Friðrik Þór lendir í tónlistarmyndbandi og tekur til sinna ráða Stefán Árni Pálsson skrifar 12. nóvember 2015 09:00 Friðrik Þór fer á kostum. vísir Friðrik Þór Friðriksson er þekktari fyrir að vera bak við myndavélina, en hann er fyrir framan hana í nýju myndbandi með hljómsveitinni Jane Telephonda við lagið Transmuted Saltness. Óhætt er að hvetja áhorfendur til að horfa á myndbandið til enda, án þess að upplýsa um óvænt málalok. Hljómsveitina Jane Telephonda skipa hjónin Ásdís Rósa Þórðardóttir og Ívar Páll Jónsson, en sá síðarnefndi samdi konseptplötuna og leikverkið Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, sem kom út á síðasta ári. Ívar samdi söguþráð myndbandsins, ásamt Gunnlaugi bróður sínum, sem leikstýrði því. „Það kom bara einn maður til greina í þetta hlutverk,“ segir Ívar, spurður um aðalhlutverkið. „Friðrik Þór er góður vinur minn og hann er mikill listamaður. Myndbandið fær fyrst á sig cinematískan blæ þegar Friðrik stígur inn í það. Hann er sterkur karakter og hann þolir illa múður, eins og kemur svo berlega í ljós í enda myndbandsins.“ Lagið Transmuted Saltness kemur út 27. nóvember hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Því verður dreift á alla stafræna miðla, svo sem Spotify og Apple Music. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Jane Telephonda á síðunni hennar. Tækni Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Friðrik Þór Friðriksson er þekktari fyrir að vera bak við myndavélina, en hann er fyrir framan hana í nýju myndbandi með hljómsveitinni Jane Telephonda við lagið Transmuted Saltness. Óhætt er að hvetja áhorfendur til að horfa á myndbandið til enda, án þess að upplýsa um óvænt málalok. Hljómsveitina Jane Telephonda skipa hjónin Ásdís Rósa Þórðardóttir og Ívar Páll Jónsson, en sá síðarnefndi samdi konseptplötuna og leikverkið Revolution in the Elbow of Ragnar Agnarsson Furniture Painter, sem kom út á síðasta ári. Ívar samdi söguþráð myndbandsins, ásamt Gunnlaugi bróður sínum, sem leikstýrði því. „Það kom bara einn maður til greina í þetta hlutverk,“ segir Ívar, spurður um aðalhlutverkið. „Friðrik Þór er góður vinur minn og hann er mikill listamaður. Myndbandið fær fyrst á sig cinematískan blæ þegar Friðrik stígur inn í það. Hann er sterkur karakter og hann þolir illa múður, eins og kemur svo berlega í ljós í enda myndbandsins.“ Lagið Transmuted Saltness kemur út 27. nóvember hjá bandaríska „indie“ útgáfufyrirtækinu Mother West. Því verður dreift á alla stafræna miðla, svo sem Spotify og Apple Music. Hægt er að nálgast meiri upplýsingar um Jane Telephonda á síðunni hennar.
Tækni Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Fleiri fréttir Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira