Eygló: Með harðsperrur í kinnunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2015 17:28 Eygló fagnar á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug í síðasta mánuði. Vísir/Anton Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með að lýsa ánægju sinni með bronsverðlaunin sín á EM í sundi þegar Vísir náði tali af henni í dag. Hún var þá nýkomin af verðlaunapallinum eftir að hafa unnið brons í 100 m baksundi á EM í 25 m laug í Ísrael. Eygló er fyrst íslenskra sundkvenna til að vinna verðlaun á stórmóti í sundi.Sjá einnig: Eygló Ósk vann brons á Evrópumótinu „Ég er komin með harðsperrur í kinnarnar, ég er búin að brosa svo mikið,“ sagði Eygló og hló. Hún segist ekki hafa áttað sig á þegar hún tók síðustu sundtökin að hún væri að tryggja sér verðlaunasæti. „Ég held að ég hafi þurft að horfa upp á töfluna í svona eina og hálfa mínútu til að trúa þessu og átta mig á því að ég hafi í alvörunni náð þriðja sætinu. Ég táraðist bara við það.“ Sterkasta grein Eyglóar er þó 200 m baksundið og segir hún að aðalmarkmið sitt hafi verið að vera á meðal fimm efstu í þeirri grein á mótinu. Keppt er í 200 m baksundi strax í fyrramálið og hefur hún því lítinn tíma til að jafna sig. „Ég þarf eiginlega að drífa mig aftur í laugina til að synda mig niður,“ segir hún. „Ég þarf að slaka á og fara í nudd til að vera tilbúin á morgun.“Sjá einnig: Besti árangur íslenskrar sundkonu Engin undanúrslit eru í 200 m baksundi og því fara bestu átta sundkonurnar úr undanrásunum beint í úrslitin sem fara fram síðdegis á morgun. „Ég held að ég eigi ekki eftir að átta mig almennilega á þessu fyrr en síðar í kvöld. Nú þarf ég strax að byrja að einbeita mér að næstu grein,“ sagði hún en nánar verður rætt við hana og landsliðsþjálfarann Jacky Pellerin í Fréttablaðinu á morgun. Sund Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir átti erfitt með að lýsa ánægju sinni með bronsverðlaunin sín á EM í sundi þegar Vísir náði tali af henni í dag. Hún var þá nýkomin af verðlaunapallinum eftir að hafa unnið brons í 100 m baksundi á EM í 25 m laug í Ísrael. Eygló er fyrst íslenskra sundkvenna til að vinna verðlaun á stórmóti í sundi.Sjá einnig: Eygló Ósk vann brons á Evrópumótinu „Ég er komin með harðsperrur í kinnarnar, ég er búin að brosa svo mikið,“ sagði Eygló og hló. Hún segist ekki hafa áttað sig á þegar hún tók síðustu sundtökin að hún væri að tryggja sér verðlaunasæti. „Ég held að ég hafi þurft að horfa upp á töfluna í svona eina og hálfa mínútu til að trúa þessu og átta mig á því að ég hafi í alvörunni náð þriðja sætinu. Ég táraðist bara við það.“ Sterkasta grein Eyglóar er þó 200 m baksundið og segir hún að aðalmarkmið sitt hafi verið að vera á meðal fimm efstu í þeirri grein á mótinu. Keppt er í 200 m baksundi strax í fyrramálið og hefur hún því lítinn tíma til að jafna sig. „Ég þarf eiginlega að drífa mig aftur í laugina til að synda mig niður,“ segir hún. „Ég þarf að slaka á og fara í nudd til að vera tilbúin á morgun.“Sjá einnig: Besti árangur íslenskrar sundkonu Engin undanúrslit eru í 200 m baksundi og því fara bestu átta sundkonurnar úr undanrásunum beint í úrslitin sem fara fram síðdegis á morgun. „Ég held að ég eigi ekki eftir að átta mig almennilega á þessu fyrr en síðar í kvöld. Nú þarf ég strax að byrja að einbeita mér að næstu grein,“ sagði hún en nánar verður rætt við hana og landsliðsþjálfarann Jacky Pellerin í Fréttablaðinu á morgun.
Sund Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira