Fyrrum NFL-stjarna vill komast til Ríó sem þrístökkvari | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 22:45 David Wilson. Vísir/Getty David Wilson, fyrrum leikmaður New York Giants í NFL-deildinni, hefur sett sér það markmið að komast í keppnislið Bandaríkjanna í þrístökki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Wilson var aðeins 23 ára þegar hann neyddist til að hætta í NFL-deildinni vegna alvarlegra meiðsla á háls og hrygg. Hann hlaut meiðslin í leik gegn Philadelphia Eagles snemma á sínu öðru tímabili í deildinni, haustið 2013. Fylgst er með Wilson í heimildamynd sem má sjá hér en þar segir hann að frjálsíþróttir hafi ávallt verið í miklum metum hjá sér og hann dreymir nú um að verða einn besti þrístökkvari Bandaríkjanna og keppa fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikum. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fer fram í Bandaríkjunum næsta sumar, um mánuði fyrir leikana í Ríó sem hefjast í byrjun ágúst. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi fer Wilson vel af stað en ljóst er að hann þarf þó að bæta sig mikið til að eiga möguleika á að komast alla leið til Brasilíu. Goodwin stekkur á leikunum í Lundúnum.Vísir/Getty Hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur einnig látið til sín taka í frjálsíþróttum en Marquise Goodwin, útherji hjá Buffalo Bills, keppti fyrir Bandaríkin í langstökki á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Goodwin endaði í tíunda sæti í greininni en hann setti frjálsíþróttirnar til hliðar þegar NFL-ferillinn hófst árið 2013. Hann reyndi fyrir sér aftur í langstökki síðastliðið sumar og freistaði þess að komast í lið Bandaríkjanna fyrir HM en það tókst ekki. Hann vann engu síður til silfurverðlauna á Ameríkuleikunum stuttu síðar þegar hann stökk 8,27 m. NFL Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Sjá meira
David Wilson, fyrrum leikmaður New York Giants í NFL-deildinni, hefur sett sér það markmið að komast í keppnislið Bandaríkjanna í þrístökki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Wilson var aðeins 23 ára þegar hann neyddist til að hætta í NFL-deildinni vegna alvarlegra meiðsla á háls og hrygg. Hann hlaut meiðslin í leik gegn Philadelphia Eagles snemma á sínu öðru tímabili í deildinni, haustið 2013. Fylgst er með Wilson í heimildamynd sem má sjá hér en þar segir hann að frjálsíþróttir hafi ávallt verið í miklum metum hjá sér og hann dreymir nú um að verða einn besti þrístökkvari Bandaríkjanna og keppa fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikum. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fer fram í Bandaríkjunum næsta sumar, um mánuði fyrir leikana í Ríó sem hefjast í byrjun ágúst. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi fer Wilson vel af stað en ljóst er að hann þarf þó að bæta sig mikið til að eiga möguleika á að komast alla leið til Brasilíu. Goodwin stekkur á leikunum í Lundúnum.Vísir/Getty Hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur einnig látið til sín taka í frjálsíþróttum en Marquise Goodwin, útherji hjá Buffalo Bills, keppti fyrir Bandaríkin í langstökki á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Goodwin endaði í tíunda sæti í greininni en hann setti frjálsíþróttirnar til hliðar þegar NFL-ferillinn hófst árið 2013. Hann reyndi fyrir sér aftur í langstökki síðastliðið sumar og freistaði þess að komast í lið Bandaríkjanna fyrir HM en það tókst ekki. Hann vann engu síður til silfurverðlauna á Ameríkuleikunum stuttu síðar þegar hann stökk 8,27 m.
NFL Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Sjá meira