„Höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2015 15:23 Björgunarsveitir voru líkt og endranær á vaktinni í alla nótt og áttu án efa sinn þátt í að lágmarka tjón vegna óveðursins. Vísir/Auðunn Forsvarsmenn tryggingarfélaganna Sjóvá, VÍS og TM segja allir að svo virðist sem að minna tjón hafi orðið í óveðrinu í gær og í nótt en búast mátti við og ekki hafi mikið af tilkynningum komið inn það sem af er degi. Augljóst sé að fólk hafi meira og minna farið eftir tilmælum Almannavarna en þó er gert ráð fyrir að tjónatilkynningum fjölgi á næstu dögum. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvá, segir að dagurinn hafi verið frekar rólegur þó að eitthvað að tjónatilkynningum hafi dottið inn á borð til þeirra en ef til vill færri en mátti búast við. „Við höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel og farið eftir fyrirmælum,“ en Sigurjón býst þó við að tilkynningum eigi eftir að fjölga þegar á líður, fólk átti sig betur á stöðunni og hvað hafi skemmst.Veitingaskúr við Seljalandsfoss splúndraðist í óveðrinu í nótt.Vísir/Friðrik ÞórEkkert stórt komið inn á borð VÍS Það sama segir Sigrún A. Þorsteinsddótir, sérfræðingur hjá VÍS. Dagurinn hafi verið rólegur hjá þeim og engar stórar tjónatilkynningar komið inn til þeirra. „Þetta hefur mest verið þakplötur, þakkantar og því um líkt. Fólk tekur sér yfirleitt tíma í að meta þetta og þetta á eftir að skýrast.“ Hún tekur undir ummæli Sigurjóns hjá Sjóvá um að betur hafi farið en búist var við og augljóst hafi verið að fólk hafi farið eftir tilmælum Almannavarna og fleiri um að ganga vel frá lausum hlutum og vera ekki á ferðinni að óþörfu. „Okkar tilfinning er að fólk hafi farið eftir tilmælum og ég sá það kannski best þegar ég kom heim í gær, þá var búið að leggja flestum bílum upp í vindinn eins og mælst var til.“Grindverk fór í gegnum bílrúðu í gærkvöldi.Lekamál áberandi hjá TMÞað var að vísu í nógu að snúast hjá TM í morgun en þar var fyrst og fremst um að ræða tjónatilkynningar vegna vatnstjóns. „Þetta var líflegur morgun og það voru allskonar lekamál áberandi eftir að það hlánaði,“ segir Ragnheiður Dögg Arnardóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá TM. „Við gerum ráð fyrir að stærri málin, þessi óveðursmál, komi í ljós þegar fólk er búið að meta stöðuna.“ Öll vildu þau minna á að þótt að ekki væri spáð óveðri næstu dagana væri mikilvægt að vera meðvitaður um þær hættur sem geta skapast þegar fer að hlána líkt og í dag. Mikilvægt væri að huga að því að tryggja það að vatn hefði greiða leið af niðurföllum, að moka af svölum og flötum þokum til að koma í veg fyrir leka. Veður Tengdar fréttir Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59 Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56 Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Forsvarsmenn tryggingarfélaganna Sjóvá, VÍS og TM segja allir að svo virðist sem að minna tjón hafi orðið í óveðrinu í gær og í nótt en búast mátti við og ekki hafi mikið af tilkynningum komið inn það sem af er degi. Augljóst sé að fólk hafi meira og minna farið eftir tilmælum Almannavarna en þó er gert ráð fyrir að tjónatilkynningum fjölgi á næstu dögum. Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvá, segir að dagurinn hafi verið frekar rólegur þó að eitthvað að tjónatilkynningum hafi dottið inn á borð til þeirra en ef til vill færri en mátti búast við. „Við höfum á tilfinningunni að fólk hafi passað sig vel og farið eftir fyrirmælum,“ en Sigurjón býst þó við að tilkynningum eigi eftir að fjölga þegar á líður, fólk átti sig betur á stöðunni og hvað hafi skemmst.Veitingaskúr við Seljalandsfoss splúndraðist í óveðrinu í nótt.Vísir/Friðrik ÞórEkkert stórt komið inn á borð VÍS Það sama segir Sigrún A. Þorsteinsddótir, sérfræðingur hjá VÍS. Dagurinn hafi verið rólegur hjá þeim og engar stórar tjónatilkynningar komið inn til þeirra. „Þetta hefur mest verið þakplötur, þakkantar og því um líkt. Fólk tekur sér yfirleitt tíma í að meta þetta og þetta á eftir að skýrast.“ Hún tekur undir ummæli Sigurjóns hjá Sjóvá um að betur hafi farið en búist var við og augljóst hafi verið að fólk hafi farið eftir tilmælum Almannavarna og fleiri um að ganga vel frá lausum hlutum og vera ekki á ferðinni að óþörfu. „Okkar tilfinning er að fólk hafi farið eftir tilmælum og ég sá það kannski best þegar ég kom heim í gær, þá var búið að leggja flestum bílum upp í vindinn eins og mælst var til.“Grindverk fór í gegnum bílrúðu í gærkvöldi.Lekamál áberandi hjá TMÞað var að vísu í nógu að snúast hjá TM í morgun en þar var fyrst og fremst um að ræða tjónatilkynningar vegna vatnstjóns. „Þetta var líflegur morgun og það voru allskonar lekamál áberandi eftir að það hlánaði,“ segir Ragnheiður Dögg Arnardóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá TM. „Við gerum ráð fyrir að stærri málin, þessi óveðursmál, komi í ljós þegar fólk er búið að meta stöðuna.“ Öll vildu þau minna á að þótt að ekki væri spáð óveðri næstu dagana væri mikilvægt að vera meðvitaður um þær hættur sem geta skapast þegar fer að hlána líkt og í dag. Mikilvægt væri að huga að því að tryggja það að vatn hefði greiða leið af niðurföllum, að moka af svölum og flötum þokum til að koma í veg fyrir leka.
Veður Tengdar fréttir Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25 Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18 Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59 Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56 Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05 Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Hjólhýsi fauk um bílastæði Bílasölu Akraness Mikið tjón varð vegna hjólhýssins sem er ónýtt og skemmdi aðra bíla. 8. desember 2015 00:25
Mannlaust hús fauk í heilu lagi á Patreksfirði Brak úr húsinu fauk á önnur hús í nágrenninu. 8. desember 2015 08:18
Annar bátanna sem sökk í eigu Háskóla Íslands: „Mikið áfall“ Umsjónarmaður Sæmundar fróða tapaði einnig bát í óveðrinu mikla 1991 og segir mikilvægt að Háskólinn fái nýjan bát sem fyrst. 8. desember 2015 13:59
Veitingavagn við Seljalandsfoss splundraðist í óveðrinu „Við erum bara í því að reyna að tína saman.“ 8. desember 2015 13:56
Búið að festa Storm en annar bátur að sökkva Erfiðar aðstæður hafa verið í smábátahöfninni að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í kvöld þar sem bátarnir hafa rekist hver utan í annan í miklum veltingi. 8. desember 2015 00:05