NFL-sjónvarpsstöðin hefur beðið leikmenn Cincinnati Bengals afsökunar þar sem þeir sáust naktir á stöðinni um síðustu helgi.
NFL network hefur aðgang víða og meðal annars í búningsklefa félaganna. Eftir leik Bengals gegn Buffalo um helgina var farið inn í klefa Bengals og tekin viðtöl í beinni.
Myndatökumaðurinn passaði aftur á móti ekki upp á sitt sjónarhorn því það sást beint inn í sturtu liðsins á bak við manninn sem var í viðtali.
Grunlausir leikmenn Bengals skörtuðu því sínu heilagasta í beinni með Dubbel Dusch í hárinu.
Sjónvarpsstöðin hefur beðist afsökunar og segir að ekki hafi verið farið eftir starfsreglum. Upp á þetta verði passað í framtíðinni.
Leikmenn Bengals naktir í beinni útsendingu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
