Peningana eða lífið Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 1. desember 2015 07:00 Hvers konar heilbrigðiskerfi er það sem hættir að gefa sjúku fólki lyfið sem það þarf, daginn eftir að áætlaður lyfjakvóti – eða öllu heldur sjúklingakvóti – hefur verið uppfylltur? Hvernig líður þeim sem tekið hefur slíka ákvörðun? Að ekki sé minnst á þá sem þurfa að útskýra fyrir sjúklingi, kannski ungum krabbameinssjúklingi, að hann fái ekki nauðsynlegt lyf af því hann hafi orðið „of seinn“? Hann hafi nefnilega greinst eftir að „kvóti ársins“ var uppfylltur, til dæmis eftir 15. apríl á þessu ári. Þetta er engu að síður veruleikinn á Íslandi, eftir að tekinn var upp sá háttur að binda greiðsluþátttökuheimild frá lyfjagreiðslunefnd fyrir tiltekin lyf við ákveðinn fjölda sjúklinga. Áður en þessi tilhögun var tekin upp var miðað við að sjúklingur með staðfestan sjúkdóm sem upfyllti ákveðin læknisfræðileg skilyrði fékk lyfið sem hann þurfti óháð því hversu margir aðrir sjúklingar voru að taka það. Afleiðingin af breytingunni er hins vegar sú, að daginn eftir að „kvótinn“ er uppfylltur, getur nýr sjúklingur ekki fengið besta fáanlega lyfið við sínum veikindum. Þannig er staðan í dag, séu læknar að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðuneytið setur, sem maður skyldi ætla. Strax í apríl síðastliðnum var heilbrigðisráðherra gerð grein fyrir því, með bréfi frá formanni lyfjanefndar LSH (dags. 15. apríl 2015), að þá þegar væru fullnýttar allar heimildir fyrir krabbameinslyfin Jevtana og Kadcyla, gigtarlyfið Benlysta og augnlyfin Ozurdex og Eylea, og að nýir sjúklingar sem þyrftu á lyfjunum að halda fengju þau ekki lengur. Bréf lyfjanefndar er grafalvarlegur vitnisburður um hve þungbært það er fyrir lækna að fara eftir þessum reglum. Þar er bent á að það misrétti sem felst í því að setja kvóta á fjölda sjúklinga sé óásættanlegt, auk þess setji það lækna „í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúklingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðnum fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð“. Er því næst skorað á ráðherra að afnema fjöldatakmörkun sjúklinga varðandi ákveðin lyf hið fyrsta. Bréf ráðherra ömurleg lesning Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við þessu ákalli (dags. 21. apríl 2015) er ömurleg lesning. Ráðherrann vísar til fjárheimilda sem ákveðnar séu af Alþingi á fjárlögum hvers árs og þess vegna sé „nauðsynlegt að forgangsraða“ og „gæta aðhalds“. Í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) er kveðið á um rétt fólks til þess að njóta „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Réttur fólks að þessu leyti byggir á 76. gr. stjórnarskrárinnar og birtist einnig í félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland er aðili að. Það er þess vegna snautleg afgreiðsla – en segir auðvitað sína sögu – að heilbrigðisráðherra skuli vísa til fjárlaga, en ekki heilbrigðislaga, þegar málið snýst um rétt fólks til lífs og lækninga. Hvers konar samfélag er það sem virðir ekki sín eigin grunngildi, sína eigin löggjöf og stjórnarskrá, gagnvart veikum samborgurum sínum? Hvers konar stjórnvöld eru það sem setja fjárveitingar ofar réttinum til lífs og lækninga? Það er auðvitað með öllu óásættanlegt að læknum sé gert að neita sjúklingum sem standa frammi fyrir hættulegum sjúkdómum um þá lyfjagjöf sem væri þeim fyrir bestu vegna þess að of margir hafi fengið lyfið á undan viðkomandi. Einn af hornsteinum siðaðra samfélaga er heilbrigðiskerfið og sú samfélagssátt sem aldrei fyrr hefur verið rofin á Íslandi að hlúð skuli að veiku fólki án þess að því sé mismunað. Með öðrum orðum: Það er forgangsmál að heilbrigði og heilsa séu í fyrirrúmi, og að sá réttur gangi ofar fjárlögum. Líf er líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Hvers konar heilbrigðiskerfi er það sem hættir að gefa sjúku fólki lyfið sem það þarf, daginn eftir að áætlaður lyfjakvóti – eða öllu heldur sjúklingakvóti – hefur verið uppfylltur? Hvernig líður þeim sem tekið hefur slíka ákvörðun? Að ekki sé minnst á þá sem þurfa að útskýra fyrir sjúklingi, kannski ungum krabbameinssjúklingi, að hann fái ekki nauðsynlegt lyf af því hann hafi orðið „of seinn“? Hann hafi nefnilega greinst eftir að „kvóti ársins“ var uppfylltur, til dæmis eftir 15. apríl á þessu ári. Þetta er engu að síður veruleikinn á Íslandi, eftir að tekinn var upp sá háttur að binda greiðsluþátttökuheimild frá lyfjagreiðslunefnd fyrir tiltekin lyf við ákveðinn fjölda sjúklinga. Áður en þessi tilhögun var tekin upp var miðað við að sjúklingur með staðfestan sjúkdóm sem upfyllti ákveðin læknisfræðileg skilyrði fékk lyfið sem hann þurfti óháð því hversu margir aðrir sjúklingar voru að taka það. Afleiðingin af breytingunni er hins vegar sú, að daginn eftir að „kvótinn“ er uppfylltur, getur nýr sjúklingur ekki fengið besta fáanlega lyfið við sínum veikindum. Þannig er staðan í dag, séu læknar að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðuneytið setur, sem maður skyldi ætla. Strax í apríl síðastliðnum var heilbrigðisráðherra gerð grein fyrir því, með bréfi frá formanni lyfjanefndar LSH (dags. 15. apríl 2015), að þá þegar væru fullnýttar allar heimildir fyrir krabbameinslyfin Jevtana og Kadcyla, gigtarlyfið Benlysta og augnlyfin Ozurdex og Eylea, og að nýir sjúklingar sem þyrftu á lyfjunum að halda fengju þau ekki lengur. Bréf lyfjanefndar er grafalvarlegur vitnisburður um hve þungbært það er fyrir lækna að fara eftir þessum reglum. Þar er bent á að það misrétti sem felst í því að setja kvóta á fjölda sjúklinga sé óásættanlegt, auk þess setji það lækna „í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúklingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðnum fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð“. Er því næst skorað á ráðherra að afnema fjöldatakmörkun sjúklinga varðandi ákveðin lyf hið fyrsta. Bréf ráðherra ömurleg lesning Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við þessu ákalli (dags. 21. apríl 2015) er ömurleg lesning. Ráðherrann vísar til fjárheimilda sem ákveðnar séu af Alþingi á fjárlögum hvers árs og þess vegna sé „nauðsynlegt að forgangsraða“ og „gæta aðhalds“. Í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) er kveðið á um rétt fólks til þess að njóta „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Réttur fólks að þessu leyti byggir á 76. gr. stjórnarskrárinnar og birtist einnig í félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland er aðili að. Það er þess vegna snautleg afgreiðsla – en segir auðvitað sína sögu – að heilbrigðisráðherra skuli vísa til fjárlaga, en ekki heilbrigðislaga, þegar málið snýst um rétt fólks til lífs og lækninga. Hvers konar samfélag er það sem virðir ekki sín eigin grunngildi, sína eigin löggjöf og stjórnarskrá, gagnvart veikum samborgurum sínum? Hvers konar stjórnvöld eru það sem setja fjárveitingar ofar réttinum til lífs og lækninga? Það er auðvitað með öllu óásættanlegt að læknum sé gert að neita sjúklingum sem standa frammi fyrir hættulegum sjúkdómum um þá lyfjagjöf sem væri þeim fyrir bestu vegna þess að of margir hafi fengið lyfið á undan viðkomandi. Einn af hornsteinum siðaðra samfélaga er heilbrigðiskerfið og sú samfélagssátt sem aldrei fyrr hefur verið rofin á Íslandi að hlúð skuli að veiku fólki án þess að því sé mismunað. Með öðrum orðum: Það er forgangsmál að heilbrigði og heilsa séu í fyrirrúmi, og að sá réttur gangi ofar fjárlögum. Líf er líf.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun