Sport

Sunna Rannveig Evrópumeistari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sunna Rannveig Davíðsdóttir
Sunna Rannveig Davíðsdóttir vísir/instagram-síða mjölnis
Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA.

Í úrslitum vann hún núverandi heimsmeistara frá Svíþjóð, Anja Saxmark, í fluguvigt. Hún hafði betur á tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Sunna hafði nokkuð mikla yfirburði allan bardagann. Frábær árangur hjá henni.

Hún er fyrsti Íslendingurinn til þess að verða Evrópumeistari í íþróttinni og Ísland gæti eignast annan Evrópumeistara síðar í dag.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×