„Mun vonandi hjálpa stjórnvöldum við að bæta fjármálakerfið“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2015 19:29 "Nú er verið að fást við stöðuna eins og hún er. Auðvitað er margt ógert enn í fjármálakerfinu en það má ekki gleyma að það er búið að stíga risa stórt skref í rétta átt. Skref sem vekja undrun og umtal víða erlendis.“ vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það verða til bóta að ríkið fari með stjórn meirihluta fjármálakerfisins hér á landi. Það eigi eftir að gera stjórnvöldum auðveldara með að laga kerfið og útfæra það frekar. Þó þurfi það ekki að vera að ríkið muni eiga þessar stofnanir til langs tíma. „Ef ríkið yfirtekur Íslandsbanka þá mun þetta vonandi hjálpa stjórnvöldum við að bæta fjármálakerfið og koma landinu úr greipum vaxtaokurs og verðtrygginga, eins og verið er að vinna að,“ sagði Sigmundur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það voru mikil mistök að okkar mati á sínum tíma hvernig nýju bankarnir voru afhentir kröfuhöfunum og hefur gert okkur að margan hátt erfitt fyrir. Nú er það að miklu leyti að ganga til baka og má segja að það sé verið að laga mistök fortíðar,“ bætti hann við. Sigmundur segir jafnframt mikilvægt að sett verði á ákveðin eigendastefna, „Ef að til þess kemur að ríkið selji hlutdeild í þessum böndum að þá sé verið að selja það inn í fjármálakerfi sem sé búið að ganga í gegnum þær endurbætur sem eru svo knýjandi. Ríkið hefur þrátt fyrir allt ákveðna eigendastefnu sem bankarnir eiga að starfa eftir, en það hefur verið erfitt að setja á nýja eigendastefnu á meðan þessir nýju bankar hafa verið í því hlutverki að vinna fyrir kröfuhafana. Það verður hins vegar miklu þægilegra þegar því uppgjöri öllu er lokið.“ Þá segir hann þessar nýju tillögur skref í rétta átt. „Skref sem vekja undrun og umtal erlendis og hafa hjálpað okkur að komast á þennan stað, þar sem við stöndum efnahagslega betur – og þróun hefur verið betri en í nágrannalöndunum.“ Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan fjögur í nótt. Voru tillögurnar meðal annars ræddar á Alþingi og nokkuð bar á gagnrýni vegna málsins stjórnarandstöðumegin. Sigmundur segist hafa átt von á meiri gagnrýni. „Eins og stjórnmálin eru þá eiga menn mjög erfitt með að vera nokkurn tímann sáttir við það sem stjórnvöld eru að gera, í stjórnarandstöðunni. Hins vegar hefur mér þótt það hjákátlegt og eiginlega vandræðalegt þegar stjórnmálamenn sem stóðu ekki aðeins að því að gefa bankana kröfuhöfunum heldur ætluðu líka að skella nokkur hundruð milljarða skuld á almenning, borga vangoldnar skuldir einkabankana, að þeir stígi nú fram og segja að það sé alveg ómögulegt að það sé ekki meira að gert, og byggja það auk þess á fullkomnum misskilningi.“Heyra má viðtalið við Sigmund í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12 Líta svo á að eignarhald ríkisins verði tímabundið Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að erlendir aðilar hafi sýnt því áhuga að kaupa bankann. 20. október 2015 14:44 Sameining ríkisbanka útilokuð Sérfræðingur í samkeppnisrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur sameiningu Íslandsbanka og Landsbanka útilokaða í ljósi samþjöppunar á bankamarkaði. 20. október 2015 16:53 Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það verða til bóta að ríkið fari með stjórn meirihluta fjármálakerfisins hér á landi. Það eigi eftir að gera stjórnvöldum auðveldara með að laga kerfið og útfæra það frekar. Þó þurfi það ekki að vera að ríkið muni eiga þessar stofnanir til langs tíma. „Ef ríkið yfirtekur Íslandsbanka þá mun þetta vonandi hjálpa stjórnvöldum við að bæta fjármálakerfið og koma landinu úr greipum vaxtaokurs og verðtrygginga, eins og verið er að vinna að,“ sagði Sigmundur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það voru mikil mistök að okkar mati á sínum tíma hvernig nýju bankarnir voru afhentir kröfuhöfunum og hefur gert okkur að margan hátt erfitt fyrir. Nú er það að miklu leyti að ganga til baka og má segja að það sé verið að laga mistök fortíðar,“ bætti hann við. Sigmundur segir jafnframt mikilvægt að sett verði á ákveðin eigendastefna, „Ef að til þess kemur að ríkið selji hlutdeild í þessum böndum að þá sé verið að selja það inn í fjármálakerfi sem sé búið að ganga í gegnum þær endurbætur sem eru svo knýjandi. Ríkið hefur þrátt fyrir allt ákveðna eigendastefnu sem bankarnir eiga að starfa eftir, en það hefur verið erfitt að setja á nýja eigendastefnu á meðan þessir nýju bankar hafa verið í því hlutverki að vinna fyrir kröfuhafana. Það verður hins vegar miklu þægilegra þegar því uppgjöri öllu er lokið.“ Þá segir hann þessar nýju tillögur skref í rétta átt. „Skref sem vekja undrun og umtal erlendis og hafa hjálpað okkur að komast á þennan stað, þar sem við stöndum efnahagslega betur – og þróun hefur verið betri en í nágrannalöndunum.“ Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan fjögur í nótt. Voru tillögurnar meðal annars ræddar á Alþingi og nokkuð bar á gagnrýni vegna málsins stjórnarandstöðumegin. Sigmundur segist hafa átt von á meiri gagnrýni. „Eins og stjórnmálin eru þá eiga menn mjög erfitt með að vera nokkurn tímann sáttir við það sem stjórnvöld eru að gera, í stjórnarandstöðunni. Hins vegar hefur mér þótt það hjákátlegt og eiginlega vandræðalegt þegar stjórnmálamenn sem stóðu ekki aðeins að því að gefa bankana kröfuhöfunum heldur ætluðu líka að skella nokkur hundruð milljarða skuld á almenning, borga vangoldnar skuldir einkabankana, að þeir stígi nú fram og segja að það sé alveg ómögulegt að það sé ekki meira að gert, og byggja það auk þess á fullkomnum misskilningi.“Heyra má viðtalið við Sigmund í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12 Líta svo á að eignarhald ríkisins verði tímabundið Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að erlendir aðilar hafi sýnt því áhuga að kaupa bankann. 20. október 2015 14:44 Sameining ríkisbanka útilokuð Sérfræðingur í samkeppnisrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur sameiningu Íslandsbanka og Landsbanka útilokaða í ljósi samþjöppunar á bankamarkaði. 20. október 2015 16:53 Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09
Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Formaður Samfylkingarinnar sparar ekki stóru orðin á Alþingi. 20. október 2015 14:12
Líta svo á að eignarhald ríkisins verði tímabundið Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að erlendir aðilar hafi sýnt því áhuga að kaupa bankann. 20. október 2015 14:44
Sameining ríkisbanka útilokuð Sérfræðingur í samkeppnisrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur sameiningu Íslandsbanka og Landsbanka útilokaða í ljósi samþjöppunar á bankamarkaði. 20. október 2015 16:53
Mikilvægt að bankar séu ekki reknir eins og spilavíti Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir mikilvægt að bankarnir verði í íslenskri eigu og að þeir verði reknir fyrir samfélagið en ekki eins og spilavíti. 20. október 2015 12:52
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51