Félag atvinnurekenda vill lækka álagningu ÁTVR Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2015 15:55 Virðisaukaskattur áfengi mun lækka um áramótin en á móti mun áfengisgjald hækka. Vísir/GVA Félag atvinnurekanda hefur skrifað formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem lagt er til að álagning ÁTVR verði lækkuð um tvö prósentustig. Myndi það vinna gegn verðhækkunum sem verða vegna boðaðra breytinga á skattlagninu áfengis. Til stendur að lækka virðisaukaskatt á áfengi niður í ellefu prósent en á móti verður áfengisgjald hækkað svo tekjur ríkisins skerðist ekki við breytinguna. Félag atvinnurekenda telur að þetta leiði til þess að smávöruálagning ÁTVR muni hækka um 300-400 milljónir við breytinguna en lögbundin prósenta leggst ofan á hækkað áfengisgjald. Í bréfinu er lagt til að smásöluálagning ÁTVR á bjór og léttvín lækki úr 18 prósentum í 16 prósent og að smásöluálagning á sterka drykki lækki úr 12 prósent í 10 prósent en í bréfinu segir að það sé „ótækt að breyting, sem átti ekki að breyta tekjum ríkisins af áfengissölu, leiði til þess að 300-400 milljónir renni úr vösum neytenda inn í rekstur ÁTVR.“ Sú breyting sem Félag atvinnurekenda leggur til myndi gera það að verkum að algeng tegund af léttvíni í kassa myndi hækka um 132 krónur í stað 229 og algeng vodkategund í lítraflösku myndi hækka um 274 krónur í stað 41 krónu. Líkt og komið hefur fram í Fréttablaðinu og á Vísi þýða þessar breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi að ýmsar ódýrari áfengistegundir hækka í verði, en dýrari tegundir lækka. Að mati Félags atvinnurekenda þýðir þetta að neytendur með minna á milli handana sem líklegri eru til að velja ódýrari tegundir, niðurgreiða áfengisskattana fyrir þá sem meira hafa á milli handana og eru líklegri til að kaupa dýrara áfengi. Alþingi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Félag atvinnurekanda hefur skrifað formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem lagt er til að álagning ÁTVR verði lækkuð um tvö prósentustig. Myndi það vinna gegn verðhækkunum sem verða vegna boðaðra breytinga á skattlagninu áfengis. Til stendur að lækka virðisaukaskatt á áfengi niður í ellefu prósent en á móti verður áfengisgjald hækkað svo tekjur ríkisins skerðist ekki við breytinguna. Félag atvinnurekenda telur að þetta leiði til þess að smávöruálagning ÁTVR muni hækka um 300-400 milljónir við breytinguna en lögbundin prósenta leggst ofan á hækkað áfengisgjald. Í bréfinu er lagt til að smásöluálagning ÁTVR á bjór og léttvín lækki úr 18 prósentum í 16 prósent og að smásöluálagning á sterka drykki lækki úr 12 prósent í 10 prósent en í bréfinu segir að það sé „ótækt að breyting, sem átti ekki að breyta tekjum ríkisins af áfengissölu, leiði til þess að 300-400 milljónir renni úr vösum neytenda inn í rekstur ÁTVR.“ Sú breyting sem Félag atvinnurekenda leggur til myndi gera það að verkum að algeng tegund af léttvíni í kassa myndi hækka um 132 krónur í stað 229 og algeng vodkategund í lítraflösku myndi hækka um 274 krónur í stað 41 krónu. Líkt og komið hefur fram í Fréttablaðinu og á Vísi þýða þessar breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjaldi að ýmsar ódýrari áfengistegundir hækka í verði, en dýrari tegundir lækka. Að mati Félags atvinnurekenda þýðir þetta að neytendur með minna á milli handana sem líklegri eru til að velja ódýrari tegundir, niðurgreiða áfengisskattana fyrir þá sem meira hafa á milli handana og eru líklegri til að kaupa dýrara áfengi.
Alþingi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira