Mál hjúkrunarfræðingsins getur haft alvarlegt fordæmi Birgir Olgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 13:44 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur setið réttarhöldin yfir hjúkrunarfræðingnum sem er sakaður um manndráp af gáleysi. Vísir „Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt mál,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp af gáleysi. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um vanrækslu sem leiddi til dauða sjúklings í október árið 2012 með því að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Varð það til þess að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér en ekki frá sér og kafnaði. Sjá einnig: Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar Ólafur sat aðalmeðferð málsins í gær og einnig munnleg málflutning ákæruvaldsins og verjenda í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir þetta mál setja alla heilbrigðisstarfsmenn í óvissu. „Því þeim er gert að starfa hér í starfsumhverfi sem er mjög óæskilegt. Mönnun er óæskileg, og starfsumhverfið er slæmt. Þeir búa við það að eiga hættu á að vera ákærðir fyrir manndráp af gáleysi eða þær aðstæður sem þeim er búin af ríkinu verði til þess að þeir verða ákærðir. Það er mjög alvarlegt og ég held að þetta muni hafa áhrif á það hvort heilbrigðisstarfsmenn treysti sér að starfa við þær aðstæður sem þeim er boðið upp á,“ segir Ólafur. Sjá einnig: Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Við munnlegan málflutning í morgun sagði verjenda Landspítalans að þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér verði hjúkrunarfræðingurinn fundinn sekur. Mun það verða til þess að heilbrigðisstarfsmenn muni ekki þora að segja frá mistökum af ótta við ákæru og þá sé ómögulegt að læra af mistökum sem muni veikja heilbrigðiskerfið til muna. Ólafur tekur undir þetta sjónarmið. „Það sem maður vill gera þegar eitthvað svona kemur upp er að læra af atvikinu. Ef þú átt hættu að verða ákærður eða kollegi þinn fyrir að gera mistök þá er hætta á því að fólk segi ekki frá því. Það er sú menning sem við viljum alls ekki skapa hér á landi því öryggi sjúklinga á að vera númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur sem vonast eftir því að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Sjá einnig: Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
„Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt mál,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp af gáleysi. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um vanrækslu sem leiddi til dauða sjúklings í október árið 2012 með því að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Varð það til þess að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér en ekki frá sér og kafnaði. Sjá einnig: Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar Ólafur sat aðalmeðferð málsins í gær og einnig munnleg málflutning ákæruvaldsins og verjenda í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir þetta mál setja alla heilbrigðisstarfsmenn í óvissu. „Því þeim er gert að starfa hér í starfsumhverfi sem er mjög óæskilegt. Mönnun er óæskileg, og starfsumhverfið er slæmt. Þeir búa við það að eiga hættu á að vera ákærðir fyrir manndráp af gáleysi eða þær aðstæður sem þeim er búin af ríkinu verði til þess að þeir verða ákærðir. Það er mjög alvarlegt og ég held að þetta muni hafa áhrif á það hvort heilbrigðisstarfsmenn treysti sér að starfa við þær aðstæður sem þeim er boðið upp á,“ segir Ólafur. Sjá einnig: Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Við munnlegan málflutning í morgun sagði verjenda Landspítalans að þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér verði hjúkrunarfræðingurinn fundinn sekur. Mun það verða til þess að heilbrigðisstarfsmenn muni ekki þora að segja frá mistökum af ótta við ákæru og þá sé ómögulegt að læra af mistökum sem muni veikja heilbrigðiskerfið til muna. Ólafur tekur undir þetta sjónarmið. „Það sem maður vill gera þegar eitthvað svona kemur upp er að læra af atvikinu. Ef þú átt hættu að verða ákærður eða kollegi þinn fyrir að gera mistök þá er hætta á því að fólk segi ekki frá því. Það er sú menning sem við viljum alls ekki skapa hér á landi því öryggi sjúklinga á að vera númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur sem vonast eftir því að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Sjá einnig: Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira