Haukamaðurinn Kári Jónsson skoraði ótrúlega körfu í leiknum gegn Grindavík í gær.
Hún kom í lok þriðja leikhluta. Hann kastaði þá frá eigin þriggja stiga línu, yfir allan völlinn og boltinn fór beint ofan í. Lygilegt.
Kári kom Haukum yfir með þessari körfu í 50-49 og Haukarnir litu aldrei til baka og kláruðu leikinn.
Svona tilþrif er maður ekki vanur að sjá á íslenskum körfuboltaleikjum og því um að gera að horfa á þetta aftur og aftur.
Körfuna má sjá hér að ofan.
Sjáðu körfu ársins í Dominos-deildinni
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Grindavík 75-64 | Haukar sterkari undir lokin
Haukar unnu Grindavík, 75-64, í 9. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld.