Víða er enn rafmagnslaust á Norðurlandi og er rafmagni skammtað á nokkrum stöðum.
Samkvæmt upplýsingum frá RARIK á Norðurlandi er staðan eftirfarandi:
Ennþá er ekki búið að meta að fullu tjón í Blönduhlíð í Skagafirði, en tjónið er á um 7-10km kafla. Óljóst hvenær hægt er að koma rafmagni á bæi.
Rafmagn er komið á Fellslínu norðan Blönduóss sem og í Laxárdal í Refasveit. Enn er straumlaust á Ystu Vík á Svalbarðsströnd.
Viðgerð var frestað en verið er að útvega varaafl. Ennþá er rafmagnlaust í Kelduhverfi, Öxarfirði, og Sléttu frá því að Kópaskerslína sló út kl. 01:43.
Frá sama tíma (kl. 01:43) er búið að vera að skammta rafmagn á Raufarhöfn. Skammta þurfti rafmagn á Bakkafirði um stund þegar komið var rafmagni á frystihúsið á Þórshöfn.

