Körfubolti

Lebron með stórleik í fimmta heimasigri Cleveland í röð | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Vel gert, gamli. Gemmér hæ fæv.
Vel gert, gamli. Gemmér hæ fæv. vísir/getty
Cleveland Cavaliers undir forystu LeBron James byrjar nýtt tímabil í NBA-deildinni mjög vel, en liðið vann fimmta heimaleikinn í röð í nótt þegar það lagði Utah Jazz að velli, 118-114.

LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 31 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og gaf átta stoðsendingar. Mo Williams lét ekki sitt eftir liggja með 29 stig og Kevin Love skoraði 22 stig og tók átta fráköst.

Alec Burks kom heitur inn af bekknum hjá Utah og skoarði 24 stig, Jazz-liðið er búið að vinna fjóra leiki og tapa þremur við upphaf deildarinnar.

LeBron treður:


Kevin Durant hafði hægt um sig í stigaskorun í öruggum 125-101 heimasigri Oklahoma City gegn Washington Wizards í nótt. Durant skoraði fjórtán stig og tók tíu fráköst.

Serge Ibaka var stigahæstur með 23 stig en stjarna kvöldsins var Russell Westbrook sem skutlaði í eina dúndur þrennu með 22 stigum, ellefu fráköstum og ellefu stoðsendingum.

New Orleans Pelicans var spáð góðu gengi í ár með nýjan þjálfara og einn besta leikmann deildarinnar, Anthony Davis, innan sinna raða. Liðið byrjaði þó á því að tapa fyrstu sex leikjum tímabilsins.

Pelíkanarnir unnu loksins í nótt. Dallas kom í heimsókn og þurfti að lúta í gras, 120-105, en Davis skoraði 17 stig og tók sjö fráköst.

Ryan Anderson kom sterkur inn af bekknum og skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst en hjá Dallas var Dirk Nowitzki stigahæstur með 18 stig.

Úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers - Utah Jazz 118-114

Washington Wizards - OKC Thunder 101-125

Miami Heat - LA Lakers 101-88

Toronto Raptors - New York Knicks 109-111

Milwaukee Bucks - Boston Celtics 83-99

Minnesota Timberwolves - Charlotte Hornets 95-104

New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 120-105

Westbrook með þrennu:


NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×