Róbert: Ekkert skrítið að FH fékk til sín frábæran markvörð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2015 12:34 Róbert Örn skrifar undir i hádeginu í dag. Vísir/Vilhelm Róbert Örn Óskarsson, sem varð Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deildinni í sumar, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Víking. Róbert hefur varið mark FH undanfarin tvö ár, en hann var áður á mála hjá Víkingi fyrir fjórum árum. Þá spilaði hann ekki leik.Sjá einnig: Markvörður meistaranna samdi við Víking "Fyrst og fremst valdi ég Víking því það vildi mest fá mig," sagði Róbert við Vísi um ástæðu þess að hann valdi Fossvogsfélagið, en Fjölnir, Fylkir og ÍBV vildu einnig fá hann í sínar raðir. "Það skipti miklu miklu máli og svo þekki ég Milos þjálfara líka. Þegar ákveðið var að fara frá FH var auðveld ákvörðun að velja Víking," sagði Róbert, en ræddi hann við fleiri félög?Sjá einnig: Fimm lið berjast um Róbert Örn "Ég ræddi mest við FH og var ekkert mikið að gefa færi á mér fyrir það. Ætli það hafi ekki verið eitthvað innsæi sem sagði mér að standa ekki í öðrum viðræðum en við Víkingana. Það var samt eitthvað annað í gangi sem vinur minn Bjarki Gunnlaugsson sá um. En þetta var niðurstaðan." FH fékk til sín færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen á dögunum og sá Róbert því sæng sína væntanlega uppreidda í Hafnarfirðinum. Hann kveður þó ekki í fússi.Róbert Örn í Víkingstreyjunni.Vísir/Vilhelm"Það var ekkert skrítið að FH fékk nýjan markvörð í ljósi þess að Kristján Finnbogason, sem er 44 ára, var að leggja hanskana á hilluna. Það er algjörlega í takti við FH að fá svona frábæran markvörð því í liðinu eru tveir menn um hverja stöðu. Það sama á að gilda um markverðina," sagði Róbert, en er hann svekktur með að vera ekki þar áfram?Sjá einnig: Gunnar Nielsen genginn í raðir FH "Ég horfi á þetta frá mörgum hliðum. Það var gífurlega erfið ákvörðun að fara frá FH og FH-ingarnir komu vel fram við mig. En á þessum tímapunkgi finnst mér þetta vera rétta ákvörðunin og ég verð að standa með henni." Róbert hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin tvö ár þrátt fyrir að verja mark liðsins sem hafnaði í öðru sæti í fyrra og varð Íslandsmeistari í ár. Nú mun mæða enn meira á honum þegar hann gengur í raðir smærra liðs. Er hann tilbúinn fyrir þá pressu? "Já, alveg pottþétt. Þetta verður öðruvísi pressa. Ég tel mig vera tilbúinn í þessa nýju áskorun sem er Víkingur," sagði Róbert Örn Óskarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira
Róbert Örn Óskarsson, sem varð Íslandsmeistari með FH í Pepsi-deildinni í sumar, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Víking. Róbert hefur varið mark FH undanfarin tvö ár, en hann var áður á mála hjá Víkingi fyrir fjórum árum. Þá spilaði hann ekki leik.Sjá einnig: Markvörður meistaranna samdi við Víking "Fyrst og fremst valdi ég Víking því það vildi mest fá mig," sagði Róbert við Vísi um ástæðu þess að hann valdi Fossvogsfélagið, en Fjölnir, Fylkir og ÍBV vildu einnig fá hann í sínar raðir. "Það skipti miklu miklu máli og svo þekki ég Milos þjálfara líka. Þegar ákveðið var að fara frá FH var auðveld ákvörðun að velja Víking," sagði Róbert, en ræddi hann við fleiri félög?Sjá einnig: Fimm lið berjast um Róbert Örn "Ég ræddi mest við FH og var ekkert mikið að gefa færi á mér fyrir það. Ætli það hafi ekki verið eitthvað innsæi sem sagði mér að standa ekki í öðrum viðræðum en við Víkingana. Það var samt eitthvað annað í gangi sem vinur minn Bjarki Gunnlaugsson sá um. En þetta var niðurstaðan." FH fékk til sín færeyska landsliðsmarkvörðinn Gunnar Nielsen á dögunum og sá Róbert því sæng sína væntanlega uppreidda í Hafnarfirðinum. Hann kveður þó ekki í fússi.Róbert Örn í Víkingstreyjunni.Vísir/Vilhelm"Það var ekkert skrítið að FH fékk nýjan markvörð í ljósi þess að Kristján Finnbogason, sem er 44 ára, var að leggja hanskana á hilluna. Það er algjörlega í takti við FH að fá svona frábæran markvörð því í liðinu eru tveir menn um hverja stöðu. Það sama á að gilda um markverðina," sagði Róbert, en er hann svekktur með að vera ekki þar áfram?Sjá einnig: Gunnar Nielsen genginn í raðir FH "Ég horfi á þetta frá mörgum hliðum. Það var gífurlega erfið ákvörðun að fara frá FH og FH-ingarnir komu vel fram við mig. En á þessum tímapunkgi finnst mér þetta vera rétta ákvörðunin og ég verð að standa með henni." Róbert hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarin tvö ár þrátt fyrir að verja mark liðsins sem hafnaði í öðru sæti í fyrra og varð Íslandsmeistari í ár. Nú mun mæða enn meira á honum þegar hann gengur í raðir smærra liðs. Er hann tilbúinn fyrir þá pressu? "Já, alveg pottþétt. Þetta verður öðruvísi pressa. Ég tel mig vera tilbúinn í þessa nýju áskorun sem er Víkingur," sagði Róbert Örn Óskarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Sjá meira