Meistararnir enn ósigraðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 08:17 NFL-meistararnir í New England Patriots er enn ósigrað eftir að liðið vann Buffalo Bills í lokaleik 11. umferðarinnar í nótt, 20-13. Patriots hefur unnið alla tíu leiki sína til þessa, rétt eins og Carolina Panthers.Sjá einnig:Panthers fyrst í tíu sigra Buffalo tapaði í enn eitt skiptið fyrir Tom Brady, leikstjórnanda Patriots. Þetta var 25. sigur Brady í alls 28 leikjum en Brady kastaði alls 277 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Hann kláraði þó aðeins 20 af 39 sendingum sínum en liðið er án Julian Edelman, sterkasta útherja síns, en til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Danny Amendola, annar útherji, í leiknum í nótt. Brady sagði eftir leik að aðeins tveir útherjar væru nú heilir heilsu hjá Patriots og það hefði sín áhrif. Patriots hafði einnig misst besta hlauparann sinn, Dion Lewis, fyrr á tímabilinu en í fjarveru hans skoraði James White tvö snertimörk í nótt - sín fyrstu á ferlinum. Hjá Buffalo skilaði LeSean McCoy bestu tölunum en hlauparinn var með samtals 122 jarda og eitt snertimark. Patriots freistar þess nú að komast í gegnum alla sextán leiki tímabilsins án þess að tapa en það gerðist síðast fyrir átta árum síðan. Það gæti þó reynst erfitt miðað við meiðslastöðu liðsins en á meðan að Brady er heill er möguleikinn sannarlega fyrir hendi. Buffalo hefur nú unnið fimm leiki en tapað fimm og er í öðru sæti í austurriðli Ameríkudeildarinnar ásamt New Jersey Jets. Hvorugt lið á raunhæfan möguleika að hrifsa efsta sætið af Patriots en bæði geta enn komist í úrslitakeppnina sem svokallað „Wild Card“ lið. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í hvorri deild (Ameríku- og Þjóðardeild) fara í úrslitakeppninna ásamt þeim tveimur liðum sem bestum árangri ná í hvorri þeirra. NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
NFL-meistararnir í New England Patriots er enn ósigrað eftir að liðið vann Buffalo Bills í lokaleik 11. umferðarinnar í nótt, 20-13. Patriots hefur unnið alla tíu leiki sína til þessa, rétt eins og Carolina Panthers.Sjá einnig:Panthers fyrst í tíu sigra Buffalo tapaði í enn eitt skiptið fyrir Tom Brady, leikstjórnanda Patriots. Þetta var 25. sigur Brady í alls 28 leikjum en Brady kastaði alls 277 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Hann kláraði þó aðeins 20 af 39 sendingum sínum en liðið er án Julian Edelman, sterkasta útherja síns, en til að bæta gráu ofan á svart þá meiddist Danny Amendola, annar útherji, í leiknum í nótt. Brady sagði eftir leik að aðeins tveir útherjar væru nú heilir heilsu hjá Patriots og það hefði sín áhrif. Patriots hafði einnig misst besta hlauparann sinn, Dion Lewis, fyrr á tímabilinu en í fjarveru hans skoraði James White tvö snertimörk í nótt - sín fyrstu á ferlinum. Hjá Buffalo skilaði LeSean McCoy bestu tölunum en hlauparinn var með samtals 122 jarda og eitt snertimark. Patriots freistar þess nú að komast í gegnum alla sextán leiki tímabilsins án þess að tapa en það gerðist síðast fyrir átta árum síðan. Það gæti þó reynst erfitt miðað við meiðslastöðu liðsins en á meðan að Brady er heill er möguleikinn sannarlega fyrir hendi. Buffalo hefur nú unnið fimm leiki en tapað fimm og er í öðru sæti í austurriðli Ameríkudeildarinnar ásamt New Jersey Jets. Hvorugt lið á raunhæfan möguleika að hrifsa efsta sætið af Patriots en bæði geta enn komist í úrslitakeppnina sem svokallað „Wild Card“ lið. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í hvorri deild (Ameríku- og Þjóðardeild) fara í úrslitakeppninna ásamt þeim tveimur liðum sem bestum árangri ná í hvorri þeirra.
NFL Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira