Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Sóley Tómasdóttir og Magnús Már Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðin lokar klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofa Barnaverndar lokar eftir hádegi á föstudögum. Bakvakt og neyðarþjónustu hefur verið sinnt með sama hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma. Almenn ánægja er meðal starfsfólks sem hefur tekið þátt í verkefninu og allt bendir til þess að það hafi almennt tekist vel. Það er mikið fagnaðarefni að ríkisvaldið hyggist setja af stað samskonar verkefni líkt og tilkynnt var fyrir skömmu í tengslum við kjarasamninga ríkisins við aðildarfélög BSRB. Markmið þess verður að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 vinnustundum í 36 leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og þeirra stofnana sem verða fyrir valinu. Áfangamat stendur nú yfir á verkefninu í Reykjavík, en miðað við þau gögn sem þegar liggja fyrir og upplifun stjórnenda á starfstöðvunum virðist verkefnið hafa gengið vel. Það hefur kallað á breytt vinnufyrirkomulag og tímastjórnun og einhverja hnökra hefur þurft að lagfæra, en allt hefur það verið yfirstíganlegt.Grunnur að langtímabreytingu Reykjavíkurborg hefur vandað til verka enda er hér verið að leggja grunn að langtímabreytingu í samfélagi okkar. Þar þarf meira til en eitt tilraunaverkefni og jafnvel þótt allar líkur séu á að borgin haldi áfram með verkefni af þessum toga vekur það von og gleði að sjá fleiri atvinnurekendur hefjast handa. Reykjavíkurborg er reiðubúin að miðla þeirri þekkingu sem hefur skapast undanfarna mánuði og mun gjarnan taka þátt í samstarfi um næstu skref, við ríkið og aðra atvinnurekendur ef svo ber undir. Á sama tíma og þessi tilraunaverkefni standa yfir er nauðsynlegt að gera úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna. Þar verður að taka mið af tækifærum fólks á vinnumarkaði með tilliti til aðstæðna, s.s. kyns, barnafjölda, aldurs, fötlunar og uppruna. Verkefnið getur bæði jafnað tækifæri ólíkra hópa á vinnumarkaði og stuðlað að bættri og sanngjarnari nýtingu á kröftum okkar allra. Á sama tíma hefur þetta áhrif á aðbúnað og þjónustu við börn, eldra fólk, fatlað fólk bæði á stofnunum og heimilum og í reynd á menningu og viðhorf í samfélaginu öllu. Það er til mikils að vinna, ríki og borg eiga að hjálpast að og tryggja að þetta mikilvæga verkefni takist vel. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Höfundar sitja í stýrihópi um styttingu vinnuvikunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðin lokar klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofa Barnaverndar lokar eftir hádegi á föstudögum. Bakvakt og neyðarþjónustu hefur verið sinnt með sama hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma. Almenn ánægja er meðal starfsfólks sem hefur tekið þátt í verkefninu og allt bendir til þess að það hafi almennt tekist vel. Það er mikið fagnaðarefni að ríkisvaldið hyggist setja af stað samskonar verkefni líkt og tilkynnt var fyrir skömmu í tengslum við kjarasamninga ríkisins við aðildarfélög BSRB. Markmið þess verður að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 vinnustundum í 36 leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og þeirra stofnana sem verða fyrir valinu. Áfangamat stendur nú yfir á verkefninu í Reykjavík, en miðað við þau gögn sem þegar liggja fyrir og upplifun stjórnenda á starfstöðvunum virðist verkefnið hafa gengið vel. Það hefur kallað á breytt vinnufyrirkomulag og tímastjórnun og einhverja hnökra hefur þurft að lagfæra, en allt hefur það verið yfirstíganlegt.Grunnur að langtímabreytingu Reykjavíkurborg hefur vandað til verka enda er hér verið að leggja grunn að langtímabreytingu í samfélagi okkar. Þar þarf meira til en eitt tilraunaverkefni og jafnvel þótt allar líkur séu á að borgin haldi áfram með verkefni af þessum toga vekur það von og gleði að sjá fleiri atvinnurekendur hefjast handa. Reykjavíkurborg er reiðubúin að miðla þeirri þekkingu sem hefur skapast undanfarna mánuði og mun gjarnan taka þátt í samstarfi um næstu skref, við ríkið og aðra atvinnurekendur ef svo ber undir. Á sama tíma og þessi tilraunaverkefni standa yfir er nauðsynlegt að gera úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna. Þar verður að taka mið af tækifærum fólks á vinnumarkaði með tilliti til aðstæðna, s.s. kyns, barnafjölda, aldurs, fötlunar og uppruna. Verkefnið getur bæði jafnað tækifæri ólíkra hópa á vinnumarkaði og stuðlað að bættri og sanngjarnari nýtingu á kröftum okkar allra. Á sama tíma hefur þetta áhrif á aðbúnað og þjónustu við börn, eldra fólk, fatlað fólk bæði á stofnunum og heimilum og í reynd á menningu og viðhorf í samfélaginu öllu. Það er til mikils að vinna, ríki og borg eiga að hjálpast að og tryggja að þetta mikilvæga verkefni takist vel. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Höfundar sitja í stýrihópi um styttingu vinnuvikunnar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun