Eru bankarnir of stórir? Sæunn Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2015 14:46 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands mun kryfja málið á hádegisverðarfundinum. Vísir/ÞÞ Undanfarin ár hefur umræða um samhliða rekstur fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi verið viðvarandi í samfélaginu. Sennilega má þó marka nýtt upphaf hennar eftir bankahrunið þegar þáverandi efnahags og viðskiptaráðherra ræddi í fyrsta sinn, árið 2011, opinberlega um aðskilnaðinn í sambandi við breytingar á starfsheimildum innlánsstofnana. Þingmál þessa efnis hafa þónokkrum sinnum birst á vettvangi Alþingis í einni eða annarri mynd en hafa þó aldrei náð fram að ganga. Í september sl. lögðu svo átta þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar fram tillögu til þingsályktunar um aðskilnað fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi og er þetta málefni því enn einu sinni komið upp á borð Alþingis. Til að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar, til liðs við sig til að kryfja málið á hádegisverðarfundi þann 17.nóvember nk. á Fosshóteli Reykjavík. Ásgeir mun hefja fundinn á erindi um bankakerfið, m.a. um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr viðskiptalífinu og stjórnmálum munu bregðast við framsögu Ásgeirs og taka á efni fundarins frá ólíkum sjónarhólum. Leitast verður við að gefa fundargestum góða innsýn í efnið ásamt því að svara stóru spurningunni um það hvort aðskilja ætti viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi.Dagskrá fundarins:Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, opnar og stýrir fundinum og pallborðsumræðum.Er skilnaður til bóta? - Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafi Virðingar, heldur erindi um bankakerfið. Pallborðsumræður:Tryggvi Pálsson – Stjórnarformaður LandsbankansFrosti Sigurjónsson – Formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisDr.Þóranna Jónsdóttir – Deildarforseti viðskiptadeildar HRHannes F. Hrólfsson - Forstjóri Virðingar Spurningar úr sal Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, þriðjudaginn 17. nóvember, milli 12:00-13:05. Hér má skrá sig á fundinn. Alþingi Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Undanfarin ár hefur umræða um samhliða rekstur fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi verið viðvarandi í samfélaginu. Sennilega má þó marka nýtt upphaf hennar eftir bankahrunið þegar þáverandi efnahags og viðskiptaráðherra ræddi í fyrsta sinn, árið 2011, opinberlega um aðskilnaðinn í sambandi við breytingar á starfsheimildum innlánsstofnana. Þingmál þessa efnis hafa þónokkrum sinnum birst á vettvangi Alþingis í einni eða annarri mynd en hafa þó aldrei náð fram að ganga. Í september sl. lögðu svo átta þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar fram tillögu til þingsályktunar um aðskilnað fjárfestingabanka- og viðskiptabankastarfsemi og er þetta málefni því enn einu sinni komið upp á borð Alþingis. Til að ræða þetta áhugaverða mál hefur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga fengið Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafa Virðingar, til liðs við sig til að kryfja málið á hádegisverðarfundi þann 17.nóvember nk. á Fosshóteli Reykjavík. Ásgeir mun hefja fundinn á erindi um bankakerfið, m.a. um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Að erindinu loknu verða pallborðsumræður þar sem aðilar úr viðskiptalífinu og stjórnmálum munu bregðast við framsögu Ásgeirs og taka á efni fundarins frá ólíkum sjónarhólum. Leitast verður við að gefa fundargestum góða innsýn í efnið ásamt því að svara stóru spurningunni um það hvort aðskilja ætti viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi.Dagskrá fundarins:Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, opnar og stýrir fundinum og pallborðsumræðum.Er skilnaður til bóta? - Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og efnahagsráðgjafi Virðingar, heldur erindi um bankakerfið. Pallborðsumræður:Tryggvi Pálsson – Stjórnarformaður LandsbankansFrosti Sigurjónsson – Formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisDr.Þóranna Jónsdóttir – Deildarforseti viðskiptadeildar HRHannes F. Hrólfsson - Forstjóri Virðingar Spurningar úr sal Fundurinn fer fram á Fosshótel Reykjavík, þriðjudaginn 17. nóvember, milli 12:00-13:05. Hér má skrá sig á fundinn.
Alþingi Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira