Segir ríkisstjórnarflokkana eiga Íslandsmet í spillingu við sölu ríkisbanka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2015 14:12 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. vísir/andri marinó Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan 4 í nótt. Tillögurnar eru nú meðal annars ræddar á Alþingi þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikil tíðindi felast í þeim. „Það leggur okkur miklar skyldur á herðar, ef að Íslandsbanki færist í hendur ríkisins, sérstaklega þegar við völd situr ríkisstjórn þeirra flokka sem eiga Íslandsmet, kannski Evrópumet eða heimsmet í spillingu við sölu ríkisbanka,“ sagði Árni Páll. Þá viðraði hann áhyggjur sínar af því að ríkið tæki á sig meiri ábyrgð í bankarekstri sem væri ekki áhættulaus rekstur, eins og sagan hefði sýnt. Árni Páll sagði jafnframt að það væri ekkert grín að selja hluti í tveimur ríkisbönkum, og annan til fulls, þegar við blasi að bankakerfið sé alltof stórt. „Eftir er síðan að skýra hvers vegna ríkisstjórn Íslands er eins og útspýtt hundskinn um allar koppagrundir að elta erlenda kröfuhafa til að hjálpa þeim við að losna að greiða þann stöðugleikaskatt sem myndi skila almenningi mörg hundruð milljörðum meira en raun ber vitni ef af stöðugleikaframlögunum verður.“Þakkaði Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið við losun hafta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi svo ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi hvað varðar tillögur kröfuhafa Glitnis. „Í gær fékk ég boð á samráðsfund um losun hafta. Síðan kveikti ég á útvarpinu í morgun, eins og kona gerir, og þar var Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, sem sagði mér það að ég væri að fara á samráðsfund um það að kröfuhafar Glitnis vildu leggja Íslandsbanka inn sem hluta af sínu stöðugleikaframlagi. Ég þakka bara Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið því svo sannarlega voru það ekki stjórnvöld sem höfðu samráð þó að hér hefði lengi verið kallað eftir fundi í samráðshópi um losun hafta.“ Katrín sagði það svo mikilvægt að þingmenn væru nú vel yfir það hvaða staða væri uppi varðandi stöðugleikaframlögin. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera metnaður stjórnvalda að tryggja sem opnasta og gagnsæja umræðu svo almenningi væri ljóst um hvað málið snúist. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Tillögur kröfuhafa Glitnis um að ríkið eignist Íslandsbanka hafa vakið mikla athygli í dag en fjármálaráðuneytið setti frétt þess efnis inn á vef sinn um klukkan 4 í nótt. Tillögurnar eru nú meðal annars ræddar á Alþingi þar sem Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði mikil tíðindi felast í þeim. „Það leggur okkur miklar skyldur á herðar, ef að Íslandsbanki færist í hendur ríkisins, sérstaklega þegar við völd situr ríkisstjórn þeirra flokka sem eiga Íslandsmet, kannski Evrópumet eða heimsmet í spillingu við sölu ríkisbanka,“ sagði Árni Páll. Þá viðraði hann áhyggjur sínar af því að ríkið tæki á sig meiri ábyrgð í bankarekstri sem væri ekki áhættulaus rekstur, eins og sagan hefði sýnt. Árni Páll sagði jafnframt að það væri ekkert grín að selja hluti í tveimur ríkisbönkum, og annan til fulls, þegar við blasi að bankakerfið sé alltof stórt. „Eftir er síðan að skýra hvers vegna ríkisstjórn Íslands er eins og útspýtt hundskinn um allar koppagrundir að elta erlenda kröfuhafa til að hjálpa þeim við að losna að greiða þann stöðugleikaskatt sem myndi skila almenningi mörg hundruð milljörðum meira en raun ber vitni ef af stöðugleikaframlögunum verður.“Þakkaði Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið við losun hafta Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gagnrýndi svo ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi hvað varðar tillögur kröfuhafa Glitnis. „Í gær fékk ég boð á samráðsfund um losun hafta. Síðan kveikti ég á útvarpinu í morgun, eins og kona gerir, og þar var Sigmar Guðmundsson, útvarpsmaður, sem sagði mér það að ég væri að fara á samráðsfund um það að kröfuhafar Glitnis vildu leggja Íslandsbanka inn sem hluta af sínu stöðugleikaframlagi. Ég þakka bara Sigmari Guðmundssyni fyrir samráðið því svo sannarlega voru það ekki stjórnvöld sem höfðu samráð þó að hér hefði lengi verið kallað eftir fundi í samráðshópi um losun hafta.“ Katrín sagði það svo mikilvægt að þingmenn væru nú vel yfir það hvaða staða væri uppi varðandi stöðugleikaframlögin. Hún sagði jafnframt að það ætti að vera metnaður stjórnvalda að tryggja sem opnasta og gagnsæja umræðu svo almenningi væri ljóst um hvað málið snúist.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. 20. október 2015 13:09
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51