Kirkjan er ávöxtur vináttu og trúar Bjarni Karlsson og Gregory Aikins skrifar 31. október 2015 07:00 Við sem þetta ritum höfum lengi verið vinir. Við höfum ræktað með okkur sérstaka vináttu sem okkur langar að deila með öðru fólki. Um árabil hittumst við hvern þriðjudagsmorgun kl. 10 til að lesa Biblíuna, biðja saman og eiga gott samtal með það að markmiði að veita hvor öðrum aðhald til að lifa ósviknu andlegu lífi. Það hefur orðið reynsla okkar að sú einfalda iðkun sem fólgin er í daglegum Biblíulestri og bæn ásamt vikulegu trúnaðarsamtali geri okkur betri en ella. Biblíulestur gefur þekkingu á Guði og mönnum, bænin veitir frið og öryggi og trúnaðarsamtalið skilur mann eftir með þá vissu að það sé í lagi að vera maður sjálfur. Við finnum öll að tímarnir eru að breytast. Kristið fólk í landinu skynjar örar breytingar í ytri þáttum og upplifir jafnvel kirkjuna sína í vörn. Við sem þetta ritum óttumst ekki þær breytingar sem nú ganga yfir. Við sjáum fyrir okkur kirkju Jesú Krists lifa og dafna í fjölmenningarþjóðfélaginu. Við trúum því að fjölmenningin sé hluti af Guðs góðu sköpun og að hann vilji að kristið fólk vandi sig við að lifa í heiminum eins og hann er. Almannarýmið er og verður vettvangur kristinnar kirkju. Um leið og þrengt er að hefðbundnu kirkjustarfi með margvíslegu móti skapast ný tækifæri til að lifa trúna í daglegu lífi og bera Jesú Kristi vitni. Kristin kirkja er ekki háð peningum, húsum eða embættum, hún er fjöldahreyfing þeirra sem vilja vera vinir og nemendur Jesú. Hann fæddist sem fátækur flóttamaður og var á endanum yfirgefinn af öllum. Sigur hans er sigur yfir ranglæti og einsemd og góða fréttin er sú að réttlæti og vinátta stendur öllum til boða í hans nafni. Kirkja Jesú er lífræn. Það merkir að hún vex innan frá, líkt og fræ sem sáð er í jörð eða grein á tré. Hún er ekki árangur af markaðssetningu heldur ávöxtur vináttu og trúar. Hún er ekki skipulag sem komið er á heldur atburður, fólk á ferð með góðar fréttir og veislu í farangrinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármál framhaldsskóla Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Sjá meira
Við sem þetta ritum höfum lengi verið vinir. Við höfum ræktað með okkur sérstaka vináttu sem okkur langar að deila með öðru fólki. Um árabil hittumst við hvern þriðjudagsmorgun kl. 10 til að lesa Biblíuna, biðja saman og eiga gott samtal með það að markmiði að veita hvor öðrum aðhald til að lifa ósviknu andlegu lífi. Það hefur orðið reynsla okkar að sú einfalda iðkun sem fólgin er í daglegum Biblíulestri og bæn ásamt vikulegu trúnaðarsamtali geri okkur betri en ella. Biblíulestur gefur þekkingu á Guði og mönnum, bænin veitir frið og öryggi og trúnaðarsamtalið skilur mann eftir með þá vissu að það sé í lagi að vera maður sjálfur. Við finnum öll að tímarnir eru að breytast. Kristið fólk í landinu skynjar örar breytingar í ytri þáttum og upplifir jafnvel kirkjuna sína í vörn. Við sem þetta ritum óttumst ekki þær breytingar sem nú ganga yfir. Við sjáum fyrir okkur kirkju Jesú Krists lifa og dafna í fjölmenningarþjóðfélaginu. Við trúum því að fjölmenningin sé hluti af Guðs góðu sköpun og að hann vilji að kristið fólk vandi sig við að lifa í heiminum eins og hann er. Almannarýmið er og verður vettvangur kristinnar kirkju. Um leið og þrengt er að hefðbundnu kirkjustarfi með margvíslegu móti skapast ný tækifæri til að lifa trúna í daglegu lífi og bera Jesú Kristi vitni. Kristin kirkja er ekki háð peningum, húsum eða embættum, hún er fjöldahreyfing þeirra sem vilja vera vinir og nemendur Jesú. Hann fæddist sem fátækur flóttamaður og var á endanum yfirgefinn af öllum. Sigur hans er sigur yfir ranglæti og einsemd og góða fréttin er sú að réttlæti og vinátta stendur öllum til boða í hans nafni. Kirkja Jesú er lífræn. Það merkir að hún vex innan frá, líkt og fræ sem sáð er í jörð eða grein á tré. Hún er ekki árangur af markaðssetningu heldur ávöxtur vináttu og trúar. Hún er ekki skipulag sem komið er á heldur atburður, fólk á ferð með góðar fréttir og veislu í farangrinum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun