Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2015 14:12 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. vísir/andri marinó Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan 4 í nótt. Tillögurnar eru nú meðal annars ræddar á Alþingi þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikil tíðindi felast í þeim. „Það leggur okkur miklar skyldur á herðar, ef að Íslandsbanki færist í hendur ríkisins, sérstaklega þegar við völd situr ríkisstjórn þeirra flokka sem eiga Íslandsmet, kannski Evrópumet eða heimsmet í spillingu við sölu ríkisbanka,“ sagði Árni Páll. Þá viðraði hann áhyggjur sínar af því að ríkið tæki á sig meiri ábyrgð í bankarekstri sem væri ekki áhættulaus rekstur, eins og sagan hefði sýnt. Árni Páll sagði jafnframt að það væri ekkert grín að selja hluti í tveimur ríkisbönkum, og annan til fulls, þegar við blasi að bankakerfið sé alltof stórt. „Eftir er síðan að skýra hvers vegna ríkisstjórn Íslands er eins og útspýtt hundskinn um allar koppagrundir að elta erlenda kröfuhafa til að hjálpa þeim við að losna að greiða þann stöðugleikaskatt sem myndi skila almenningi mörg hundruð milljörðum meira en raun ber vitni ef af stöðugleikaframlögunum verður.“Þakkaði Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið við losun hafta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi svo ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi hvað varðar tillögur kröfuhafa Glitnis. „Í gær fékk ég boð á samráðsfund um losun hafta. Síðan kveikti ég á útvarpinu í morgun, eins og kona gerir, og þar var Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, sem sagði mér það að ég væri að fara á samráðsfund um það að kröfuhafar Glitnis vildu leggja Íslandsbanka inn sem hluta af sínu stöðugleikaframlagi. Ég þakka bara Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið því svo sannarlega voru það ekki stjórnvöld sem höfðu samráð þó að hér hefði lengi verið kallað eftir fundi í samráðshópi um losun hafta.“ Katrín sagði það svo mikilvægt að þingmenn væru nú vel yfir það hvaða staða væri uppi varðandi stöðugleikaframlögin. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera metnaður stjórnvalda að tryggja sem opnasta og gagnsæja umræðu svo almenningi væri ljóst um hvað málið snúist. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan 4 í nótt. Tillögurnar eru nú meðal annars ræddar á Alþingi þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikil tíðindi felast í þeim. „Það leggur okkur miklar skyldur á herðar, ef að Íslandsbanki færist í hendur ríkisins, sérstaklega þegar við völd situr ríkisstjórn þeirra flokka sem eiga Íslandsmet, kannski Evrópumet eða heimsmet í spillingu við sölu ríkisbanka,“ sagði Árni Páll. Þá viðraði hann áhyggjur sínar af því að ríkið tæki á sig meiri ábyrgð í bankarekstri sem væri ekki áhættulaus rekstur, eins og sagan hefði sýnt. Árni Páll sagði jafnframt að það væri ekkert grín að selja hluti í tveimur ríkisbönkum, og annan til fulls, þegar við blasi að bankakerfið sé alltof stórt. „Eftir er síðan að skýra hvers vegna ríkisstjórn Íslands er eins og útspýtt hundskinn um allar koppagrundir að elta erlenda kröfuhafa til að hjálpa þeim við að losna að greiða þann stöðugleikaskatt sem myndi skila almenningi mörg hundruð milljörðum meira en raun ber vitni ef af stöðugleikaframlögunum verður.“Þakkaði Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið við losun hafta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi svo ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi hvað varðar tillögur kröfuhafa Glitnis. „Í gær fékk ég boð á samráðsfund um losun hafta. Síðan kveikti ég á útvarpinu í morgun, eins og kona gerir, og þar var Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, sem sagði mér það að ég væri að fara á samráðsfund um það að kröfuhafar Glitnis vildu leggja Íslandsbanka inn sem hluta af sínu stöðugleikaframlagi. Ég þakka bara Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið því svo sannarlega voru það ekki stjórnvöld sem höfðu samráð þó að hér hefði lengi verið kallað eftir fundi í samráðshópi um losun hafta.“ Katrín sagði það svo mikilvægt að þingmenn væru nú vel yfir það hvaða staða væri uppi varðandi stöðugleikaframlögin. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera metnaður stjórnvalda að tryggja sem opnasta og gagnsæja umræðu svo almenningi væri ljóst um hvað málið snúist.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51