Íslendingar þurfi að vera á varðbergi Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2015 19:34 Ólöf Nordal vísir/anton brink Innanríkisráðherra segir það mat yfirvalda að ekki þurfi að auka viðbúnaðarstig hér á landi vegna hryðjuverkanna í París umfram það sem nú er. Íslendingar verði hins vegar að vera á varðbergi. Samstaða ríkti um viðbrögð við árásunum í umræða á Alþingi í dag. Þingmenn voru sammála um að hryðjuverkaárásirnar í París væru árás á lýðræðisleg gildi Vesturlanda. Þær mættu ekki verða til að veikja þau né vekja fordóma gagnvart því flóttafólki sem flýr átökin í Sýrlandi. „Hryðjuverkamennirnir eru að vonast til þess að hafa áhrif á og breyta þessum grunngildum þjóðfélags okkar. Því er mikilvægara en nokkru sinni að halda þeim á lofti. Skríða ekki inn í skelina heldur fagna frelsinu. Frelsinu sem svo marir flóttamenn sem við viljum gjarnan styðja er að leita að,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þessi mál þurfi að ræða af yfirvegun m.a. hvað varðar öryggi á Íslandi. Gæta verði jafnvægis milli réttinda fólks og öryggis. Ísland hafi hlutverki að gegna í alþjóðasamfélaginu. „Í fyrsta lagi, og hér hefur Ísland sína rödd, þurfum við að setja aukinn þrýsting á helstu leikendur alþjóðasviðsins. Þar með talið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að finna friðsamlega lausn á deilunni í Sýrlandi þar sem helstu vígi ISIS eru, þaðan sem milljónir eru á flótta,“ sagði utanríkisráðherra. „Þeir vildu skapa sundrungu og þá skulum við rækta samstöðu. Þeir vildu skapa fordóma og hatur. Við skulum þá rækta fjölmenningu og umburðarlindi,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingmenn töluðu allir á þessum nótum og minntu líka á að hryðjuverkin hefðu verið fleiri að undanförnu, til að mynda í Beirút á fimmtudag og orsök þeirra ætti sér djúpar rætur. Ólöf Nordal Innanríkisráðherra sagði að meta þyrfti stöðuna af yfirvegun og raunsæi og byggja á áræðanlegum upplýsingum. Íslensk yfirvöld væru aðilar að víðræku samstarfi ríkja í Evrópu í öryggismálum. „Við, ríkisstjórnin og yfirvöld öryggis- og löggæslumála höfum rýnt það hvort og hvernig á að bregðast á við þessum aðstæðum. Það er mat Ríkislögreglustjóra að ekki þurfi að hækka viðbúnaðarstigið umfram það sem gert var í febrúar eftir árásirnar á Charles Hedo (í París). Það er þó enginn vafi á að hætta á hryðjuverkum á Vesturlöndum er töluverð og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Eftir umræðurnar um hryðjuverkin fór fram fyrri umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillagan var lögð fyrir vorþing en náði ekki afgreiðslu. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það mat yfirvalda að ekki þurfi að auka viðbúnaðarstig hér á landi vegna hryðjuverkanna í París umfram það sem nú er. Íslendingar verði hins vegar að vera á varðbergi. Samstaða ríkti um viðbrögð við árásunum í umræða á Alþingi í dag. Þingmenn voru sammála um að hryðjuverkaárásirnar í París væru árás á lýðræðisleg gildi Vesturlanda. Þær mættu ekki verða til að veikja þau né vekja fordóma gagnvart því flóttafólki sem flýr átökin í Sýrlandi. „Hryðjuverkamennirnir eru að vonast til þess að hafa áhrif á og breyta þessum grunngildum þjóðfélags okkar. Því er mikilvægara en nokkru sinni að halda þeim á lofti. Skríða ekki inn í skelina heldur fagna frelsinu. Frelsinu sem svo marir flóttamenn sem við viljum gjarnan styðja er að leita að,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þessi mál þurfi að ræða af yfirvegun m.a. hvað varðar öryggi á Íslandi. Gæta verði jafnvægis milli réttinda fólks og öryggis. Ísland hafi hlutverki að gegna í alþjóðasamfélaginu. „Í fyrsta lagi, og hér hefur Ísland sína rödd, þurfum við að setja aukinn þrýsting á helstu leikendur alþjóðasviðsins. Þar með talið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, að finna friðsamlega lausn á deilunni í Sýrlandi þar sem helstu vígi ISIS eru, þaðan sem milljónir eru á flótta,“ sagði utanríkisráðherra. „Þeir vildu skapa sundrungu og þá skulum við rækta samstöðu. Þeir vildu skapa fordóma og hatur. Við skulum þá rækta fjölmenningu og umburðarlindi,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Þingmenn töluðu allir á þessum nótum og minntu líka á að hryðjuverkin hefðu verið fleiri að undanförnu, til að mynda í Beirút á fimmtudag og orsök þeirra ætti sér djúpar rætur. Ólöf Nordal Innanríkisráðherra sagði að meta þyrfti stöðuna af yfirvegun og raunsæi og byggja á áræðanlegum upplýsingum. Íslensk yfirvöld væru aðilar að víðræku samstarfi ríkja í Evrópu í öryggismálum. „Við, ríkisstjórnin og yfirvöld öryggis- og löggæslumála höfum rýnt það hvort og hvernig á að bregðast á við þessum aðstæðum. Það er mat Ríkislögreglustjóra að ekki þurfi að hækka viðbúnaðarstigið umfram það sem gert var í febrúar eftir árásirnar á Charles Hedo (í París). Það er þó enginn vafi á að hætta á hryðjuverkum á Vesturlöndum er töluverð og við þurfum að vera á varðbergi,“ sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Eftir umræðurnar um hryðjuverkin fór fram fyrri umræða um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillagan var lögð fyrir vorþing en náði ekki afgreiðslu.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Grípa til sérstakra öryggisráðstafana hér á landi Tekin hefur verið ákvörðun um að auka sérstakar öryggisráðstafanir hér á landi vegna hryðjuverkaárásanna í París 16. nóvember 2015 18:21