Holly Holm vann bardagann á rothöggi og Ronda Rousey þurfti í kjölfarið að fara upp á spítala til aðhlynningar. Holm hreinlega hakkað eina stærstu bardagastjörnu heims í sig.
Sjá einnig:Ronda Rousey flutt á sjúkrahús eftir rothögg
Þetta var fyrsta tap Rondu Rousey en hún hafði fram að því haft mikla yfirburði í sínum bardögum og leit hreinlega út fyrir að vera ósigrandi. Ronda Rousey átti hinsvegar fá svör á móti reynsluboltanum Holly Holm sem er frá Albuquerque í Nýja Mexíkó.
Ferð Ronda Rousey upp á spítala eftir bardagann þýddi að hún sleppti því að mæta á blaðamannfundinn eftir bardagann. Það hafði því ekkert heyrst frá henni fyrr en að hún skellti inn skilaboðum á Instagram-síðu sína.
Sjá einnig:Sjáðu fyrsta tap Rondu
Mick Dolce, þjálfari Ronda Rousey talaði um það eftir bardagann að Ronda myndi koma aftur og tók sem dæmi að hún hafi tapað á Ólympíuleikunum á sínum tíma en komið til baka og unnið marga heimsmeistaratitla.
Skilaboð Rousey á Instagram-síðu hennar voru einföld og ekki mörg orð. Þar þakkaði hún öllum fyrir ást og stuðning og fullvissaði jafnframt alla um að það væri í lagi með hana. Hún segist ætla að taka sér smá frí en að hún muni snúa aftur.