Körfubolti

Sigmundur Már dæmir tvo leiki á tveimur dögum í Eistlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigmundur Már Herbertsson með Hannesi S. Jónsson formanni KKÍ og varaformanninum Guðbjörgu Norðfjörð.
Sigmundur Már Herbertsson með Hannesi S. Jónsson formanni KKÍ og varaformanninum Guðbjörgu Norðfjörð. Vísir/Valli
FIBA-dómarinn Sigmundur Már Herbertsson er kominn til Eistlands þar sem hann verður upptekinn næstu tvö kvöld.

Sigmundur Már Herbertsson mun dæma tvo leiki í tveimur keppnum, þann fyrri í FIBA Europe Cup karla í kvöld og þann seinni í Evrópukeppni kvenna annað kvöld.

Sigmundur dæmir leik eistneska liðsins Tartu University Rock og ETHA Engomi frá Kýpur í kvöld en leikurinn er í L-riðli FIBA Europe Cup karla.

Eistarnir eru í baráttu um að komast upp úr riðlinum, hafa unnið 2 og tapað 2 eins og Juventus Utena frá Ítalíu. Kýpverska liðið situr hins vegar á botninum og hefur ekki unnið leik.

Á morgun miðvikudag dæmir Sigmundur svo leik Eista og Hollendinga í undankeppni EuroBasket kvenna 2017. Í fyrstu umferðinni á laugardag unnu Hollendingar Króata en Eistar töpuðu fyrir Frökkum.

Meðdómarar Sigmundar eru Andrei Sharapa frá Hvíta-Rússlandi og Marko Vladic frá Austurríki. Eftirlitsmaður er Klaus Metzger frá Þýskalandi.

Sigmundur Már mun síðan drífa sig heim til Íslands þar sem hann dæmir leik Grindavíkur og KR í áttundu umferð Domino´s deild karla.

Sigmundur Már Herbertsson dæmdi á Eurobasket í Lettlandi síðasta sumar og stóð sig mjög vel. Hann hefur síðan fengið fleiri verkefni í Evrópukeppnunum í vetur og hefur verið flottur fulltrúi íslensks körfubolta.


Tengdar fréttir

Sigmundur Már dæmir í riðli EM sem fer fram í Lettlandi

Njarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson hefur nú fengið að vita hvar hann mun dæma á Evrópukeppninni í haust en þá á Ísland bæði fulltrúa meðal leikmanna og dómara. KKÍ segir frá þessu í dag.

Sigmundur: Enginn ís með dýfu

Sigmundur Már Herbertsson var valinn besti dómari Domino's deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ í Laugardalnum í hádeginu í dag. Þetta er í níunda sinn sem Sigmundur hlýtur þessi verðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×