Helena: Fótboltastelpur ná fleiri landsleikjum en ég á fjórum árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2015 12:30 Helena Sverrisdóttir er besta körfuboltakona landsins og hefur verið það um árabil. vísir/getty Helena Sverrisdóttir verður lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á morgun eins og svo oft áður þegar stelpurnar okkar mæta Ungverjum í undankeppni EM 2017. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðlinum. Leikurinn fer fram í Miskolc, gamla heimavelli Helenu, en hún kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og gekk í raðir uppeldisfélags síns Hauka. Stelpurnar mæta Slóvakíu í Höllinni á þriðjudagskvöldið en um er að ræða tvö firnasterk liðs sem bæði voru á Evrópumótinu í ár.Sjá einnig:Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór „Við vitum alveg að þetta verður ótrúlega erfitt en þetta verður líka ótrúlega gaman og við bara fögnum öllum landsleikjum sem við fáum. Ég tala nú ekki um þegar það er í undankeppni Evrópumóts,“ segir Helena í samtali við Vísi. „Ég get alveg séð fyrir mér að þetta verði smá sjokk og þá bara að sjá hæðina og styrkleikann á þeim. Þetta eru allt atvinnumenn sem við erum að fara að mæta. Þær æfa tvisvar sinnum á dag og lifa á þessu.“ „Við vitum að við erum að fara að mæta risum og þó þetta verði sjokk þá verðum við bara enn þá tilbúnari á miðvikudaginn,“ segir Helena.Helena kom heim til Hauka fyrir tímabilið og er á toppnum með liðinu.vísir/anton brinkFagna öllum verkefnum Íslenska liðið verður án þriggja sterkra leikmanna sem spila í háskólakörfunni í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru allar uppteknar vestanhafs. „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur að missa þessar stelpur sem hafa verið að byrja inn á. Vonandi eru bara fleiri stelpur í liðinu sem eru hungraðar í að spila og sýna hvað þær geta,“ segir Helena, en vegna fjarveru þessara stúlkna og meiðsla er hópurinn ansi ungur. „Það er svolítið fyndið að vera 27 ára en vera ein af þeim elstu. Pálína er sú eina sem er eldri fyrst Petrúnalla er enn þá meidd,“ segir Helena.Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Síðan Helena kom inn í íslenska landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik hefur hún ekki misst af landsleik. Landsliðið fór í þriggja ára pásu á sínum tíma þannig Helena fagnar hverjum landsleik. „Þetta er þrettánda árið sem ég spila en er samt „bara“ búin að spila 57 landsleiki. Stelpur í fótboltanum eru kannski bara búnar að spila í fjögur ár en komnar með fleiri leiki en ég,“ segir Helena. „Við fögnum öllum verkefnum og ég vona að þú sért ekkert að „jinxa“ mig þannig ég fari að missa af einhverjum leikjum. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og sérstaklega þegar ég var úti var geggjað að koma heim og hitta stelpurnar,“ segir Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Helena Sverrisdóttir verður lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta á morgun eins og svo oft áður þegar stelpurnar okkar mæta Ungverjum í undankeppni EM 2017. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðlinum. Leikurinn fer fram í Miskolc, gamla heimavelli Helenu, en hún kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og gekk í raðir uppeldisfélags síns Hauka. Stelpurnar mæta Slóvakíu í Höllinni á þriðjudagskvöldið en um er að ræða tvö firnasterk liðs sem bæði voru á Evrópumótinu í ár.Sjá einnig:Berglind: Þó þær séu miklu stærri eru hjörtun í okkur risastór „Við vitum alveg að þetta verður ótrúlega erfitt en þetta verður líka ótrúlega gaman og við bara fögnum öllum landsleikjum sem við fáum. Ég tala nú ekki um þegar það er í undankeppni Evrópumóts,“ segir Helena í samtali við Vísi. „Ég get alveg séð fyrir mér að þetta verði smá sjokk og þá bara að sjá hæðina og styrkleikann á þeim. Þetta eru allt atvinnumenn sem við erum að fara að mæta. Þær æfa tvisvar sinnum á dag og lifa á þessu.“ „Við vitum að við erum að fara að mæta risum og þó þetta verði sjokk þá verðum við bara enn þá tilbúnari á miðvikudaginn,“ segir Helena.Helena kom heim til Hauka fyrir tímabilið og er á toppnum með liðinu.vísir/anton brinkFagna öllum verkefnum Íslenska liðið verður án þriggja sterkra leikmanna sem spila í háskólakörfunni í Bandaríkjunum. Sara Rún Hinriksdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir eru allar uppteknar vestanhafs. „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur að missa þessar stelpur sem hafa verið að byrja inn á. Vonandi eru bara fleiri stelpur í liðinu sem eru hungraðar í að spila og sýna hvað þær geta,“ segir Helena, en vegna fjarveru þessara stúlkna og meiðsla er hópurinn ansi ungur. „Það er svolítið fyndið að vera 27 ára en vera ein af þeim elstu. Pálína er sú eina sem er eldri fyrst Petrúnalla er enn þá meidd,“ segir Helena.Sjá einnig:Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Síðan Helena kom inn í íslenska landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik hefur hún ekki misst af landsleik. Landsliðið fór í þriggja ára pásu á sínum tíma þannig Helena fagnar hverjum landsleik. „Þetta er þrettánda árið sem ég spila en er samt „bara“ búin að spila 57 landsleiki. Stelpur í fótboltanum eru kannski bara búnar að spila í fjögur ár en komnar með fleiri leiki en ég,“ segir Helena. „Við fögnum öllum verkefnum og ég vona að þú sért ekkert að „jinxa“ mig þannig ég fari að missa af einhverjum leikjum. Mér finnst þetta alltaf jafn skemmtilegt og sérstaklega þegar ég var úti var geggjað að koma heim og hitta stelpurnar,“ segir Helena Sverrisdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli