Körfubolti

Bíltúr með Porzingis: „Varð ekkert pirraður þegar baulað var á mig“

Kristaps Porzingis, tvítugur Letti sem spilar með New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta, er að flestra mati nýliði ársins hingað til.

Porzingis hefur slegið í gegn í fyrstu leikjum sínum fyrir New York og er að fá stuðningsmenn liðsins sem bauluðu á hann í nýliðavalinu til að skipta um skoðun.

Sjá einnig:Lettinn treður sér bókstaflega inn í hjörtu stuðningsmanna Knicks

„Ég varð ekkert pirraður þegar það var baulað á mig í nýliðavalinu. Ég var undirbúinn fyrir það. Ég er Evrópumaður og þegar þeir vita kannski hver maður er þá er baulað,“ segir Porzingis í viðtali við VICE Sports.

Porzingis var nálægt þrennu í nótt þegar New York lagði Houston Rockets. Þessi stóri og stæðilegi Letti getur bæði skotið og hefur gert það að listgrein að fylgja skotum samherja sinna eftir með kraftmiklum troðslum.

Í spilaranum hér að ofan má sjá stutt viðtal við Kristaps Porzingis sem blaðamaður VICE Sports tók við hann á rúntinum.

NBA

Tengdar fréttir

Porzingis langt á undan Dirk | Myndbönd

Lettinn Kristaps Porzingis er einn mest spennandi nýliðinn í NBA-deildinni í dag enda leikmaður sem gerir sig líklegan til að verða engum öðru líkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×