Rafmagn er nú farið af í Vík í Mýrdal. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK stutt í að dísilvélar verði ræstar þar en ekki er víst hvort að þær ráði við að færa öðrum en íbúum Víkur rafmagn. Nánar tiltekið er rafmagnslaust frá Holti til Víkur og er líklegt að rafmagnstaur hafi farið í sundur.
Ekki liggur fyrir hve langan tíma viðgerðin mun taka.

