Harden heillum horfinn og Houston steinliggur í öllum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2015 22:30 James Harden hefur verið ískaldur í upphafi tímabilsins. Vísir/Getty James Harden og lið hans Houston Rockets hafa byrjað tímabilið skelfilega í NBA-deildinni í körfubolta. Houston Rockets hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni og þeim öllum með 20 stigum. Það dugði ekki einu sinni liðinu að komast 21 stigi yfir á móti Miami Heat í síðasta leik. Houston-liðið tapaði ekki aðeins forystunni heldur steinlá á endanum 109-89. Houston tapaði síðustu 23 mínútum leiksins 65-24 og þetta stórtap bættist því við 20 stiga tap á móti Denver (85-105) og 20 stiga tap á móti Golden State (92-112). En hver er ástæðan? Frammistaðan hjá stórstjörnu liðsins, James Harden, hlýtur að vera ein af stóru ástæðunum fyrir þessari matraðabyrjun. Harden var með 27,4 stig að meðaltal á síðustu leiktíð og talaði sjálfur um það hann hefði átt að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Þau verðlaun hlaut aftur á móti Steph Curry hjá Golden State Warriors. Harden hefur gert alltaf en standa undir eigin mati í upphafi leiktíðar. James Harden hefur verið heillum horfinn í þessum þremur leikjum en hann hefur skorað í þeim 18,0 stig að meðaltali. Það er þó hræðileg nýting sem sker sig úr. James Harden hefur aðeins hitt úr 22 prósent skota sinna og aðeins 3 af 32 skota hans fyrir utan þriggja stiga línuna hafa ratað rétta leið. Þetta þýðir að þriggja stiga nýting kappans í fyrstu þremur leikjunum er aðeins 9,4 prósent. Hittni Harden er meira að segja á niðurleið. Hann hitti úr 16,7 prósent þriggja stiga skota sinna í fyrsta leiknum á móti Denver (2 af 12), tíu prósent þriggja stiga skota sinna í öðrum leiknum á móti Golden State (1 af 10) en klikkaði síðan á öllum tíu þriggja stiga skotum sínum á móti Miami. Harden hefur bjargað stigaskori sínu á vítalínunni þar sem hann hefur nýtt 27 af 31 skoti sínu (87,1 prósent) en helmingur stiga hans hafa komið á vítalínunni. Verkefni kvöldsins hjá Harden og Houston Rockets liðinu er heimaleikur á móti Oklahoma City Thunder í nótt. Oklahoma City Thunder hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu og verða erfiðir við að eiga í nótt.Eintómt svekkelsi hjá James Harden.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir James með 29 stig gegn gömlu félögunum | Myndbönd Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. 31. október 2015 11:18 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
James Harden og lið hans Houston Rockets hafa byrjað tímabilið skelfilega í NBA-deildinni í körfubolta. Houston Rockets hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni og þeim öllum með 20 stigum. Það dugði ekki einu sinni liðinu að komast 21 stigi yfir á móti Miami Heat í síðasta leik. Houston-liðið tapaði ekki aðeins forystunni heldur steinlá á endanum 109-89. Houston tapaði síðustu 23 mínútum leiksins 65-24 og þetta stórtap bættist því við 20 stiga tap á móti Denver (85-105) og 20 stiga tap á móti Golden State (92-112). En hver er ástæðan? Frammistaðan hjá stórstjörnu liðsins, James Harden, hlýtur að vera ein af stóru ástæðunum fyrir þessari matraðabyrjun. Harden var með 27,4 stig að meðaltal á síðustu leiktíð og talaði sjálfur um það hann hefði átt að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Þau verðlaun hlaut aftur á móti Steph Curry hjá Golden State Warriors. Harden hefur gert alltaf en standa undir eigin mati í upphafi leiktíðar. James Harden hefur verið heillum horfinn í þessum þremur leikjum en hann hefur skorað í þeim 18,0 stig að meðaltali. Það er þó hræðileg nýting sem sker sig úr. James Harden hefur aðeins hitt úr 22 prósent skota sinna og aðeins 3 af 32 skota hans fyrir utan þriggja stiga línuna hafa ratað rétta leið. Þetta þýðir að þriggja stiga nýting kappans í fyrstu þremur leikjunum er aðeins 9,4 prósent. Hittni Harden er meira að segja á niðurleið. Hann hitti úr 16,7 prósent þriggja stiga skota sinna í fyrsta leiknum á móti Denver (2 af 12), tíu prósent þriggja stiga skota sinna í öðrum leiknum á móti Golden State (1 af 10) en klikkaði síðan á öllum tíu þriggja stiga skotum sínum á móti Miami. Harden hefur bjargað stigaskori sínu á vítalínunni þar sem hann hefur nýtt 27 af 31 skoti sínu (87,1 prósent) en helmingur stiga hans hafa komið á vítalínunni. Verkefni kvöldsins hjá Harden og Houston Rockets liðinu er heimaleikur á móti Oklahoma City Thunder í nótt. Oklahoma City Thunder hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu og verða erfiðir við að eiga í nótt.Eintómt svekkelsi hjá James Harden.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir James með 29 stig gegn gömlu félögunum | Myndbönd Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. 31. október 2015 11:18 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
James með 29 stig gegn gömlu félögunum | Myndbönd Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. 31. október 2015 11:18