Varkár á negldum skóm við sorphirðu í bænum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. desember 2015 06:00 Guðrún Magnea ekur öskubílnum, en gefur sér tíma til að fara út og hjálpa til þegar þörf er á. Vísir/Vilhelm „Þetta er alveg rosalega erfitt. Svo eru allt of fáir sem moka og bílar sem leggja úti um allar götur,“ segir Guðrún Magnea Guðmundsdóttir. Hún er ein fjögurra kvenna sem vinna í sorphirðunni hjá Reykjavíkurborg og eina konan sem ekur sorphirðubíl. Blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins hittu Guðrúnu og samstarfsmenn hennar þar sem þau voru við vinnu í Sjafnargötunni. Það er vafalítið ein af þrengri götum bæjarins og Guðrún segir að það sé flókið mál að aka slíkar götur. „Svo er maður hálfpartinn að festa sig og moka sig áfram.“ Og bíllinn sem Guðrún ekur er engin smásmíði. „Þetta er annar stærsti bíllinn í flotanum og maður er að rífa með sér hálf tré sem eru ekkert klippt og lafa niður á götur.“ Guðrún segir að það komi stöku sinnum fyrir að sorphirðumennirnir renni í hálku og meiði sig. „Samt ótrúlega lítið. Við reynum að negla skóna þegar við getum og vera í grófum skóm og fara varlega,“ segir hún.Ók utan í Lexus Guðrún er búin að vinna í sorphirðunni frá árinu 2011 og kann því vel. „Þetta er góður hópur og skemmtilegur og þetta er bara vinna,“ segir hún. Og bætir því við að fólk taki sorphirðubílnum alla jafna vel. „Eins og þetta var í morgun til dæmis. Þá var ég á Njálsgötunni og var held ég með 10 bíla á eftir mér. Þeir sýndu allir biðlund.“ Þó kemur fyrir að fólk verði pirrað. „Maður lendir alveg í því. Það er pirrað og flautar á mann og maður á bara að fara. En ég færi svona stóran bíl ekkert rosalega auðveldlega. En það er eins og fólk átti sig ekkert á því.“ Guðrún Magnea segir sérstaklega leiðinlegt þegar slíkt gerist af því að hún hafi engan áhuga á því að standa í erjum. Guðrún Magnea brýnir það fyrir fólki að moka vel frá öskutunnunum þannig að það sé greiðfært að ná í þær. Einnig að passað sé upp á að lásar á ruslatunnugeymslum séu ekki frosnir. Þá ítrekar hún að fólk leggi bílum sínum skynsamlega þannig að ekki verði óhöpp. Í fyrra hafi afturhluti Lexus-bíls staðið út á götu og öskubíllinn hafi síðan runnið til á svelli í götunni og farið á bílinn. Bílaeigendur þurfi að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist. Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta er alveg rosalega erfitt. Svo eru allt of fáir sem moka og bílar sem leggja úti um allar götur,“ segir Guðrún Magnea Guðmundsdóttir. Hún er ein fjögurra kvenna sem vinna í sorphirðunni hjá Reykjavíkurborg og eina konan sem ekur sorphirðubíl. Blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins hittu Guðrúnu og samstarfsmenn hennar þar sem þau voru við vinnu í Sjafnargötunni. Það er vafalítið ein af þrengri götum bæjarins og Guðrún segir að það sé flókið mál að aka slíkar götur. „Svo er maður hálfpartinn að festa sig og moka sig áfram.“ Og bíllinn sem Guðrún ekur er engin smásmíði. „Þetta er annar stærsti bíllinn í flotanum og maður er að rífa með sér hálf tré sem eru ekkert klippt og lafa niður á götur.“ Guðrún segir að það komi stöku sinnum fyrir að sorphirðumennirnir renni í hálku og meiði sig. „Samt ótrúlega lítið. Við reynum að negla skóna þegar við getum og vera í grófum skóm og fara varlega,“ segir hún.Ók utan í Lexus Guðrún er búin að vinna í sorphirðunni frá árinu 2011 og kann því vel. „Þetta er góður hópur og skemmtilegur og þetta er bara vinna,“ segir hún. Og bætir því við að fólk taki sorphirðubílnum alla jafna vel. „Eins og þetta var í morgun til dæmis. Þá var ég á Njálsgötunni og var held ég með 10 bíla á eftir mér. Þeir sýndu allir biðlund.“ Þó kemur fyrir að fólk verði pirrað. „Maður lendir alveg í því. Það er pirrað og flautar á mann og maður á bara að fara. En ég færi svona stóran bíl ekkert rosalega auðveldlega. En það er eins og fólk átti sig ekkert á því.“ Guðrún Magnea segir sérstaklega leiðinlegt þegar slíkt gerist af því að hún hafi engan áhuga á því að standa í erjum. Guðrún Magnea brýnir það fyrir fólki að moka vel frá öskutunnunum þannig að það sé greiðfært að ná í þær. Einnig að passað sé upp á að lásar á ruslatunnugeymslum séu ekki frosnir. Þá ítrekar hún að fólk leggi bílum sínum skynsamlega þannig að ekki verði óhöpp. Í fyrra hafi afturhluti Lexus-bíls staðið út á götu og öskubíllinn hafi síðan runnið til á svelli í götunni og farið á bílinn. Bílaeigendur þurfi að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist.
Veður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira