Frá Ghent til Reykjavíkur Eva Einarsdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Flestir sem hafa áhuga eða fylgjast með loftslagsmálum hafa ekki látið það fram hjá sér fara að helstu leiðtogar heims og aðrir valdamenn eru nú staddir í París. Það er hægt að nálgast loftslagsmál frá svo mörgum sjónarhornum en mig langar aðeins að skoða hvað við í Reykjavik erum að gera og getum gert betur. Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum verið dugleg að innleiða og framfylgja Grænum skrefum en þau snúast um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum og nú eru rúmlega hundrað starfsstöðvar sem styðjast við þessi skref. Bláa tunnan var innleidd fyrir þremur árum og tel ég að hún hafi gert mikið gagn. Á einu ári varð aukning á flokkun pappírs um 400%. Nú stendur til að bjóða upp á að borgarbúar geti pantað græna tunnu fyrir plast og maður getur ekki annað en vonast eftir annari eins aukningu í flokkun borgarbúa á plasti. Fjölskyldan mín hefur einungis flokkað plast síðustu tvö ár og það var nánast sláandi að sjá hversu mikið plast safnaðist á einni viku. Nýtt aðalskipulag er einnig hluti af aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar sem leggur áherslu á vistvænar samgöngur og aðgerðir sem eiga að sporna gegn auknum útblástri gróðurhúsalofttegunda. Í þessu samhengi finnst mér einnig mikilvægt að nefna kjöt- og matvælaframleiðslu. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er kjöt- og matvælaframleiðsla búpenings eða kvikfjár einn af þremur helstu orsakavöldum aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda og mér finnst umræðan því miður oft á skamman veg komin þegar kemur að þessum áhrifaþætti. Margar rannsóknir hafa sýnt að allur útblástur bíla, lesta, flugvéla og skipa sé minni en af völdum kjöt- og landbúnaðarframleiðslu.En hvernig tengist þetta þá Reykjavíkurborg? Árið 2009 lýstu borgaryfirvöld í belgísku borginni Ghent því yfir að þau ætluðu að hafa einn „veggiedag“ eða einn dag þar sem einungis væri grænmetisfæði á starfsstöðum sveitarfélagsins og eins hvöttu þau nærsamfélagið til hins sama. Þetta var fyrir 6 árum og á þeim tíma sögðu þau að ein aðalástæðan væri útblástur gróðurhúsalofttegunda og þeim bæri skylda að gera eitthvað. Eins væri hollt fyrir líkamann að hafa slíkan dag og auka fjölbreytni. Þetta verkefni hefur gengið vonum framar og er enn í fullum gangi. Gætum við ekki verið næsta Ghent, sú borg á Norðurlöndum sem stígur skref í þessa átt? Sjálf hef ég verið grænmetisæta í meira en áratug. Ég er ekki að vænta þess af öllum borgarbúum. Ég velti einungis þessari spurningu upp með það í huga að borgarbúar sameinist alla vega í þeirri hugleiðingu sem hluti af alþjóðasamfélagi að hafa einn dag þar sem við sleppum því að neyta kjöts og þannig vonandi sköpum komandi kynslóðum betra umhverfi, betri náttúru og betri framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Flestir sem hafa áhuga eða fylgjast með loftslagsmálum hafa ekki látið það fram hjá sér fara að helstu leiðtogar heims og aðrir valdamenn eru nú staddir í París. Það er hægt að nálgast loftslagsmál frá svo mörgum sjónarhornum en mig langar aðeins að skoða hvað við í Reykjavik erum að gera og getum gert betur. Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum verið dugleg að innleiða og framfylgja Grænum skrefum en þau snúast um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og minnka umhverfisáhrif sveitarfélagsins í fjórum skrefum og nú eru rúmlega hundrað starfsstöðvar sem styðjast við þessi skref. Bláa tunnan var innleidd fyrir þremur árum og tel ég að hún hafi gert mikið gagn. Á einu ári varð aukning á flokkun pappírs um 400%. Nú stendur til að bjóða upp á að borgarbúar geti pantað græna tunnu fyrir plast og maður getur ekki annað en vonast eftir annari eins aukningu í flokkun borgarbúa á plasti. Fjölskyldan mín hefur einungis flokkað plast síðustu tvö ár og það var nánast sláandi að sjá hversu mikið plast safnaðist á einni viku. Nýtt aðalskipulag er einnig hluti af aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar sem leggur áherslu á vistvænar samgöngur og aðgerðir sem eiga að sporna gegn auknum útblástri gróðurhúsalofttegunda. Í þessu samhengi finnst mér einnig mikilvægt að nefna kjöt- og matvælaframleiðslu. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er kjöt- og matvælaframleiðsla búpenings eða kvikfjár einn af þremur helstu orsakavöldum aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda og mér finnst umræðan því miður oft á skamman veg komin þegar kemur að þessum áhrifaþætti. Margar rannsóknir hafa sýnt að allur útblástur bíla, lesta, flugvéla og skipa sé minni en af völdum kjöt- og landbúnaðarframleiðslu.En hvernig tengist þetta þá Reykjavíkurborg? Árið 2009 lýstu borgaryfirvöld í belgísku borginni Ghent því yfir að þau ætluðu að hafa einn „veggiedag“ eða einn dag þar sem einungis væri grænmetisfæði á starfsstöðum sveitarfélagsins og eins hvöttu þau nærsamfélagið til hins sama. Þetta var fyrir 6 árum og á þeim tíma sögðu þau að ein aðalástæðan væri útblástur gróðurhúsalofttegunda og þeim bæri skylda að gera eitthvað. Eins væri hollt fyrir líkamann að hafa slíkan dag og auka fjölbreytni. Þetta verkefni hefur gengið vonum framar og er enn í fullum gangi. Gætum við ekki verið næsta Ghent, sú borg á Norðurlöndum sem stígur skref í þessa átt? Sjálf hef ég verið grænmetisæta í meira en áratug. Ég er ekki að vænta þess af öllum borgarbúum. Ég velti einungis þessari spurningu upp með það í huga að borgarbúar sameinist alla vega í þeirri hugleiðingu sem hluti af alþjóðasamfélagi að hafa einn dag þar sem við sleppum því að neyta kjöts og þannig vonandi sköpum komandi kynslóðum betra umhverfi, betri náttúru og betri framtíð.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar