Sport

Sjöunda Íslandsmetið hjá Hrafnhildi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur hefur náð ótrúlegum árangri um helgina.
Hrafnhildur hefur náð ótrúlegum árangri um helgina. Vísir/Pjetur
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti í dag enn eitt Íslandsmetið á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem nú fer fram í Hafnarfirði.

Hrafnhildur kom langfyrst í mark í 400 m fjórsundi og stórbætti Íslandsmetið þegar hún synti á 4:43,56 mínútum. Gamla metið átti Eygló Ósk Gústafsdóttir en það var orðið tveggja ára gamalt.

Hrafnhildur bætti metið um tæpar þrjár sekúndur en þetta var hennar sjötta bæting á mótinu. Fyrr í dag jafnaði hún eigið met í 50 m bringusundi.

Hún hafði áður bætt metin í 100 m bringusundi og 100 og 200 m fjórsundi. Þá var hún í sveit SH sem bætti metin í 4x50 m blönduðu fjórsundi og 4x100 m fjórsundi kvenna.

Mótinu lýkur í dag.


Tengdar fréttir

SH með tvö Íslandsmet | Fimmta met Hrafnhildar

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, er hvergi nærri hætt að slá Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fram fer í Ásvallarlaug um helgina.

Eygló Ósk með Íslandsmet í baksundi

Eygló Ósk Gústafsdóttir, úr Ægi, setti Íslandsmet 100 metra baksundi á Íslandsmótinu í 25 metra laug sem haldið er í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina.

Íslandsmet hjá sveit SH í fjórsundi

Sveit Sundfélags Hafnarfjarðar bætti í dag Íslandsmetið í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi, en Íslandsmótið í 25 metra laug fer fram í Hafnarfirði um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×