Söngelsk fjölskylda býður Borgnesingum á tónleika Magnús Guðmundsson skrifar 19. desember 2015 15:00 Söngelsk fjölskylda úr Borgarnesi mun halda jólatónleika í Borgarneskirkju, fjórða árið í röð, mánudagskvöldið 21. desember nk. kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis að vanda og allir velkomnir. Þetta eru hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrum sínum, Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu. Undirleik annast Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Sérstakur gestur á tónleikunum að þessu sinni verður Þorsteinn Þorsteinsson, bróðir Ingibjargar. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngkennari og söngkona. Hún stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, Vínarborg og á Ítalíu og hefur víða komið fram sem söngkona. Olgeir Helgi stundar söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Systurnar eru báðar í söngnámi hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavík og eru orðnar eftirsóttar söngkonur. Theódóra segir að á tónleikunum verði að vanda ákveðin blanda af klassískari sönglögum og efni í léttari kantinum. „Það er ánægjulegt fyrir okkur að tónleikarnir eru alltaf vel sóttir og gaman að fólk er farið að spyrja strax á haustin hvort við verðum ekki örugglega með jólatónleika og þá hvenær. Húsfyllir hefur verið hingað til en margir telja það orðið ómissandi þátt í jólaundirbúningnum að mæta á tónleika fjölskyldunnar. Það er líka gaman að sjá að tónleikagestir koma víða að, bæði úr nærsveitum og frá Reykjavík, auk þess sem Borgnesingar eru að sjálfsögðu uppistaðan.“ Theódóra segir að fjölskyldan hafi tekið virkan þátt í menningar- og sönglífi í héraðinu og m.a. öll tekið þátt í óperunni Sígaunabaróninn sem sýnd var í Gamla mjólkursamlaginu við góðar undirtektir. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Söngelsk fjölskylda úr Borgarnesi mun halda jólatónleika í Borgarneskirkju, fjórða árið í röð, mánudagskvöldið 21. desember nk. kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis að vanda og allir velkomnir. Þetta eru hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrum sínum, Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu. Undirleik annast Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Sérstakur gestur á tónleikunum að þessu sinni verður Þorsteinn Þorsteinsson, bróðir Ingibjargar. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngkennari og söngkona. Hún stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, Vínarborg og á Ítalíu og hefur víða komið fram sem söngkona. Olgeir Helgi stundar söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Systurnar eru báðar í söngnámi hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavík og eru orðnar eftirsóttar söngkonur. Theódóra segir að á tónleikunum verði að vanda ákveðin blanda af klassískari sönglögum og efni í léttari kantinum. „Það er ánægjulegt fyrir okkur að tónleikarnir eru alltaf vel sóttir og gaman að fólk er farið að spyrja strax á haustin hvort við verðum ekki örugglega með jólatónleika og þá hvenær. Húsfyllir hefur verið hingað til en margir telja það orðið ómissandi þátt í jólaundirbúningnum að mæta á tónleika fjölskyldunnar. Það er líka gaman að sjá að tónleikagestir koma víða að, bæði úr nærsveitum og frá Reykjavík, auk þess sem Borgnesingar eru að sjálfsögðu uppistaðan.“ Theódóra segir að fjölskyldan hafi tekið virkan þátt í menningar- og sönglífi í héraðinu og m.a. öll tekið þátt í óperunni Sígaunabaróninn sem sýnd var í Gamla mjólkursamlaginu við góðar undirtektir.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira