Hraunið erfitt yfirferðar svo ferja þarf búnað og menn á vettvang með þyrlu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 09:50 Frá aðgerðum á vettvangi í gær. vísir/ernir Aðgerðir eru að hefjast á vettvangi í hrauninu vestan Kleifarvatns skammt frá Hraunkotsstapa en flugvél brotlenti þar síðdegis í gær. Tveir menn létust í slysinu en báðir voru þeir kennarar við Flugskóla Íslands. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn á vegum Rannsóknarnefndar samgönguslysa og rannsóknardeildar lögreglunnar muni vinna á vettvangi í dag. „Aðstæður eru mjög erfiðar þar sem þarna er mosi, hraun og gjótur. Það er eiginlega þannig séð ófært að rölta þetta eða það tekur mjög langan tíma og því þarf að ferja búnað og menn með þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Margeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvenær áætlað er að rannsókn á vettvangi ljúki segir Margeir ómögulegt að segja til um það. Þegar henni lýkur mun flakið verða flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa á Reykjavíkurflugvelli sem fer með rannsókn slyssins. Flugvélin sem fórst var af gerðinni Tecnam og var ein af fimm nýju vélum Flugskóla Íslands sem komu til landsins í upphafi mánaðarins. Samband við vélina rofnaði upp úr klukkan þrjú en lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan 15.10. Flak hennar fannst hálftíma síðar. Hinir látnu voru á þrítugs- og fertugsaldri, og eins og áður segir kennarar við Flugskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum sem send var út í gærkvöldi kemur fram að kennurum og nemendum í flugskólanum, sem og Tækniskólanum sem flugskólinn tilheyrir, hafi verið boðin áfallahjálp vegna slyssins. Allt skólastarf fellur niður í dag vegna þessa, bæði í Flugskóla Íslands og Tækniskólanum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Aðgerðir eru að hefjast á vettvangi í hrauninu vestan Kleifarvatns skammt frá Hraunkotsstapa en flugvél brotlenti þar síðdegis í gær. Tveir menn létust í slysinu en báðir voru þeir kennarar við Flugskóla Íslands. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að menn á vegum Rannsóknarnefndar samgönguslysa og rannsóknardeildar lögreglunnar muni vinna á vettvangi í dag. „Aðstæður eru mjög erfiðar þar sem þarna er mosi, hraun og gjótur. Það er eiginlega þannig séð ófært að rölta þetta eða það tekur mjög langan tíma og því þarf að ferja búnað og menn með þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Margeir í samtali við Vísi. Aðspurður hvenær áætlað er að rannsókn á vettvangi ljúki segir Margeir ómögulegt að segja til um það. Þegar henni lýkur mun flakið verða flutt í skýli Rannsóknarnefndar samgönguslysa á Reykjavíkurflugvelli sem fer með rannsókn slyssins. Flugvélin sem fórst var af gerðinni Tecnam og var ein af fimm nýju vélum Flugskóla Íslands sem komu til landsins í upphafi mánaðarins. Samband við vélina rofnaði upp úr klukkan þrjú en lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan 15.10. Flak hennar fannst hálftíma síðar. Hinir látnu voru á þrítugs- og fertugsaldri, og eins og áður segir kennarar við Flugskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum sem send var út í gærkvöldi kemur fram að kennurum og nemendum í flugskólanum, sem og Tækniskólanum sem flugskólinn tilheyrir, hafi verið boðin áfallahjálp vegna slyssins. Allt skólastarf fellur niður í dag vegna þessa, bæði í Flugskóla Íslands og Tækniskólanum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46 Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15 Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Hinir látnu voru kennarar við Flugskóla Íslands Kennurum og nemendum Flugskóla Íslands og Tækniskólans hefur verið boðin áfallahjálp. 12. nóvember 2015 21:46
Tveir létust í flugslysi Vélin var kennsluvél flugskóla Íslands og var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. 12. nóvember 2015 20:15
Lítil kennsluflugvél fór niður á Reykjanesi Allt kapp var lagt á að ná að rannsaka aðstæður áður en myrkur skellur á samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 12. nóvember 2015 15:47