„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2015 11:15 Hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Vísir/Getty „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki.“ Svo segir hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz sem hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Ísland kom upp er hann svaraði spurningum um hryðjuverk ISIS í París en hann taldi þau hafa verið eðlileg viðbrögð við loftárásum Frakka á ISIS í Sýrlandi og Írak. „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki,” sagði Yilmaz. „Svona er lífið í stórborginni, það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn múslimum og ætlast svo til þess að fá að vera í friði bara vegna þess að þú býrð lengst í burtu. Þetta er eitthvað sem allir skilja, ekki satt?“Skjáskot af Tumblr-síðu YilmazSkjáskotMyndi faðma mömmu sína og borða sushi ef hann sneri aftur til Hollands Yilmaz var áður hermaður í hollenska hernum en gekk til liðs við ISIS árið 2013 og hefur barist með samtökunum síðan. Hann er fæddur 1987 og á konu og börn sem búa með honum innan landsvæðis ISIS í Sýrlandi og Írak. Hollenska sjónvarpsstöðin NOS spurði hann að því hvað hann myndi gera ef hann myndi einhverntímann snúa aftur heim til Hollands og svarið gæti komið á óvart. Hann sagðist aldrei ætla að snúa aftur til Hollands til þess að fremja hryðjuverk heldur myndi hann líklega „borða sushi, drekka Dr. Pepper og faðma mömmu innilega.“ Yilmaz mun þó líklega ekki fá tækifæri til þess enda má hann ekki snúa aftur en hann er á lista hollenskra yfirvalda yfir hryðjuverkamenn. Svo virðist sem að Tumblr-síðu Yilmaz hafi nú verið lokað en samfélagsmiðlar eins og Twitter og Tumblr loka reglulega á síður sem tengjast ISIS, til að mynda hafði Yilmaz stofnað fjórar mismunandi aðganga á Twitter áður en hann gafst upp á því vegna hversu fljótt var lokað á þá. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00 Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki.“ Svo segir hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz sem hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Ísland kom upp er hann svaraði spurningum um hryðjuverk ISIS í París en hann taldi þau hafa verið eðlileg viðbrögð við loftárásum Frakka á ISIS í Sýrlandi og Írak. „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki,” sagði Yilmaz. „Svona er lífið í stórborginni, það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn múslimum og ætlast svo til þess að fá að vera í friði bara vegna þess að þú býrð lengst í burtu. Þetta er eitthvað sem allir skilja, ekki satt?“Skjáskot af Tumblr-síðu YilmazSkjáskotMyndi faðma mömmu sína og borða sushi ef hann sneri aftur til Hollands Yilmaz var áður hermaður í hollenska hernum en gekk til liðs við ISIS árið 2013 og hefur barist með samtökunum síðan. Hann er fæddur 1987 og á konu og börn sem búa með honum innan landsvæðis ISIS í Sýrlandi og Írak. Hollenska sjónvarpsstöðin NOS spurði hann að því hvað hann myndi gera ef hann myndi einhverntímann snúa aftur heim til Hollands og svarið gæti komið á óvart. Hann sagðist aldrei ætla að snúa aftur til Hollands til þess að fremja hryðjuverk heldur myndi hann líklega „borða sushi, drekka Dr. Pepper og faðma mömmu innilega.“ Yilmaz mun þó líklega ekki fá tækifæri til þess enda má hann ekki snúa aftur en hann er á lista hollenskra yfirvalda yfir hryðjuverkamenn. Svo virðist sem að Tumblr-síðu Yilmaz hafi nú verið lokað en samfélagsmiðlar eins og Twitter og Tumblr loka reglulega á síður sem tengjast ISIS, til að mynda hafði Yilmaz stofnað fjórar mismunandi aðganga á Twitter áður en hann gafst upp á því vegna hversu fljótt var lokað á þá.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00 Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00
Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52
Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23