Reykjavík,“ sagði Sóley. Þá nefndi hún það að engin afstaða hefði verið tekin til fjölgunar heldur væri gert ráð fyrir því að lögum yrði fylgt og enn væri eftir að útfæra breytingarnar til dæmis með tilliti til launa, nefndarsetu starfshlutfalls og fleira.
Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira