Fákeppni er rauður þráður í viðskipta- og atvinnulífi Skjóðan skrifar 2. desember 2015 07:00 Samkeppniseftirlitið hefur sýnt fram á að fákeppni á eldsneytismarkaði kostar íslenska neytendur 4-4,5 milljarða á ári hverju. Íslenski eldsneytismarkaðurinn er kennslubókardæmi um fákeppnismarkað, en eitt einkenni fákeppni er að fyrirtæki velta kostnaði yfir á viðskiptavini þar sem engin þörf er á að halda honum í lágmarki til að standast samkeppni. Eldsneytismarkaðurinn er ekki eini fákeppnismarkaðurinn hér á landi. Bankamarkaðurinn er fákeppnismarkaður. Enda snýst markaðsstarf banka helst um ímyndarauglýsingar fremur en að keppt sé um að bjóða viðskiptavinum hagstæðust kjör hverju sinni. Samkeppniseftirlitið hefur hingað til látið sig fákeppni á bankamarkaði litlu varða. Nýfundinn áhugi á eldsneytismarkaði er vonandi vísbending um að nú verði skorin upp herör gegn fákeppni hvar sem hana er að finna enda fátt sem skaðar neytendur og hagkerfið í heild sinni meira en fákeppni með því beina og óbeina samráði milli aðila á markaði sem er órjúfanlegur hluti hennar. Virk samkeppni er lykill að hagsæld samfélaga. Velmegun er takmörkuð auðlind, sem verður ekki dreift til fjöldans nema með því að löggjafinn og eftirlitsaðilar tryggi virka samkeppni og grípi til markvissra ráðstafana gegn fákeppni og samráði sterkra aðila á markaði. Íslenskur sjávarútvegur er dæmi um atvinnugrein sem býr við samþjöppun og samkeppnisskekkju sem bitnar ekki aðeins á neytendum heldur skerðir útflutningstekjur þjóðarinnar. Íslenskur sjávarútvegur skiptist í þrennt. Klassískar íslenskar útgerðir einbeita sér að veiðum á bolfiski og selja gjarnan á markaði. Fiskframleiðendur kaupa sinn fisk á fiskmarkaði. Svo er það stórútgerðin, sem gín yfir öllu. Stórútgerðin á þorra kvótans bæði í bolfiski og uppsjávarstofnum. Stórútgerðin veiðir aflann og flytur hann til eigin vinnslu á sérstöku verði sem er að jafnaði langt undir markaðsverði. Útgerðin situr sjálf við borðið þar sem afsláttarverðið er ákvarðað. Síðan keppir stórútgerðin á erlendum mörkuðum við íslenska fiskframleiðendur, sem kaupa sitt hráefni á markaði og búa þar af leiðandi við mun hærra hráefnisverð. Stórútgerðin selur lítið inn á innlenda fiskmarkaði sem leiðir til þess að þeir eru skortmarkaðir þar sem seljendur ráða verðinu. Fiskkaupmenn, sem þjóna íslenskum neytendum, kaupa sinn fisk að mestu á fiskmarkaði og því leiðir fákeppnin í sjávarútvegi til hærra verðs til íslenskra neytenda en nauðsynlegt er. Þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af fákeppni á eldsneytismarkaði en hvenær skal taka á fákeppninni á bankamarkaði, sem hagnast á hverju ári um meira en heildarveltu olíufélaganna? Hvenær kemur að því að þingmenn taki upp hanskann fyrir íslenska neytendur og leggi sitt af mörkun til hámörkunar þjóðartekna með því að útrýma samkeppnismismunun í sjávarútvegiSkjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sýnt fram á að fákeppni á eldsneytismarkaði kostar íslenska neytendur 4-4,5 milljarða á ári hverju. Íslenski eldsneytismarkaðurinn er kennslubókardæmi um fákeppnismarkað, en eitt einkenni fákeppni er að fyrirtæki velta kostnaði yfir á viðskiptavini þar sem engin þörf er á að halda honum í lágmarki til að standast samkeppni. Eldsneytismarkaðurinn er ekki eini fákeppnismarkaðurinn hér á landi. Bankamarkaðurinn er fákeppnismarkaður. Enda snýst markaðsstarf banka helst um ímyndarauglýsingar fremur en að keppt sé um að bjóða viðskiptavinum hagstæðust kjör hverju sinni. Samkeppniseftirlitið hefur hingað til látið sig fákeppni á bankamarkaði litlu varða. Nýfundinn áhugi á eldsneytismarkaði er vonandi vísbending um að nú verði skorin upp herör gegn fákeppni hvar sem hana er að finna enda fátt sem skaðar neytendur og hagkerfið í heild sinni meira en fákeppni með því beina og óbeina samráði milli aðila á markaði sem er órjúfanlegur hluti hennar. Virk samkeppni er lykill að hagsæld samfélaga. Velmegun er takmörkuð auðlind, sem verður ekki dreift til fjöldans nema með því að löggjafinn og eftirlitsaðilar tryggi virka samkeppni og grípi til markvissra ráðstafana gegn fákeppni og samráði sterkra aðila á markaði. Íslenskur sjávarútvegur er dæmi um atvinnugrein sem býr við samþjöppun og samkeppnisskekkju sem bitnar ekki aðeins á neytendum heldur skerðir útflutningstekjur þjóðarinnar. Íslenskur sjávarútvegur skiptist í þrennt. Klassískar íslenskar útgerðir einbeita sér að veiðum á bolfiski og selja gjarnan á markaði. Fiskframleiðendur kaupa sinn fisk á fiskmarkaði. Svo er það stórútgerðin, sem gín yfir öllu. Stórútgerðin á þorra kvótans bæði í bolfiski og uppsjávarstofnum. Stórútgerðin veiðir aflann og flytur hann til eigin vinnslu á sérstöku verði sem er að jafnaði langt undir markaðsverði. Útgerðin situr sjálf við borðið þar sem afsláttarverðið er ákvarðað. Síðan keppir stórútgerðin á erlendum mörkuðum við íslenska fiskframleiðendur, sem kaupa sitt hráefni á markaði og búa þar af leiðandi við mun hærra hráefnisverð. Stórútgerðin selur lítið inn á innlenda fiskmarkaði sem leiðir til þess að þeir eru skortmarkaðir þar sem seljendur ráða verðinu. Fiskkaupmenn, sem þjóna íslenskum neytendum, kaupa sinn fisk að mestu á fiskmarkaði og því leiðir fákeppnin í sjávarútvegi til hærra verðs til íslenskra neytenda en nauðsynlegt er. Þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af fákeppni á eldsneytismarkaði en hvenær skal taka á fákeppninni á bankamarkaði, sem hagnast á hverju ári um meira en heildarveltu olíufélaganna? Hvenær kemur að því að þingmenn taki upp hanskann fyrir íslenska neytendur og leggi sitt af mörkun til hámörkunar þjóðartekna með því að útrýma samkeppnismismunun í sjávarútvegiSkjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira