Hættuástand og ófært fyrir björgunarsveitir á Suðurlandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir, Snærós Sindradóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 8. desember 2015 05:00 Báturinn Stormur losnaði frá bryggju og rak í land í Reykjavíkurhöfn í gær. Bátur sem ber nafn með rentu. VÍSIR/Vilhelm Á sjöunda hundrað manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sinntu margvíslegum útköllum vegna fárviðrisins sem gekk yfir landið í gær. Rafmagnsleysi gerði vart við sig á Suðurlandi og á Vestfjörðum, Austurlandi og Austfjörðum. Foktjón var mikið í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Á Suðurlandi gat björgunarsveitarfólk ekki sinnt útköllum vegna veðurofsans. Hátt í sjö hundruð björgunarsveitarmenn sinntu hundruðum útkalla í gærkvöldi. Flest þeirra voru á höfuðborgarsvæðinu en þau alvarlegustu voru í Vestmannaeyjum. „Veðrið varð verst í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Engin alvarleg slys urðu á fólki,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, en víða gátu björgunarsveitir ekki sinnt útköllum vegna ófærðar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir lögreglu fáliðaða á Suðurlandi, björgunarsveitir ákváðu að sinna ekki útköllum nema líf lægi við. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að sett hafi að sér ugg þegar veðrið var sem verst. „Við gengum í hús og vöruðum við hættunni af foki og báðum fólk um að halda sig hlémegin í húsum sínum,“ sagði hún. „Það er hopp og hí á Suðurbugtinni,“ sagði Stefán Hallur Ellertsson hafnsögumaður við höfnina í Reykjavík þar sem bátar fóru á fleygiferð. „Lögregla og björgunarsveitir komu en það var ekkert sem var hægt að gera, það verður fyrirsjáanlegt tjón.“ Rafmagnslaust varð víða á landinu. Fyrst á Vík í Mýrdal og þá undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust varð í Fljótshlíð, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi að stóru leyti, Vestfjörðum, Austurlandi og Akureyri. Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði björgunarsveitarmönnum og lögreglu ekki stefnt í hættu nema mikið lægi við. Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi gáfu út yfirlýsingu um að þeir færu ekki í útköll á næstunni nema mannslíf væru í húfi. „Það er ekki verjandi að stefna björgunarmönnum í hættu nema líf liggi við,“ sagði Sveinn. Um níuleytið barst tilkynning um karlmann sem talinn var í sjálfheldu á Lambafelli undir Eyjafjöllum. Ekki var unnt að senda björgunarsveitir honum til aðstoðar þar sem of mikil hætta var talin vera fyrir hendi. „Við erum að fara hérna inn í var á Neskaupstað,“ sagði Grétar Már Kristjánsson, skipstjóri á Gnúp GK-11, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Fáir bátar voru á miðunum en þeir skipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við höfðu ekki áhyggjur af veðrinu og sögðust hafa séð það svartara. Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri í afleysingum á Fjölni GK, hafði siglt bátnum í var á Faxaflóa. Hann sagðist ekki efast um að unnustur og eiginkonur skipverja hefðu áhyggjur af þeim á hafi úti en þær væru ýmsu vanar. Menn væru einfaldlega í vinnunni og þetta væri hluti af starfinu. Skipstjóri ber ábyrgð ef slys verða við þessar aðstæður. Eiríkur Skarphéðinsson, bóndi á bænum Djúpadal í Skagafirði og fjallskilastjóri, hafði gert ráðstafanir vegna óveðursins. Hann býr á vindasömu svæði og hefur nokkrum sinnum orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna veðurs. Hann sagði börnin á bænum nokkuð áhyggjufull vegna stormsins og ekki yrði sofið mikið í nótt. Á níunda tímanum var orðið bálhvasst í Skagafirði og rafmagn stopult. Svartakóf var í firðinum svo ekki sást á milli húsa og bændur óvissir um stöðu útihúsa eða skepna. „Einn úr okkar hópi varð veikur svo við breyttum stefnu okkar í átt að Kópaskeri. Þar var okkur ráðlagt að halda okkur á meðan veðrið gengi yfir,“ segir Charlie Smith, einn göngugarpanna sem þurftu að leita skjóls á Kópaskeri í gærkvöldi.Páley Borgþórsdóttir segir ugg hafa sett að sér þegar veður var hvað verst.Einn félagi Charlies fór að finna fyrir verkjum fyrir brjósti á leið þeirra yfir Melrakkasléttu sem setti strik í reikninginn. „Núna erum við að reyna að áætla næstu skref til að sjá til þess að við getum haldið áfram. Öll ferð okkar hingað til er í raun unnin fyrir gýg,“ segir Charlie. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, óskaði eftir því að lýst yrði yfir hættustigi fyrir Vestmannaeyjar um átta leytið í gærkvöldi. Þá hafði þak losnað af nokkrum húsum auk frekara tjóns en engin slys orðið á fólki. Vindhraði mældist 49 m/s stuttu áður en hættustigi var lýst yfir. Síminn á lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum hringdi linnulaust í allt gærkvöld og íbúar voru áhyggjufullir vegna foks og tjóns. „Það eru helst efri byggðirnar og hús þar sem eru berskjölduð. Það hefur orðið mikið foktjón í fjórum hverfum í bænum. Við gengum í hús og vöruðum við hættunni af foki og báðum fólk um að halda sig hlémegin í húsum sínum,“ sagði Páley og sagði einhverja hafa fært sig á milli húsa öryggisins vegna. Veður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira
