Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2015 14:30 Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. Samsett Bandaríkjamaður sem hljóp eins og fætur toguðu frá Tvíburaturnunum í New York þann örlagaríka dag 11. september var einnig staddur í Bataclan-tónleikastaðnum þegar hryðjuverkamenn hófu þar skothríð. Hann slapp naumlega á lífi með skotsár á fæti.Maðurinn ræddi við Daily Telegraph undir nafni Matthew. Hann var á tónleikum Eagles of Death Metal, einn á ferð en kona hans hafði ekki komist með vegna þess að ekki fannst pössun fyrir börn þeirra, þegar þrír hryðjuverkamenn létu til skarar skríða. Hann segist hafa hlaupið í átt að útgönguleið um leið og hann heyrði skothvelli.Sjá einnig: Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í BrusselHann var skotinn í fótinn og lá á gólfinu en mjakaði sér áleiðis að útgönguleið í hvert skipti sem hryðjuverkamennirnir hlóðu vopn sín. Þannig tókst honum loks að komast út. Um leið og hann komst út féll hann í jörðina en blaðamaður franska blaðsins Le Monde, Daniel Psenny aðstoðaði hann og kom honum inn í íbúð sína. Við það fékk Daniel skot í sig.Sjá einnig: „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“Inn í íbúðinni gerðu þeir að sárum sínum en óttuðust að þeim myndi blæða út. Þremur tíma seinna hafði lögregla þó lokað af svæðið og komust þeir undir læknishendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Matthew lendir í hryðjuverkaárás. Hann var staddur við inngang Tvíburaturnanna þegar fyrri flugvélin skall á turninum. Hann segist hafa hlaupið eins hratt og hann gat til þess að komast eins langt í burtu og hægt var. Í samtali við Telegraph sögðust Matthew og Daniel ætla að hittast yfir rauðvínsglasi, jafnvel heillri flösku, um leið og þeir væru búnir að jafna sig af sárum sínum. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15 Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
Bandaríkjamaður sem hljóp eins og fætur toguðu frá Tvíburaturnunum í New York þann örlagaríka dag 11. september var einnig staddur í Bataclan-tónleikastaðnum þegar hryðjuverkamenn hófu þar skothríð. Hann slapp naumlega á lífi með skotsár á fæti.Maðurinn ræddi við Daily Telegraph undir nafni Matthew. Hann var á tónleikum Eagles of Death Metal, einn á ferð en kona hans hafði ekki komist með vegna þess að ekki fannst pössun fyrir börn þeirra, þegar þrír hryðjuverkamenn létu til skarar skríða. Hann segist hafa hlaupið í átt að útgönguleið um leið og hann heyrði skothvelli.Sjá einnig: Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í BrusselHann var skotinn í fótinn og lá á gólfinu en mjakaði sér áleiðis að útgönguleið í hvert skipti sem hryðjuverkamennirnir hlóðu vopn sín. Þannig tókst honum loks að komast út. Um leið og hann komst út féll hann í jörðina en blaðamaður franska blaðsins Le Monde, Daniel Psenny aðstoðaði hann og kom honum inn í íbúð sína. Við það fékk Daniel skot í sig.Sjá einnig: „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“Inn í íbúðinni gerðu þeir að sárum sínum en óttuðust að þeim myndi blæða út. Þremur tíma seinna hafði lögregla þó lokað af svæðið og komust þeir undir læknishendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Matthew lendir í hryðjuverkaárás. Hann var staddur við inngang Tvíburaturnanna þegar fyrri flugvélin skall á turninum. Hann segist hafa hlaupið eins hratt og hann gat til þess að komast eins langt í burtu og hægt var. Í samtali við Telegraph sögðust Matthew og Daniel ætla að hittast yfir rauðvínsglasi, jafnvel heillri flösku, um leið og þeir væru búnir að jafna sig af sárum sínum.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15 Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira
„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15
Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52
Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52