KR-ingar voru ekki í neinum vandræðum með Víkinga er liðin mættust í Bose-bikarnum í kvöld.
KR vann leikinn 4-1 en staðan í hálfleik var 1-1.
Pálmi Rafn Pálmason, Hólmbert Aron Friðjónsson, Viðar Þór Sigurðsson og Gunnar Þór Gunnarsson skoruðu mörk KR-inga að því er kemur fram á fótbolti.net.
Viktor Jónsson skoraði mark Víkinga en hann er nýkominn aftur til félagsins eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Þróttara síðasta sumar.