Á sjöunda hundrað manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar sinntu margvíslegum útköllum vegna fárviðrisins sem gekk yfir landið í gær. Rafmagnsleysi gerði vart við sig á Suðurlandi og á Vestfjörðum, Austurlandi og Austfjörðum. Foktjón var mikið í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Á Suðurlandi gat björgunarsveitarfólk ekki sinnt útköllum vegna veðurofsans. Hátt í sjö hundruð björgunarsveitarmenn sinntu hundruðum útkalla í gærkvöldi. Flest þeirra voru á höfuðborgarsvæðinu en þau alvarlegustu voru í Vestmannaeyjum. „Veðrið varð verst í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Engin alvarleg slys urðu á fólki,“ sagði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, en víða gátu björgunarsveitir ekki sinnt útköllum vegna ófærðar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir lögreglu fáliðaða á Suðurlandi, björgunarsveitir ákváðu að sinna ekki útköllum nema líf lægi við. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að sett hafi að sér ugg þegar veðrið var sem verst. „Við gengum í hús og vöruðum við hættunni af foki og báðum fólk um að halda sig hlémegin í húsum sínum,“ sagði hún. „Það er hopp og hí á Suðurbugtinni,“ sagði Stefán Hallur Ellertsson hafnsögumaður við höfnina í Reykjavík þar sem bátar fóru á fleygiferð. „Lögregla og björgunarsveitir komu en það var ekkert sem var hægt að gera, það verður fyrirsjáanlegt tjón.“ Rafmagnslaust varð víða á landinu. Fyrst á Vík í Mýrdal og þá undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust varð í Fljótshlíð, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi að stóru leyti, Vestfjörðum, Austurlandi og Akureyri. Sveinn Rúnar Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, sagði björgunarsveitarmönnum og lögreglu ekki stefnt í hættu nema mikið lægi við. Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi gáfu út yfirlýsingu um að þeir færu ekki í útköll á næstunni nema mannslíf væru í húfi. „Það er ekki verjandi að stefna björgunarmönnum í hættu nema líf liggi við,“ sagði Sveinn. Um níuleytið barst tilkynning um karlmann sem talinn var í sjálfheldu á Lambafelli undir Eyjafjöllum. Ekki var unnt að senda björgunarsveitir honum til aðstoðar þar sem of mikil hætta var talin vera fyrir hendi. „Við erum að fara hérna inn í var á Neskaupstað,“ sagði Grétar Már Kristjánsson, skipstjóri á Gnúp GK-11, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Fáir bátar voru á miðunum en þeir skipstjórar sem Fréttablaðið ræddi við höfðu ekki áhyggjur af veðrinu og sögðust hafa séð það svartara. Guðmundur Guðmundsson, skipstjóri í afleysingum á Fjölni GK, hafði siglt bátnum í var á Faxaflóa. Hann sagðist ekki efast um að unnustur og eiginkonur skipverja hefðu áhyggjur af þeim á hafi úti en þær væru ýmsu vanar. Menn væru einfaldlega í vinnunni og þetta væri hluti af starfinu. Skipstjóri ber ábyrgð ef slys verða við þessar aðstæður. Eiríkur Skarphéðinsson, bóndi á bænum Djúpadal í Skagafirði og fjallskilastjóri, hafði gert ráðstafanir vegna óveðursins. Hann býr á vindasömu svæði og hefur nokkrum sinnum orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna veðurs. Hann sagði börnin á bænum nokkuð áhyggjufull vegna stormsins og ekki yrði sofið mikið í nótt. Á níunda tímanum var orðið bálhvasst í Skagafirði og rafmagn stopult. Svartakóf var í firðinum svo ekki sást á milli húsa og bændur óvissir um stöðu útihúsa eða skepna. „Einn úr okkar hópi varð veikur svo við breyttum stefnu okkar í átt að Kópaskeri. Þar var okkur ráðlagt að halda okkur á meðan veðrið gengi yfir,“ segir Charlie Smith, einn göngugarpanna sem þurftu að leita skjóls á Kópaskeri í gærkvöldi.Páley Borgþórsdóttir segir ugg hafa sett að sér þegar veður var hvað verst.Einn félagi Charlies fór að finna fyrir verkjum fyrir brjósti á leið þeirra yfir Melrakkasléttu sem setti strik í reikninginn. „Núna erum við að reyna að áætla næstu skref til að sjá til þess að við getum haldið áfram. Öll ferð okkar hingað til er í raun unnin fyrir gýg,“ segir Charlie. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, óskaði eftir því að lýst yrði yfir hættustigi fyrir Vestmannaeyjar um átta leytið í gærkvöldi. Þá hafði þak losnað af nokkrum húsum auk frekara tjóns en engin slys orðið á fólki. Vindhraði mældist 49 m/s stuttu áður en hættustigi var lýst yfir. Síminn á lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum hringdi linnulaust í allt gærkvöld og íbúar voru áhyggjufullir vegna foks og tjóns. „Það eru helst efri byggðirnar og hús þar sem eru berskjölduð. Það hefur orðið mikið foktjón í fjórum hverfum í bænum. Við gengum í hús og vöruðum við hættunni af foki og báðum fólk um að halda sig hlémegin í húsum sínum,“ sagði Páley og sagði einhverja hafa fært sig á milli húsa öryggisins vegna.
Veður Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Sjá meira