Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2015 14:30 Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. Samsett Bandaríkjamaður sem hljóp eins og fætur toguðu frá Tvíburaturnunum í New York þann örlagaríka dag 11. september var einnig staddur í Bataclan-tónleikastaðnum þegar hryðjuverkamenn hófu þar skothríð. Hann slapp naumlega á lífi með skotsár á fæti.Maðurinn ræddi við Daily Telegraph undir nafni Matthew. Hann var á tónleikum Eagles of Death Metal, einn á ferð en kona hans hafði ekki komist með vegna þess að ekki fannst pössun fyrir börn þeirra, þegar þrír hryðjuverkamenn létu til skarar skríða. Hann segist hafa hlaupið í átt að útgönguleið um leið og hann heyrði skothvelli.Sjá einnig: Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í BrusselHann var skotinn í fótinn og lá á gólfinu en mjakaði sér áleiðis að útgönguleið í hvert skipti sem hryðjuverkamennirnir hlóðu vopn sín. Þannig tókst honum loks að komast út. Um leið og hann komst út féll hann í jörðina en blaðamaður franska blaðsins Le Monde, Daniel Psenny aðstoðaði hann og kom honum inn í íbúð sína. Við það fékk Daniel skot í sig.Sjá einnig: „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“Inn í íbúðinni gerðu þeir að sárum sínum en óttuðust að þeim myndi blæða út. Þremur tíma seinna hafði lögregla þó lokað af svæðið og komust þeir undir læknishendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Matthew lendir í hryðjuverkaárás. Hann var staddur við inngang Tvíburaturnanna þegar fyrri flugvélin skall á turninum. Hann segist hafa hlaupið eins hratt og hann gat til þess að komast eins langt í burtu og hægt var. Í samtali við Telegraph sögðust Matthew og Daniel ætla að hittast yfir rauðvínsglasi, jafnvel heillri flösku, um leið og þeir væru búnir að jafna sig af sárum sínum. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15 Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Bandaríkjamaður sem hljóp eins og fætur toguðu frá Tvíburaturnunum í New York þann örlagaríka dag 11. september var einnig staddur í Bataclan-tónleikastaðnum þegar hryðjuverkamenn hófu þar skothríð. Hann slapp naumlega á lífi með skotsár á fæti.Maðurinn ræddi við Daily Telegraph undir nafni Matthew. Hann var á tónleikum Eagles of Death Metal, einn á ferð en kona hans hafði ekki komist með vegna þess að ekki fannst pössun fyrir börn þeirra, þegar þrír hryðjuverkamenn létu til skarar skríða. Hann segist hafa hlaupið í átt að útgönguleið um leið og hann heyrði skothvelli.Sjá einnig: Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í BrusselHann var skotinn í fótinn og lá á gólfinu en mjakaði sér áleiðis að útgönguleið í hvert skipti sem hryðjuverkamennirnir hlóðu vopn sín. Þannig tókst honum loks að komast út. Um leið og hann komst út féll hann í jörðina en blaðamaður franska blaðsins Le Monde, Daniel Psenny aðstoðaði hann og kom honum inn í íbúð sína. Við það fékk Daniel skot í sig.Sjá einnig: „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“Inn í íbúðinni gerðu þeir að sárum sínum en óttuðust að þeim myndi blæða út. Þremur tíma seinna hafði lögregla þó lokað af svæðið og komust þeir undir læknishendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Matthew lendir í hryðjuverkaárás. Hann var staddur við inngang Tvíburaturnanna þegar fyrri flugvélin skall á turninum. Hann segist hafa hlaupið eins hratt og hann gat til þess að komast eins langt í burtu og hægt var. Í samtali við Telegraph sögðust Matthew og Daniel ætla að hittast yfir rauðvínsglasi, jafnvel heillri flösku, um leið og þeir væru búnir að jafna sig af sárum sínum.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15 Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15
Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52
Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52